Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 202030 LÍF&STARF Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur í ráðherratíð sinni lagt áherslu á friðlýsingu svæða um allt land og ráðist í sérstakt átak í þessum efnum. Á grundvelli stjórn- arsáttmála ríkis stjórnarinnar er markmiðið að ná sem mest- um árangri í að friðlýsa svæði í verndarflokki rammaáætlunar og svæði á eldri náttúruverndaráætl- unum. Einnig er unnið að stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og að því að beita friðlýsingum sem stjórn- tæki á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi ferðamanna. Friðlýsing svæða getur falið í sér ýmis tækifæri fyrir dreifðar byggðir. Friðlýsingar og friðanir geta verið mismunandi og með ólíkum áherslum eftir aðstæðum og tækifærum á hverju svæði, svo sem fjárhagslegum og samfélagslegum tækifærum í jaðarbyggðum. „Það er mikill misskilningur þegar því er haldið fram að það að friðlýsa sé að reisa girðingu í kringum eitthvert svæði og að allt sé lokað sem er friðlýst. Þetta er fyrst og fremst tæki til að stýra landnotkun og til að vernda sérkenni náttúrunnar. Þetta er síðan mismunandi milli svæða og tekið er mið af nýtingu hvers og eins þeirra,“ útskýrir Guðmundur Ingi. Lágmarka áníðslu náttúrunnar Með friðlýsingum er almennt stuðlað að því að lífríki fái að þróast á eigin forsendum, að jarðmyndunum sé ekki raskað og náttúrufegurð haldist ósnortin. Friðlýst svæði hafa oft mikið aðdráttarafl og eru í mörgum tilfellum helstu áfangastaðir ferðamanna á Íslandi. Markmið friðlýsinga er að stuðla að markmiðum laga um náttúruvernd. „Þetta eru mismunandi flokkar sem um ræðir og tekið er mið af á hverjum stað fyrir sig. Við getum til dæmis talað um að vernda svæði vegna fuglalífs eða votlendis þar sem kolefni er bundið í jarðvegi. Þá, í til- felli fuglalífs, þarf að setja reglur á því svæði um umgengni á varptíma og fleira til að ná fram ákjósanlegri verndun. Þegar kemur að friðlýsingu votlendissvæða eru aðrir þættir sem taka þarf inn eins og kolefnisforði í jarðvegi, stýring vatns og fjöl- breytni fugla- og plöntulífs,“ segir Guðmundur Ingi og bætir við: „Síðan höfum við jarðminjar eins og Eldborg í Hnappadal, sem er gígur er rís upp úr umhverfinu í ótrúlega flottu landformi. Þetta svæði er við- kvæmt fyrir ágangi og þarfnast því utanumhalds eins og friðlýsing veitir. Sjálfur gekk ég nýlega upp á Eldborg og sá þá afrakstur þeirrar vinnu sem unnin er á friðlýstum svæðum. Þar er búið að leggja virkilega flotta göngu- stíga sem falla vel inn í landslagið og umhverfið en það er einmitt einn þáttur í þessari vinnu að halda fólki á einum stað, það er, á göngustígunum þannig að ekki verði áníðsla á náttúr- unni í kring.“ Um milljarður árlega í uppbyggingu innviða Í ráðherratíð Sigrúnar Magnúsdóttur voru innviðalögin samþykkt á Alþingi árið 2016 en markmið þeirra er að móta og samræma stefnu um upp- byggingu, rekstur og viðhald innviða í þágu náttúruverndar. Einnig til verndar menningarsögulegum minjum vegna álags af völdum ferðamennsku og útivistar með stefnu markandi lands- áætlun til tólf ára. „Með lögunum var stigið mikil- vægt skref í því lagaumhverfi um það hvernig tekið væri á friðlýstum svæð- um. Í minni tíð, fyrir tveimur árum, var síðan samþykkt framkvæmdaáætlun um uppbyggingu á friðlýstum svæðum á grundvelli laganna. Jafnframt sáum við árleg fjárframlög fara upp í um einn milljarð króna sem hefur nýst til að takast á við uppsafnaðan vanda. Ferðamönnum hefur fjölgað hraðar hér undanfarin ár en náttúran hefur getað tekið við. Það er mikilvægt að við getum tekið sómasamlega á móti ferðamönnum án þess að inngripin séu of mikil og þannig að aðdráttaraflið skerðist ekki,“ útskýrir Guðmundur og segir jafnframt: „Sem dæmi um slík svæði sem unnið hefur verið á eru til dæmis Snæfellsjökulsþjóðgarður, Þingvellir, Dettifoss og Gullfoss. Það er mis- munandi hvaða stofnanir sjá um hver svæði og nú er lagafrumvarp sem ég er með í smíðum að sameina allar stofnanir undir einn hatt. Hver og ein stofnun ber ábyrgð á fram- kvæmdum á þeim svæðum sem þær heyra undir. Í samstarfi við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköp- unarráðherra, ákváðum við að setja fjármagn í að móta sameiginlega sýn og aðferðafræði við innviðaupp- byggingu þannig að hún fari sem best í landslaginu. Það er ekki nóg að frið- lýsa heldur þarf að huga að umsjón svæðanna, stýra umferðinni og bæta innviðina þar sem þarf þannig að það henti aðstæðum.