Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 202038 Heimildarmenn fortíðar hafa haft á orði að Ísland hafi verið viði vaxið við landnám, eða fyrir 1000 árum síðan. Birki var þá svo að segja alls ráðandi en inn á milli fundust lauftegundirnar reyniviður, gulvíðir og blæösp ásamt eini, sem var þá víst eini fulltrúi barrtrjátegunda. Nokkru fyrr, eða 20 milljónum árum áður (tertíertímabilið), var hér hlýtt, svipað og gerist við miðbaug í dag. Lofthjúpurinn var þá ríkur af gróðurhúsalofttegundum. Fátt var um mennska tvífætlinga til að skrásetja söguna um þær mundir, en spendýr voru þó löngu tekin við af risaeðlum. Ísland var paradís á norðurhveli jarðar. Hér uxu fágætar plöntur. Á þeim tíma voru þær eflaust algengar og mögulega voru einhverjar ágengar. Stórvaxin tré á borð við mammúttré (Sequoiadendron) sem nútímamaðurinn skilgreinir að eigi heimkynni sín á vesturhluta Norður-Ameríku, þó að hún sé vissulega íslensk að uppruna ... svona í víðum skilningi. Einnig uxu hér lauftré eins og beyki, hlynur og eik en þannig tegundir eru ríkjandi í laufskógabelti Evrópu í dag. Þá uxu hér líka suðrænir einkímblöðungar eins og pálmatré, svo hugmyndir með pálmarækt í höfuðborg Íslands eru kannski ekki svo fráleitar, það þarf bara að vera á réttum tíma. Á stöku stað á elstu hlutum Íslands, í austri og vestri, hafa fundist áhugaverðir steingervingar sem sanna tilurð stórfenglegra skóga á Íslandi. Surtarbrandsgil við Brjánslæk er líklegast þekktasti fundarstaðurinn enda aðgengi að honum auðvelt, rétt klukkustundargangur frá þjóðbraut. Opnuð hefur verið sýning á B r j á n s l æ k með stein gervingum af svæðinu. Surtarbrandsgil er í umsjón Umhverfis stofu og er aðgengi að svæðinu óheimill nema í fylgd landvarðar. Af þessum frágengu (útdauðu) surtarbrands dæmum má glöggt sjá hvert ætti að stefna í skógrækt á Íslandi. Ef loftslag jarðar er að breytast til fyrra horfs, þ.e.a.s. tertíar, er þá ekki upplagt að horfa aðeins fram á við? /Hlynur Gauti Sigurðsson LANDSSAMTÖK SKÓGAREIGENDA Í Surtarbrandsgili hafa fundist merkilegir stein- gervingar af trjáberki, laufum og fræjum. Á sýn- ingunni á Brjánslæk má meðal annars finna þessa steingerðu laufbreiðu af fágætum tegundum. Surtarbrandsgil í forgrunni og bæj- arstæðið á kirkjujörðinni Brjánslæk við sjávarsíðuna í bakgrunni. Vörslufé að störfum við Surtarbrandsgil í sumar. Steingerður trjábörkur úr Surtarbrandgili. Frágengnar tegundir – Hvað er „íslenskt“? LÍF&STARF Katrín María Elínborgardóttir og dóttir hennar, María Bachadóttir, sýndu blaðamanni stoltar uppskeru dúkkukartaflna sem María hafði ræktað. Borgarbýli í Reykjavík gefur ríkulega uppskeru Laugardaginn 5. september var haldin útihátíð ræktenda við Selja­ garð í Seljahverfi í Breiðholti en þar er almenningsrekið borgarbýli í Reykjavík, einnar sinnar tegund­ ar á höfuðborgarsvæðinu. Þar geta hverfisbúar tekið þátt í ræktun og leigt til langtíma bæði útireit og reit í gróðurhúsi. Garður inn, sem stofn­ aður var árið 2014, býður fólki upp á að rækta sitt eigið grænmeti og ávexti á lífrænan og sjálfbæran hátt. Garðurinn var stofnaður af sjálf- boðaliðum og hverfisbúum í Seljahverfi og Breiðholti og hefur aðsókn í hann vaxið ár frá ári. Markmiðið með garð- in um er að hann geti staðið undir sér sjálfur fjárhagslega án styrkja og samstarfs og draumur hópsins sem að honum stendur er að borgarbýli verði að finna í öllum hverfum borgarinnar áður en langt um líður. „Þetta er alveg frábær möguleiki sem við höfum hérna og búið að vera margt fólk í dag á útihátíðinni. Það sem er best við þetta er að maður er hér inni í borginni en það er alveg eins og maður sé uppi í sveit. Hér er allt sem við þurfum til að rækta það sem við viljum og síðan kynnist maður mörgu skemmtilegu fólki á svæðinu sem hefur sama áhugamál,“ segir Katrín María Elínborgardóttir. /ehg Áslaug Kristinsdóttir, Katrín María Elínborgardóttir og Alalis Balasquaz, frá Venesúela, voru í óðaönn að klára kartöfluuppskeru ársins þegar blaðamann Bændablaðsins bar að garði í Seljagarði í Breiðholti á dögunum. Myndir / ehg Borgarbýlið Seljagarður er rekið af hverfisbúum þar sem hægt er að leigja til langtíma bæði útireit og reit inni í gróðurhúsi, sjá nánar á seljagardur.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.