Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 29
Föstudaginn 18. september fengu
Reitir afhent leyfi fyrir fyrstu
Svansvottuðu endur bætur á hús
næði á Norður löndunum. Um er að
ræða endurbætur á skrifstofuhús
næði Umhverfis stofnunar við
Suðurlands braut 24 sem er í eigu
Reita. Andri Þór Arinbjörnsson,
fram kvæmda stjóri Reita, tók
við leyfinu frá Guðmundi Inga
Guðbrands syni umhverfis og
auðlinda ráðherra.
„Þetta er frábær áfangi sem ég
vona að sé bara byrjunin á því sem
koma skal almennt í endurbótum
á byggingum. Byggingargeirinn
útheimtir mikinn efnivið og
auðlindir og það er mikilvægt að
við förum vel með þær, endurnýtum
það sem við getum og komum öðru
í endurvinnslu. Að lágmarka áhrif
framkvæmda á umhverfi og heilsu
er bæði gott fyrir okkur og náttúruna
í heild,“ segir Guðmundur Ingi
Guðbrandsson.
Svansvottun nær til allra þátta
Samkvæmt upplýsingum frá
Umhverfisstofnun nær Svans
vottunin sem slík bæði til innra
og ytra byrði hússins og það
er í raun umfangið á hverjum
endur bótum fyrir sig sem stýrir
þessu. Endurbæturnar á húsnæði
Umhverfisstofnunar voru þó að
mestu á innra byrði hússins þótt
einhverjar lagfæringar hafi verið
gerðar á ytra byrði. Kröfurnar ná til
allra þátta, hvort sem um ræðir t.d.
gólfefni, ytri klæðningu eða máln
ingu. Því þurfa efnin og vörurnar
að vera ýmist umhverfisvottaðar
eða samþykktar af Svaninum út frá
efnainnihaldi og fleiri þáttum.
Fordæmisgefandi
„Við erum afar stolt af þessu og
tökum hlutverk okkar sem fyr
irmynd mjög alvarlega. Þetta er
fordæmisgefandi og sýnir að þetta
er hægt. Það var okkur mikilvægt
að nýta það sem hægt var að nýta
áfram og að hugsað sé um um
hverfið og heilsu starfsfólks við
val á nýju byggingarefni og inn
anstokksmunum,“ segir Sigrún
Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfis
stofnunar.
„Svansvottun húsnæðis
Umhverfis stofnunar er merk
ur áfangi. Vottunin er til marks
um metnað til að beita sér fyrir
umbótum í umhverfismálum
þegar kemur að byggingum.
Reitir óska Umhverfisstofnun til
hamingju með endurnýjað hús
næði og þakka fyrir gott samstarf
um þetta samvinnuverkefni Reita
og Umhverfisstofnunar,“ segir
Andri Þór Arinbjörnsson, fram
kvæmdastjóri eigna umsýslu sviðs
hjá Reitum fasteignafélagi.
Viðmið Svansins fyrir endur
bætur eru umfangsmikil þar sem
markmiðið er að lágmarka áhrif
framkvæmda á umhverfi og heilsu.
Svansvottunin tryggir gæði bygg
ingarinnar meðal annars með
betri innivist sem er tryggð með
ströngum kröfum á efnainnihald
byggingavara. Í Svansvottun er
einnig lögð áhersla á endurnotkun
bygginga refna og að úrgangur fari
í endurvinnslufarveg.
Endurbæturnar og aðrar
Svansvottaðar framkvæmdir hafa
haft jákvæð áhrif á íslenska birgja,
þar sem úrval af vottuðum og sam
þykktum byggingarefni hefur auk
ist sýnilega síðustu ár.
Sem dæmi um árangur sem
náðist í framkvæmdunum við
Suðurlandsbraut 24 má nefna:
• Flokkunarhlutfall byggingar
úrgangs var 94,4% á fram
kvæmdatíma
• Áætlað er að notkun loftræsi
kerfis með hitaendurvinnslu
muni draga úr orkunotkun
um 40%
• Öll málning og sparsl sem
var notað var umhverfisvott
að
• Álrimlar, korkflísar og fleiri
byggingarhlutir voru notaðir
áfram
• Veglegt barnaherbergi var
sett upp til að bæta aðstöðu
starfsmanna
Reitir ráða yfir 440 þúsund
fermetrum af húsnæði
Reitir bjóða framsýnum fyrir tækjum
klæðskerasniðið atvinnu húsnæði
til leigu. Starfsemi félagsins felst í
eignarhaldi, útleigu og umsýslu at
vinnuhúsnæðis sem er að stærstum
hluta verslunar og skrifstofuhús
næði á höfuðborgarsvæðinu. Reitir
byggja á arfleifð umsvifa sem
hófst með byggingu Kringlunnar
árið 1987. Innan eignasafnsins eru
nú um 135 fasteignir, samtals um
440.000 fermetrar að stærð, auk
metnaðarfullra þróunarverkefna.