“ Mikilvægi landvarða um allt land „Eitt af því sem ég hef lagt áherslu á og fengið aukafjárframlög til er að auka landvörslu. Það tel ég vera gríðarlega mikilvægan þátt í þessu samhengi. Til þessa höfum við fengið hálfan milljarð aukalega til að auka vægi landvarða og fjölga þeim. Landverðirnir eru til staðar um allt land til að taka á móti fólki, segja frá og fræða gesti um það af hverju þessi svæði eru svona merki- leg. Þannig erum við komin með heilsársstarfsmann á Vesturlandi og Austurlandi sem ekki var. Í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, á Kirkjubæjarklaustri og í Jökulsárgljúfrum hefur heilsársfólki einnig verið bætt við. Þar að auki starfa nú um 10 manns allt árið um kring í Vatnajökulsþjóðgarði bara á suðursvæði einu (Skaftafell, Höfn og Jökulsárlón). Það skiptir miklu máli að vera komin með sérfræðinga heim í hérað og í landshlutana því þá verður allt mun auðveldara að skipuleggja hvað eigi að gera. Einnig hefur landvarsla á veturna aukist, eins og í Friðlandinu að Fjallabaki og í Landmannalaugum þar sem landvörð- urinn hefur aðsetur í Hrauneyjum. Ég bind miklar vonir við aukna land- vörslu um allt land og tel ég þetta geta aukið jákvæða upplifun til muna á hverju svæði fyrir sig.“ Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra leggur áherslu á friðlýsingu svæða um allt land: Friðlýsa fegurð og náttúru landsins Búrfellsgjá varð til í miklu eldgosi fyrir um átta þúsund árum í litlum eldgíg, sem nefnist Búrfell. Hún var friðlýst nú í sumar, en af því tilefni bauð ráðherra til göngu í Búrfellsgjá. Mynd / Golli Goðafoss er með vatnsmestu fossum landsins. Hann var friðlýstur sem náttúruvætti í sumar og verður með frið- lýsingunni komið á skipulegri umsjón á svæðinu með landvörslu, fræðslu og eftirliti. Mynd / Auðunn Níelsson Tilraunaverkefnið Landbúnaður og náttúra LOGN 2020 er unnið af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Það er beint framhald af verkefninu „Landbúnaður og náttúruvernd“ og verður byggt á þekkingu og reynslu fenginni frá árinu 2019. Þar er á ferð ný nálgun við náttúruvernd þar sem bændur eru fengnir í lið til að stíga fram, taka frumkvæði og sinna náttúruverndarverkefnum út frá eigin forsendum. Oftast er þetta lítil breyting á daglegum störfum og jafnvel engin, en þeir gera meira meðvitað og gera það sýnilegt. Bændur eru hvattir til að huga að náttúruvernd við dagleg bústörf eða jafnvel taka fyrir svæði á jörðum sínum sem búa yfir einhverri sérstöðu og viðhalda eða endurheimta þau náttúrueinkenni sem þar eru með friðun eða sjálfbærri nýtingu. Þetta geta verið mismunandi verkefni og eiga að endurspegla og vera í takt við sérkenni svæðisins, þetta getur til dæmis verið endurheimt vistkerfa, vernd fuglasvæða, bæði alfriðun eða verndun tengd sjálfbærri nýtingu. Einnig er markmið verkefnisins að kanna hvort þær leiðir sem verða valdar og vinna í verkefnum skili sér í aukinni þekkingu og viðhorfsbreytingum þátttakenda gagnvart náttúruvernd,“ segir Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðgjafi á rekstrar- og umhverfissviði hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. „Fókussvæðið er að þessu sinni á Mýrar í Borgarbyggð og sunnanvert Snæfellsnes og þar erum við að vinna með sex þátttökubú og eru verkefnin fjölbreytt, þar má nefna friðlýsingu hluta jarðar sem fuglasvæði, gerð markvissrar umhverfisstefnu og áætlunar, beitarstýringu í birkiskógi og miðlun fróðleiks. Í haust stefnum við síðan á að vera með fund þar sem við förum yfir örnefni á þátttökubúum og skráum inn í örnefnagrunn, en nöfn gefa fyrirbærum og svæðum oftast meira gildi.“ Samþætta landbúnað og náttúruvernd Kerlingarfjöll voru friðlýst nú í ágúst. Þau eru meðal helstu náttúruperla landsins og hafa að geyma afar fjölbreytta náttúru og er svæðið vinsælt til útivistar. Mynd / Hugi Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.