Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 202050 Allir kúabændur vita að tímabilið í kringum burð er mikill áhættu- tími fyrir kýr þegar þær skipta úr því að vera í síðari hluta geld- stöðu og yfir í fyrsta hluta mjólk- urframleiðslunnar og þetta er ansi krefjandi tímabil fyrir kýrn- ar. Á þessu tímabili geta komið upp margskonar kvillar eins og doði, súrdoði, fastar hildir, júg- urbólga og önnur vandamál. Því hærri sem nyt kýrinnar er, því meiri verður áskorunin og þar sem sjúkdómarnir eru margir samtengdir geta í raun margir kvillar hrjáð kýrnar á sama tíma. Þetta áhættusama tímabil er erlendis þekkt sem „transition“ tímabilið hjá kúm en hingað til hefur ekki verið til sérstakt íslenskt orð yfir þetta tímabil en eftir smá könnun í spjallhópi kúabænda á netinu kusu flestir með því að not­ ast við orðið „aðlöngunartímabil“ og verður það því notað hér í þessari grein. Þegar kýrin gengur í gegnum þessa aðlögun er ýmislegt sem bændur geta gert til þess að draga úr hættunni á því að hún lendi í framangreindum áföllum. Aðlögunartímabilið Aðlögunartímabilið var hér áður fyrr skilgreint venjulega sem síð­ ustu þrjár vikurnar fyrir burð og fyrstu þrjár vikurnar eftir burð en eftir áratuga reynslu, rannsóknir og aukna þekkingu á lífeðlisfræði kúa er þetta tímabil venjulega skilgreint í dag sem síðustu 60 dagarnir fyrir burð og fyrstu 30 dagarnir eftir burð eða alls 90 dagar sem teljast þá vera aðlögunartími fyrir hverja kú. Af hverju? Verulegar lífeðlisfræðilegar breyt­ ingar eiga sér stað þegar kýrin fer úr því að vera í geldstöðu og yfir í mjólkurframleiðslu og á aðlögunar­ tímabilinu eykst verulega næringar­ þörf hennar bæði til þess að geta sinnt hröðum vexti fóstursins síð­ ustu vikurnar sem og bæði brodd­ mjólkur­ og mjólkurframleiðslunni. Aðal breytingin verður þó við burðinn og fyrstu tvo dagana eftir burð en þá er oftast miðað við að orkuþörfin aukist tvöfalt á við þörfina í geldstöðunni. Þessari skyndilegu og miklu aukningu á næringarefnaþörf nær kýrin ekki að svara með því einfaldlega að éta meira og því lendir hún í neikvæðu orkujafnvægi. Hvernig kýrin með­ höndlar það álag sem þessu fylgir hefur áhrif á framleiðslu hennar, heilsu, getu til að festa fang á ný og almennt getu hennar til þess að vera áfram í hjörðinni enda gerist það oft að vandamál tengd aðlögunar­ tímabilinu leiða til ótímabærrar slátrunar. Að skilja vandamálið Það er mikilvægt að skilja hvað er að gerast í kúnni og hvernig best er að sinna bústjórninni á þessu tímabili, til að tryggja bestu mögulegu frammistöðu kúnna og að forðast efnaskipta­ og smitsjúk­ dóma. Til að laga sig að neikvæða orkujafnvæginu strax eftir burð og til þess að veita nauðsynlegri orku til mjólkurframleiðslunnar um­ breytir kýrin töluvert miklu magni af líkamsvef sínum, aðallega fitu og aðeins af próteini einnig, sem endurspeglast í tapi á holdum. Lítið er hægt að gera fyrstu vikurnar eftir burð til að koma í veg fyrir þetta tap á holdum en aðal stjórntækin sem bændur hafa yfir að ráða til að tryggja kúm að komast sem best í gegnum aðlögunartímabilið er einmitt rétt holdastig og fóðrun kúa fyrir burð. Efnaskiptatruflanir Efnaskiptatruflanir koma fram þegar kýrin getur ekki aðlagast öllum þessum lífeðlisfræðilegum breytingum. Sjúkdómar tengdir efnaskiptum eru flóknir og oft samtengdir og tilkoma eins getur aukið hættuna á öðrum og einnig gert kúna viðkvæmari fyrir smit­ sjúkdómum. Algengustu efna­ skiptatruflanir sem eiga sér stað á aðlögunartímabilinu eru: • Doði, bæði dulinn og sýnilegur • Graskrampi (fjóskrampi) • Súrdoði og fitulifur • Stálmi • Fastar hildir • Legbólga • Léleg frjósemi og mjólkur­ framleiðsla Eins og áður sagði eru öll efna­ skiptaferli flókin og tengd og þó að áður hafi verið tilhneiging til að skoða efnaskiptatruflanir sem einangruð vandamál þá er það yf­ irleitt ekki gert í dag. Sú staðreind endurspeglar þörfina fyrir árangurs­ ríka stjórnun efnaskiptanna þar sem truflun í einu efnaskiptaferli mun óhjákvæmilega hafa áhrif á skil­ virkni annarra efnaskipta. Sem afleiðing af auknum skiln­ ingi á þeim ferlum sem lúta að efnaskiptum líkamans hefur í raun hugtakið aðlögunarfóðrun orðið til og þróast frá því að einblína aðallega á það að koma í veg fyrir doða yfir í samþætta aðferð við fóðrun kúa þar sem reynt er að hámarka: • Vambarvirkni • Efnaskipti kalks, m.a. úr bein­ um • Efnaskipti orku • Efnaskipti próteins • Ónæmisstarfsemi Ef meðferð kýrinnar beinist í grundvallaratriðum einangrað að einu af þessum framantöldum at­ riðum er það klárlega til bóta. En með því að hafa víðari sýn og skiln­ ing á hinum flóknu ferlum sem taka þátt í aðlöguninni, frá því að vera í geldstöðu og yfir í að framleiða mjólk, verður árangurinn meiri og betri. Halda orkujafnvæginu Meginmarkmið góðrar bústjórnar á aðlögunartímabilinu er að minnka þann tíma sem kýr er í neikvæðu orkujafnvægi, en hvernig á að ná þessu? Það eru ýmis ráð til en hér á eftir fara 9 atriði sem er mikilvægt að hafa í huga varðandi bústjórn­ ina svo aðlögnunartímabilið verði kúnum sem best: 1. Stjórnun steinefna/ jónajafnvægis í geldstöðu Það er nauðsynlegt að stjórna því hve mikið af steinefnum kýr í geld­ stöðu fá og í hvaða hlutföllum. Þegar þetta er gert er sérstaklega horft til hleðslustigs efnanna en sum þeirra eru katjónir þ.e. með já­ kvæða hleðslu eins og kalí, natríum, kalk og magnesíum. Önnur eru anjónir og eru með neikvæða hleðslu eins og t.d. klór, bennisteinn og fosfór. Síðustu vikurnar fyrir burð, sérstaklega síð­ ustu 2­3 vikurnar, þarf að tryggja það að fóðrið innihaldi sem minnst af katjónum en katjónir í fóðri kúa stuðla að hærra sýrustigi blóðsins og valda þar með t.d. hættu á bæði duldum og sýnilegum doða. Fóðrið ætti því að innihalda lítið af kalí og natríum og þá má hæglega bæta það með anjónískum fæðubótarefnum eins og t.d. klór­ íði eða bætiefnum sem innihalda brennistein. Ennfremur er mikil­ vægt að gefa kúnum einsleitt fóður, af réttri stubblengd og rakastigi svo kýrnar geti síður valið úr fóðrinu. Til þess að fylgjast með árangrinum er einfaldast að mæla sýrustig þvagsins hjá kúnum. 2. Stjórna orkuinntöku kúnna bæði í fyrri hluta og undir lok geldstöðunnar Að tryggja kúnum viðeigandi orku í fyrri hluta geldstöðunnar, 60­21 dögum fyrir burð, og undir lok geldstöðunnar, síðustu þrjár vikurnar fyrir burð, er afar mikil­ vægt og nákvæmni er nauðsynleg Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Afskorin blóm sem prýða heim- ili eru af ýmsum toga og ólíkum uppruna. Sum gera kröfur um mikinn hita og raka, önnur geta vaxið við mun svalari aðstæður. Hér á landi eru afskorin blóm ræktuð í gróðurhúsum og njóta þess að framleiðandi getur stýrt vaxtarskilyrðum eftir þörfum tegundanna. Ein þessara tegunda er köll­ uð Sóllilja og á ættir að rekja til S­Ameríku, nánar tiltekið frá Chile vestan Andesfjalla og hún finnst einnig í Brasilíu. Þetta er óvenjuleg planta á margan hátt. Kjörlendi tegunda af þessari ætt­ kvísl er mjög mismunandi, sumar þrífast í fenjaskógum hitabeltisins og frumskógum en aðrar vaxa í eyðimörkum, þéttum skógum, þurru