Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 56
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 202056 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Ábúendurnir á Dunki keyptu af ótengdum aðila á síðasta ári. Tóku við búi fyrsta vetrardag, 26. október 2019. Þeir bjuggu áður í Grundarfirði. Býli: Dunkur. Staðsett í sveit: Hörðudalur í Dalabyggð. Ábúendur: Kári Gunnarsson og Berghildur Pálmadóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við, börnin okkar þrjú, Martin, 17 ára, Ísey, 8 ára og Snær, 8 mánaða. Svo eru það hundarnir tveir, Pollý og Skotti, og kettirnir Reynir og Láki. Stærð jarðar? Rúmlega 1700 ha. Gerð bús? Fjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 600 ær og fjórir hestar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er svakalega árstíðabundið. Haustin fara í fjárrag og smala­ mennnskur en dagarnir eru einnig notaðir í að klára að gera fjárhúsin tilbúin fyrir veturinn ásamt því að við erum að græja rými fyrir um 200 fjár í hlöðunni og erum að taka hesthúsin í gegn. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburðurinn og smalamennskurnar eru skemmtilegar. Leiðinlegast er hins vegar að keyra skít úr skítakjallaranum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Fleiri ær, fleiri hestar, kannski nokkrar hænur og geitur. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Aukin áhersla á hreinar afurðir. Það eru svo eflaust ýmis tækifæri sem mætti skoða frekar. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mysingur, ostur og mjólk. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Föstudagspitsan er alltaf vinsæl og svo tortillapönnukökur með hakki og grænmeti. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Allt þetta fyrsta ár hefur verið lærdómsríkt og margt er minnisstætt, til dæmis úr sauð­ burðinum. Svo var það í sumar þegar Kári keyrði utan í hlöðuhurðina, braut afturrúðu á bíl með fjórhjóli og keyrði yfir símann sinn, allt í sömu vikunni. Ferskt íslenskt grænmeti og salat Nú stendur uppskerutími sem hæst og grænmeti flæðir í búðir. Þeir sem eru með matjurtagarð keppast við að elda og borða upp- skeru haustsins sem er bragð góð skemmtun. Rauðrófusalat með geitaosti Hráefni › 1 stk. íslensk rauðrófa skorin þunnt › 1 msk. balsamic edik › 2 msk. ólífuolía › 1 msk. ferskt kóríander › salt og pipar › Geitaostur eða annar góður ostur eftir smekk Fyrir fjóra Litríkt rauðrófa er ferskt og góð með öllum grillmat, má einnig nota hvaða annað grænmeti sem mann langar ef eitthvað í uppskriftinni er ekki til. Aðferð Má ekki vera einfaldara, allt græn­ metið er skorið þunnt eða skorið í litla bita og smakkað til með olíunni, balsamic og kryddunum. Toppað með geitaost eða bragðgóðum íslenskum osti eins og Tindi. Avókadó og tómatar Þetta er eins og suður­amerískt tómat­ moxarella og er hægt setja fersk krydd eins og kóriander í stað basil sem er notað á Ítalíu. Hráefni › 300 g þroskaðir tómatar › 1 ferskt avókadó eða lárpera › 1/2 tsk. hvítlauksmauk › 1 msk. kóríander ferskt › 1/2 safi úr 1/2 lime › 3 msk. ólífuolía › salt og pipar Fyrir fjóra Þetta ferska og einfalda salat eða forréttur er alveg hægt að leika sér með og ef maður á ekki eitthvað eitt hráefni þá er bara að nota hugmyndaflugið. Það er frábært með hvaða mat sem er eða sem morgunverður með steiktu eggi. Aðferð Allt hráefnið skorið í svipaða stærð og blandað vel saman. Hrátt og ferskt salat með framandi litríku grænmeti Hráefni › 1 stk. blómkálshaus skorinn í sneiðar langsum (hægt að fá sum staðar í nýjum litum) › 1 stk. rauð paprika skorin gróft niður › 1 stk. eggaldin skorið gróft niður › 2 stk. rauðlaukur skorinn gríft niður › 1 dl ólífuolía › 1/2 dl balsamic › 50 g ólífumauk › 1/2 búnt basil ferskt › salt › 1 stk. grilluð sítróna Þetta grænmeti stendur alltaf fyrir sínu, bæði hér og við Miðjarðarhafið. Aðferð Byrjið á að grilla eða steikja á pönnu allt grænmeti þar til létt eldað. Á að vera hálfhrátt. Kryddið með ögn af ólífuolíu, balsamic, basil og einni teskeið af salti í um fimm mínútur. Sigtið frá vökvann. Eggjakaka með nýju grænmeti Hráefni › 100 g sætar eða venjulegar kartöflur (skrældar, skornar í bita) › 2 msk. blaðlaukur (saxaður) › 2 msk. rauð paprika (skorin í fína strimla) › 1 stk. hvítlauksrif (fínt saxað) › 1/2 tsk. cumminduft (ath. – ekki sama og kúmen) › 1 msk. kóríander, gróft saxaður › salt og pipar › 6 egg Fyrir 4–6 Sætar kartöflur eru ekki aðeins hollar heldur líka skemmtileg tilbreyting við þessar venjulegu. Þær má líka krydda skemmtilega eins og hér er gert. Aðferð Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru orðnar mjúkar (ca 15 mín., fer þó eftir stærð) og skrælið. Þá er panna hituð vel og kartöflurnar steiktar í smá ólífuolíu þar til þær taka smá lit. Þá er restin af grænmetinu og cummin­duftinu bætt út í og kryddað með salti og pipar. Bætið við gróft söxuðum ferskum kóríander alveg í lokin. Setjið í pönnu og hellið eggi yfir, bakið í ofni þar til eggið er stíft. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Dunkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.