Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 7 LÍF&STARF A llt til dagsins í dag hefur mikið verið á sig lagt til að ná fé af fjalli á haustin. Nú standa víða yfir fjárleitir og þar eftir réttarrag. Margt hefur verið ort um smalamennskur gegnum árin. Þó að eftirfarandi kveðskapur verði aldrei talinn til tímamótakveðskapar, þá er öllum hollt að heyra og sjá hugleysu á blaði. Kvæðið er eftir Guðmund Árnason dúllara og ort í Herkastalanum í Reykjavík 24.10.1908: Ég upp alinn er við það einatt smala þegar í stað, hjörð að ala, þekkti ég það þá og bala slá með hrað. Fénaður mikill þótti þá, þrjú nær hundruð sauðir, þurfti í húsið þeim að ná, þeir voru annars dauðir. Elskaði friðinn ætíð þá og vel liðinn flestum hjá undan sló á allan hátt óskaði ró ég fengi og sátt. Unun mesta er að sjá, eiga hesta og fást við þá, heyja lest og fleira að fá og fást við hressta búskapsstjá. Mætur náungi upp mig ól og man til fyrst þar sá ég sól. Allt frá fjórða aldursári alveg þá laus frá öllu fári. Velmegun var þar góðra gæða, gat því jafnan mín horfið mæða. Kökur ei vandist við, var það að gömlum sið, en hafði ótal gæði í allra besta næði. Mjólk drakk ég mikla og góða, sem má ég vel um ljóða. Sex kýrnar sáust þar sannlega mjólkaðar. Einn og annar var slyngur osta- þar -tilbúningur. Skyrið var svo með sóma sannlega allt í blóma. Tvær gangnastemmur, glænýjar, sendi mér Ingólfur Ómar Ármannsson. Ekki verður þeim beint jafnað við kveðskapinn hér að ofan, allavega verður ekki klagað upp á bragfræðina hjá Ingólfi Ómari: Kemur saman leitarlið, lifnar yfir seggjum. Gangnamenn af gömlum sið glaðir súpa á dreggjum. Sungið var af miklum móð, margan gladdi segginn. Ærið kenndur oft ég stóð upp við réttarvegginn. Tölvubréf barst mér frá Philip Vogler á Egilsstöðum. Hann er ástríðufullur við vísnagerð og hefur lagt sig í fram­ króka við að læra vel bragfræðina. Philip tók á dögunum þátt í smalamennsku á Sandbrekkuafrétti í Hjaltastaðaþinghá. Það vakti honum sérstaka athygli, að einn fjáreiganda í göngunum taldi sig sjá full­ komlega fyrir hvernig ein hans áa myndi haga sér þegar hún skyldi til réttar rekin. Góðbændur grunar þannig rétt til um atferli og háttalag sinna áa. Þetta þótti Philip furðu sæta og færði það í ferskeytluform: Í skapgerð sinna skjáta að spá er skemmtun gagnleg bændum, helst því gruna hegðun má um haust sem er í vændum. Örugglega hefur áður birst á þessum blöðum vísa Þórarins Hjartarsonar frá Tjörn í Svarfaðardal. Hún lýsir meistara­ lega erfiðleikum í göngum: Ósigur er aumt að játa eftir þung og gengin spor. Farðu í rassgat rolluskjáta og reyndu að drepast svo úr hor. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 258MÆLT AF MUNNI FRAM Konurnar hjálpuðust að við að rúlla reflinum upp eftir að formlegum saumaskap var lokið. Nú er þess beðið að refilinn verður settur upp í einhverju góðu sýningarhúsnæði á Hvolsvelli. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson Njálurefillinn á Hvolsvelli tilbúinn: Ríkisstjórnin veitti 25 milljónum króna í refilinn Ríkisstjórnin samþykkti á dögunum að veita Rangárþingi eystra 25 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til að koma Njálu reflinum á Hvolsvelli í varanlegt sýn- ingarhúsnæði. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við að hanna og koma upp sýningu á reflinum nemi um 50 milljónum króna. Nokkrar hressar konur á Hvolsvelli komu saman í síðustu viku og tóku síðustu saum­ sporin í refilinn. Eftir það var honum rúllað upp og hann látinn bíða þar til hann verð­ ur settur upp í varanlegt sýningarrými á Hvolsvelli. Það voru þær Christina M. Bengtsson og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir sem hófu verk­ efnið fyrir sjö árum og sjö mánuðum. Mun betur gekk að sauma refilinn en þær reiknuðu með því þær höfðu gefið sér tíu ár í verkefnið. Refillinn er saumaður með völdu íslensku ullargarni sem er sérstaklega jurtalitað fyrir verkefnið, refilsaumur er forn útsaumur sem stundaður var á víkingaöld. Saumaskapurinn hefur verið að mestu framkvæmdur af íbúum í sveitarfélaginu en auk þeirra hafa um 2.000 manns saumað í refilinn með leiðsögn. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, teiknari, listamaður og bókmenntafræðingur, er hönnuður Njálurefilsins. /MHH Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri færði konunum blómvönd frá sveitarfélaginu þegar síðustu saumsporin voru tekin í refilinn. Hér eru þær frá vinstri, Christina, Lilja, Kristín Ragna og Gunnhildur. Úr Tungnaréttum í Biskupstungum í Bláskógabyggð 12. september síðastliðinn. Þessir flottu krakkar stilltu sér upp á réttarvegginn við dilkinn frá Hjarðarlandi en þetta eru allt barnabörn þeirra Kolbrúnar Óskar Sæmundsdóttur og Egils Jónassonar, en Kolbrún Ósk prjónaði allar lopapeysurnar úr ull af kindunum frá Hjarðarlandi. Ullinn var spunnin hjá Huldu Brynjólfsdóttur í Uppspuna í Ásahreppi. Nöfn og aldur barnanna eru frá vinstri, Ísak Máni Ólafsson (9 mánaða), Kolbrún Agla Alvinsdóttir (1,5 árs), Egill Nói Ólafsson (5 ára), Ástrós Birta Samúelsdóttir (6 ára), Karitas Elín Alvinsdóttir (8 ára), Sebastian Smári Samúelsson (9 ára), Helga Rún Ólafsdóttir (10 ára) og Þórunn Ósk Alvinsdóttir (11 ára). – Sjá fleiri myndir úr Tungnaréttum á bls. 39. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.