graslendi, deigl endi eða í fjalllendi. Sú tegund sem mest hefur verið notuð til ræktunar á uppruna sinn í Chile. Kynbætur og ræktun Blóm sóllilju eru sérkennileg og falleg. Þau standa mörg saman efst á háum blómstilk, stór og trekt­ laga, dröfnótt og litrík. Sóllilja hefur verið kynbætt talsvert til að ná fram enn sterkari lit en sést almennt í náttúrunni og við kyn­ bætur hefur líka tekist að fá aukinn fjölda lita, sterkari blómstilka og langan endingartíma eftir skurð. Hægt er að fjölga sóllilju með sáningu en í gróðrarstöðvum er henni ýmist fjölgað með skipt­ ingu róta eða með svokallaðri vefjaræktun, sem stunduð er í sérhæfðum ræktunarstöðvum og er ekki á allra færi. Á þann hátt er hægt að framleiða mikinn fjölda plantna á stuttum tíma, sem allar hafa nákvæmlega sömu eiginleika hvað varðar vöxt, blómlit og aðra eiginleika. Bæði rætur og stönglar vaxa út frá brumum í jarðstöngli, sem vex neðanjarðar. Plönturnar safna næringarforða í sérstök forðahnýði sem vaxa niður af jarð stönglinum. Talsverður hluti vaxtarins á sér því stað undir jarð­ vegsyfirborðinu en frá jarðstöngl­ inum vaxa síðan upp greinar sem bera bæði blöð og blóm. Ræktunin fer fram í gróður­ húsum, í beðum sem haldið er vel rökum. Sóllilja þrífst best við fremur svalar aðstæður og þurfa húsin því ekki mikla upphitun. Tegundin er fjölær og getur staðið árum saman í beði ef hún fær rétta umhirðu. Það krefst þess meðal annars að jarðvegur sé vel undir­ búinn svo hann haldist loftríkur og stöðugur allan líftíma plantnanna. Meindýrum er haldið niðri með lífrænum vörnum. Blómmyndun með óvenjulegum hætti Jarðstöngullinn nemur hita/ kuldaáreiti. Lágur jarðvegshiti örvar myndun blómbruma en hár jarðvegshiti hvetur hins vegar til myndunar greina sem ekki mynda blóm og ekki er sóst eftir í ræktuninni. Því er það verkefni ræktandans að halda jarðvegshitanum lágum, jafnvel undir 15°C. Lofthiti þarf líka að vera hóflegur. Til að hámarka blómgæði og uppskerumagn getur reynst erfiðleikum háð að halda hitanum nægilega lágum að vori og sumri og má því búast við minni uppskeru af fallegum blómstilkum yfir hásumarið. Þegar kemur fram í lok september eykst bæði uppskeran og gæði hennar. Nú er því að renna upp blómatími sóllilj unnar í íslensku gróðurhúsunum. Með öflugri vaxtarlýsingu ná framleiðendur að bjóða sóllilju í miklum gæðum allan veturinn og í raun og veru eru þær uppskornar allt árið. Óvenju endingargóð í vasa og skreytingum Blóm sóllilju eru meðal þeirra sem endast hvað lengst eftir skurð. Þau eru bæði notuð í háa og lága blómvendi og henta ljómandi vel í margs konar blómaskreytingar. Ingólfur Guðnason Námsbrautarstjóri garð- yrkjuframleiðslu Garðyrkjuskóla LbhÍ Reykjum, Ölfusi. GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Þegar maður á lífsblóm Blóm sóllilju eru sérkennileg og falleg. Þau standa mörg saman efst á háum blómstilk, stór og trektlaga, dröfnótt og litrík. 90 daga aðlögunartímabilið Síðari hluti geldstöðunnarFyrsti hluti geldstöðunnar Upphaf mjaltaskeiðs Fyrsti hluti mjaltaskeiðs 30-60 -21 0 Holdastigun, sem er aðferð til að meta magn fitu- og orkuforða kúa, er grundvöllur þess að ná góðum árangri með kýr á aðlögunartímabilinu. Margar holdastigunaraðferðir eru til í heiminum, en algengast er að horft sé til holdsöfn- unar á þverþornum, neðanverðum rifbeinum, mjaðmahnútu, halarót og setbeinum. Aðlögunartímabil kúa Sóllilja hefur verið kynbætt talsvert til að ná fram enn sterkari lit en sést almennt í náttúrunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.