Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 202034 Á síðasta ári birtist grein í Bændablaðinu um eitt sérkenni­ legasta safn sem hægt er að fara á í Malmö í Svíþjóð þar sem yfir 80 tegundum af versta eða ógeðslegasta mat sem til er í heiminum er gert hátt undir höfði. Þar er til dæmis hægt að sjá þykka drykki (smoothie) sem innihalda froska frá Perú, maðkaost frá Sardiníu og hinn illa lyktandi ávöxt Durian frá Taílandi. Nú hafa forsvarsmenn safnsins bætt við sýningu um ógeðslegasta alkóhól í heiminum þar sem meðal annars bjórinn Hvalur frá Steðja brugghúsi kemur við sögu. Á sýningunni er undar legustu og áhugaverðustu áfengis drykkjum stillt fram sem óhætt er að segja að krefjist áskorunar að drekka. Uppruni drykkjanna er ólíkur, eða allt frá heimabruggi, sem á sér yfir þúsund ára sögu, til tilraunaverk- efna, sem svæðisbundin brugghús hafa gert tilraunir með. Á sýn- ingunni má meðal annars sjá eitrað brennivín frá tímum Sovétríkjanna sem getur valdið ýmsum heilsutrufl- unum, jafnvel dauða, bjór sem er 55% að styrkleika og framleiddur í flösku sem er settur inn í upp- stoppaðan íkorna, suður-kóreskt vín með saur í ásamt íslenska Hvala- bjórnum sem framleiddur er með súrum hvalseistum. Suður-kóreska saurvínið hefur 9% styrkleika og kallast Ttongsul. Saur úr börnum á aldrinum 4–7 ára er safnað saman og blandað í vatn sem síðan er gerjað yfir nóttu. Út í þessa blöndu er síðan bætt við soðnum hrísgrjónum og geri og látið gerjast í að minnsta kosti sjö daga í leirpotti. Ef það gerjast ekki nóg er hættulegt að drekka það en þegar það er fullkomlega þroskað trúa menn því að það lækni verki, skrámur, bólgur og jafnvel flogaveiki. Drykkurinn er gulbrúnn á litinn og lítur út eins og sambland af fráveituslími og ælu. Bragðið er örlítið súrt og svipar til hrísgrjónavíns. Af Ttongsul er mild lykt af saur. Frá Bretlandi og Danmörku er á sýningunni nýr gindrykkur sem hefur sítrusbragð sem kemur úr maurasýru. Ginið er búið til með því að 62 rauðviðarmaurar eru settir í etanól sem síðar er eimað til að búa til mauragrunn. Út í þetta er síðan bætt brenninetlum, Wood Avens-rót og fræjum til að framleiða gin. Með því að nota maura í ginið vilja framleiðendur þess opna augu fólks fyrir þeim möguleika að nota skordýr til að bæta bragð og almennt í matargerð. /ehg Austurvegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is LANDBÚNAÐARDEILD AFLVÉLA Ný seNdiNg væNtaNleg NC haugsugur, haugtaNkar, kastdreifarar, skrúfur og dælur hægt að bæta við pöntun! UTAN ÚR HEIMI Disgusting Food Museum í Malmö í Svíþjóð: Ógeðslegasta áfengi heims samankomið á einum stað Hér má sjá yfirlit yfir þær áfengistegundir sem eru á sýningu Disgusting Food Museum í Malmö í Svíþjóð en þar má finna samansafn af ógeðslegustu vín- og bjórtegundum heimsins. Sannarlega óvenjuleg flaska utan um áfengi en innihaldið er bjór sem er 55% að styrkleika og tappað á flöskur sem er settur inn í uppstoppaðan íkorna. Poppkornslíkjör frá Spáni sem er 17% að styrkleika er kynntur með mjúku og smjörkenndu bragði, alveg eins og þegar þú hallar þér aftur í bíósal með poppkorn í hendi. Bannað er að halaklippa grísi innan ESB: Einungis Finnland og Svíþjóð fylgja eftir banni Lönd Evrópusambandsins fylgja