Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 202040 Talsverðar brotalamir á eldvörnum í útihúsum bænda Talsverðar brotalamir eru á eldvörnum í úti- og gripahúsum bænda hér á landi samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Eldvarna bandalagið síðastliðið vor. Ljóst er að ástand viðvörunarbún- aðar, brunahólfunar og slökkvibún- aðar er slæmt hjá mörgum. Þannig segja 62 prósent bænda að ástand viðvörunarbúnaðar sé frekar slæmt eða mjög slæmt og þar af segja 42,6 prósent að ástandið sé mjög slæmt. Þá kemur í ljós að aðeins 27,3 pró- sent hafa gert rýmingaráætlun fyrir gripahús. Eins og Bændablaðið greindi frá í síðasta tölublaði leiddi könnun Gallup í ljós að eldvarnir á heimilum í dreifbýli eru betri en gengur og gerist á íslenskum heimilum miðað við sambærilegar kannanir sem Gallup hefur gert meðal almennings. Önnur staða blasir við þegar kemur að gripa- og útihúsum. Engin rýmingaráætlun eða viðvörun Að meðaltali segjast aðeins 27,3 pró- sent bænda hafa gert rýmingar áætlun fyrir gripahús, eða rétt rúmlega fjórði hver. Áberandi er hve ársvelta virðist ráða miklu um hvort gerð er rýming- aráætlun. Þar sem ársvelta er fimm milljónir eða minni hafa aðeins 19 prósent gert rýmingaráætlun fyrir gripahús. Þegar ársvelta er komin í 51 milljón eða meira segist nærri helmingur hafa gert slíka áætlun, eða 46 prósent. Þátttakendur í könnuninni voru síðan beðnir um að lýsa ástandi nokkurra mikilvægra þátta í eldvörn- um úti- og gripahúsa. Þegar spurt var um viðvörunarkerfi sögðu 62,1 pró- sent ástand viðvörunarkerfa frekar eða mjög slæmt. Aðeins 3,3 prósent kváðu það mjög gott og önnur 8,7 prósent frekar gott. Hér virðist ársvelta í rekstri einnig hafa mikil áhrif því þeir sem hafa mesta ársveltu voru líklegri til að segja ástand viðvörunarkerfa mjög gott eða frekar gott. Slökkvibúnaði og brunahólfun áfátt Ástandið er skárra þegar litið er til slökkvibúnaðar en þó segja 47,6 pró- sent það frekar eða mjög slæmt. Á hinn bóginn segja 22,9 prósent það frekar gott eða mjög gott. Þeir sem hafa mesta veltu skora hér einnig hærra en aðrir. Í þeim hópi segja 47 prósent ástand slökkvibúnaðar gott eða ríflega helmingi fleiri en að meðaltali. Aðeins 27 prósent þeirra segja ástandið slæmt. Vegna fjarlægðar að næstu slökkvistöð og lengri útkallstíma slökkviliða vegna eldsvoða í dreifbýli er afar mikil- vægt að hafa góðan slökkvibúnað í útihúsum. Sé litið til ástands brunahólf- unar segir um fimmtungur að það sé frekar eða mjög gott en nærri helmingur, 47,7 prósent, segir það frekar eða mjög slæmt. Áberandi er að ástand brunahólfunar virðist vera mun verra á Vesturlandi/Vestfjörðum og á Austurlandi en í öðrum lands- hlutum. Brunahólfun getur ráðið miklu í baráttu slökkviliða við útbreiðslu elds og því mikilvægt að hún sé í lagi. Rafmagnið í lagi Loks var spurt um ástand rafmagns í útihúsum, en rafmagn er ein algengasta orsök eldsvoða hér á landi. Þá bregður svo við að 27,6 prósent telja ástand rafmagns mjög gott og önnur 50,4 prósent segja það frekar gott, eða samtals 78 prósent. Aðeins 5,2 prósent