Á síðari árum hafa Reitir hlúð að
sögufrægum byggingum og staðið
þannig vörð um íslenskan menn
ingararf á sama tíma og horft er
til sjálfbærrar framtíðar, m.a. með
grænum leigusamningum við fjölda
viðskiptavina.
Skrifstofuhúsnæði Umhverfisstofnunar við Suðurlandsbraut endurnýjað:
Fyrstu Svansvottuðu endurbæturnar
á húsnæði á Norðurlöndunum
Svansvottun á húsnæði Umhverfisstofnunar.
Öll málning og sparsl sem var
notað var umhverfisvottað. Álrimlar,
korkflísar og fleiri byggingarhlutir
voru notaðir áfram.
UMHVERFI&EFNISTÆKNI
Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur
vegna ræktunar á árinu 2020 í Afurð (www.afurd.is), greiðslukerfi landbúnaðarins
(undir Umsóknir).
Umsóknum skal skilað eigi síðar en 1. október n.k.
Framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við
landbúnað nr. 1260/2018 geta sótt um jarðræktarstyrk og landgreiðslur. Skilyrði
fyrir veitingu stuðnings eru fullnægjandi skil á skýrsluhaldi í Jörð
(www.jord.is).
Jarðræktarstyrkir
Framlögum til jarðræktarstyrks skal varið til jarðræktar, þ.e. nýræktar og
endur ræktunar á túnum, kornræktar og ræktunar annarra fóðurjurta.
Uppskera er forsenda fyrir jarðræktarstyrk. Beit búpenings telst vera uppskera og
nýting kornhálms til uppræktunar jarðvegs í útiræktun grænmetis telst styrkhæf.
Ekki telst styrkhæf ræktun ef kornrækt er eingöngu ætluð til að draga að gæsir
til skotveiði, nema ef kornhálmur er sannarlega hirtur eða plægður niður. Önnur
ræktun sem ekki er nytjuð til búskapar, þar með talin sáning í golfvelli, tjaldstæði
o.s.frv. er ekki styrkhæf.
Sækja þarf nú um jarðræktarstyrki vegna útiræktaðs grænmetis á sérstökum
umsóknum þar sem fjármagn vegna þeirra er hluti af endurskoðuðum
samstarfssamningi um garðyrkju, og er umsóknarfrestur til 23. október 2020.
Auglýst síðar hvenær opnað verður fyrir þær umsóknir í Afurð.
Landgreiðslur
Framlögum til landgreiðslna skal ráðstafa á ræktað land sem uppskorið er til
fóðuröflunar og framleiðanda er heimilt að nýta. Framlög eru ekki greidd út á land
sem eingöngu er nýtt til beitar.
Nánari upplýsingar um jarðræktarstyrki og landgreiðslur má finna í III. KAFLA
reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1260/2018.
Stjórnarráð Íslands
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
auglýsir eftir umsóknum um
jarðræktarstyrki og landgreiðslur
.......... þegar við metum
kostina, gæðin og verðið.
Er svarið:
Youtube kynning á:
https://youtu.be/cPx7PPYvNUM
Kraftmikill, léttur og lipur.
Með 4kg Lithium rafhlöðu er
Microlift lítið þyngri, en handtjakkur
50% afsláttur á auka lithium rafhlöðu.
KH Vinnuföt • Nethyl 2a • 110 Reykjavík • Sími: 577 1000 • info@khvinnufot.is • www.khvinnufot.is
Verð:
kr. 10.900
Verð:
kr. 10.990
Einstaklega létt og lipur öryggisstígvél
með tá- og naglavörn framleidd úr
pólýúretan. Mjúk innlegg fylgja með.
NoraMax S5 KH regnsett
Uppfyllir staðalinn EN 20345: 2011 S5 CI SRC
Stærðir: 38-48
Slitsterkt regnsett 310 g/m²,
með hettu, vösum og stillanlegri
teygju í mitti.
Stærðir: XS-4XL
Efni regnsett: 310gr PU/PVC
Efni vesti: 100% pólýester
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300