lítt eftir banni við hala­ klippingum á grísum og eru það einungis Finnland og Svíþjóð sem fylgja banninu eftir. Upplýsingar um þetta urðu opinberar eftir að þingmaður Evrópu sambandsins, Fredrick Federly, óskaði eftir því að fram- kvæmdastjórnin gerði opinbert hvernig aðildarlönd sambandsins innleiða reglugerðir um velferð grísa. Í ljós kom að einungis Svíþjóð og Finnland fylgdu reglu- gerðunum eftir. Federly var í áfalli þegar hann fékk svarið og óskar nú eftir að sambandið taki harðar á málum. „Bannið hefur verið í gildi í Evrópusambandinu í yfir 17 ár en samt sem áður stunda menn þetta enn án afleiðinga. Það er ekki nóg að senda áminningu í tölvupósti eins og framkvæmdastjórnin gerir,“ sagði Federly. Árið 2018 var fullyrt að á Spáni, í Danmörku og Þýskalandi hafi 95% grísa verið halaklipptar í löndunum. Framkvæmdastjórnin ver sig með því að aukin krafa um dýravelferð verði gerð í stefnumótuninni Farm to Fork, sem verður tilbúin í lok árs 2023. /ehg - Bondelaget Halaklippingar á grísum hafa verið harðlega gagnrýndar m.a. vegna þess að þær séu sársaukafullar fyrir dýrin. Bændur hafa hins vegar bent á að ef það er ekki gert þá sé hætta á að dýrin nagi halann hvert á öðru sem valdi bæði sársauka og alvarlegum sýkingum sem kalli á stóraukna notkun sýklalyfja. Kína: Dregur úr loftmengun Nýjar rannsóknir benda til að dregið hafi úr loftmengun í Kína á síðustu árum og að dauðsföll af hennar völdum hafi dregist saman. Mest loftmengun í dag mælist í borgum á Indlandi. Áætluð dauðsföll af völdum loftmengunar í Kína eru sögð færri en þau voru árið 1990 en þau náðu hámarki árið 2013. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun inni má rekja færri dauðsföll til markvissra aðgerða stjórnvalda til að draga úr mengun frá umferð og iðnaði í 74 borgum víðs vegar um landið. Þrátt fyrir góðan árangur er talið að rúmlega 1,2 milljónir Kínverja deyi á ári vegna slæmra loftgæða. /VH Bandaríkin: Afföll í hamp- og kannabisrækt Eldar, skordýr, sveppasýking og kuldi er meðal þess sem hamp­ og kannabisræktendur í Bandaríkjum Norður­Ameríku hafa mátt glíma við á þessu ári. Áföll í ræktuninni hafa orðið þess valdandi að víða hefur uppskeran eyðilagst áður en hún komst í hús. Í Kaliforníu og Oregon-ríki hafa stórir akrar af kannabis orðið eldi að bráð og valdið miklu fjárhagstjóni fyrir bændur í ríkjunum. Einn talsmaður bænda sem rækta kannabis og iðnaðarhamp sagði í viðtali að hampur væri eins og hver önnur ræktunarplantna og að ræktun hans fylgdu sömu vandamál Ekki er nóg með að eldurinn brenni akrana heldur skemmir aska einnig afurðirnar og reykurinn af eldunum hefur áhrif á bragðgæði kannabisins. Bændur í Oregon og Montana- ríkjum hafa einnig átt í baráttu við plágu af engisprettum sem herjar á akra þeirra og er talið að hamp- og kannabisuppskera í ríkjunum tveimur muni dragast saman um 25% af völdum plágunnar. Í Colorado snúast vandræði bændanna um snemmkomin haustfrost og jafnvel snjókomu. Ekki er þar með öll sagan sögð því í Louisiana- ríki lagðist sveppasýking á blöð og rætur plantnanna og drap allt milli 20 til 50% þeirra og í Arkansas ollu rigningar og flóð talsverðum skaða á hamp- og kannabisökrum. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.