segja ástand rafmagns í útihúsum frekar slæmt og aðeins örfáir svara að það sé mjög slæmt. Eldvarnabandalagið Eldvarnabandalagið er sam­ starfs vettvangur um auknar eldvarnir. Aðild að því eiga: Eignarhaldsfélagið Bruna- bótafélag Íslands, Félag slökkviliðsstjóra, Húsnæð- is- og mannvirkjastofnun, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Slysavarnafélagið Lands- björg, Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins, TM hf., VÍS hf. og Vörður tryggingar hf. www. eldvarnabandalagid.is Mjög gott; 4,3% Frekar gott; 16,5% Hvorki né; 31,5% Frekar slæmt; 21,5% Mjög slæmt; 26,2% Ástand brunahólfa í útihúsum Heimild: Gallup Graf / Bændablaðið HKr. Mjög gott; 27,6% Frekar gott; 50,4% Hvorki né; 15,9% Frekar slæmt; 5,2%Mjög slæmt; 0,9% Ástand rafmagns í útihúsum Heimild: Gallup Graf / Bændablaðið HKr. Mjög gott; 3,4% Frekar gott; 19,4% Hvorki né; 29,5% Frekar slæmt; 24,7% Mjög slæmt; 22,9% Ástand slökkvibúnaðar í útihúsum Heimild: Gallup Graf / Bændablaðið HKr. Mjög gott; 3,3% Frekar gott; 8,7% Hvorki né; 25,8%Frekar slæmt; 19,5% Mjög slæmt; 42,6% Ástand viðvörunarkerfa í útihúsum Heimild: Gallup Graf / Bændablaðið HKr. Um könnun Gallup Gallup gerði könnunina í apríl síðastliðnum. Úrtakið var 1.522 manns af meðlimaskrá Bændasamtakanna. Þátt töku- hlutfall var mjög gott eða 45,7 prósent og bárust 696 svör. Svörin voru greind eftir eftirfarandi breytum: • Staðsetning eftir landshlutum • Ársvelta • Fjöldi á heimili • Tegund búskapar Auk spurninga um eldvarnir á heimili var spurt um ástand eldvarna í útihúsum, aðgang að slökkvivatni, fjarlægð að næstu slökkvistöð og fleira. Áfram verður fjallað um niðurstöður könnunar Gallup í næsta tölublaði Bændablaðsins. Sundlaugin í Selárgljúfrum í Selárdal 70 ára: Framkvæmdin er dæmi um dug, metnað og samstöðu Einherja Liðin voru 70 ár frá vígslu sund- laugarinnar í Selárgljúfrum í Selárdal í ágúst mánuði síðast- liðnum. Einherji í Vopnafirði hafði sundlaugarbygginguna með höndum og tóku allar deildir íþróttafélagsins þátt í verkefn- inu. Fyrstu hugmyndir um byggingu sundlaugar á Vopnafirði komu upp árið 1936 samkvæmt elstu fundargerðum en ýmislegt var í veginum fyrir því að hafist væri handa. Að lokum var byrjað á framkvæmdum vorið 1947 og var unnið að byggingu laugarinnar og sundlaugarskála næstu sumur. Laugin var svo vígð með pomp og prakt í ágúst árið 1950. „Þessi framkvæmd er dæmi um dug, metnað og samstöðu Einherja en sundlaugin var eign félagsins þar til sveitarfélagið tók að sér rekstur hennar“, segir á vef Einherja þar sem greint var frá sögu Sundlaugarinnar í Selárgljúfrum. Á þessum tíma var sundlaugin eina heita laug Austurlands og strax talinn einn fallegasti baðstaður landsins. „Laugin er Vopnfirðingum kær og geta þeir verið stoltir af forfeðrum sínum er lögðu mikið á sig til að geta tryggt ungum sem öldnum öruggan baðstað.“ /MÞÞ Sundlaugin í Selárgljúfrum í Selárdal er Vopnfirðingum kær. Í sumar voru liðin 70 ár frá vígslu laugarinnar sem á sínum tíma var eina heita laug Austurlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.