Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 202048 MENNING&LISTIR Senn kemur vor – ný plata Magnúsar bónda á Stóru-Ásgeirsá: Íslensk náttúra í lykilhlutverki Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru-Ásgeirsá í Vestur-Húnavatnssýslu, gaf nýlega út á Spotify tíu laga hugljúfan disk sem ber heitið „Senn kemur vor“. Er þetta önnur plata Magnúsar, en hin hét Legg af stað og kom út 2014. Magnús samdi sjálfur öll lögin á plötunni og á þar þrjá texta. Hann býr með um 100 sauðfjár, um 50 hross og nokkrar geitur og rekur ferðaþjónustu og, hestaleigu á bænum Stóru-Ásgeirsá. Auk þess heldur hann úti pöbb sem kallaður er Mjólkurhúsið þar sem hann tekur gjarnan lagið fyrir gesti. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að platan komi bæði út á CD-diski og sem vínylplata. Ætlunin hafi líka verið að fylgja plötunni eftir með hljómsveit og tón- leikahaldi en Magnús sagði nokkra óvissu um hvernig því yrði háttað vegna COVID-19. Hugsanlega fari hann bara sjálfur með gítar um landið að kynna plötuna. Bjartsýnin vex með vorinu Í titillaginu á plötunni Senn kemur vor er fjallað um bjartsýnina sem vex með vorinu ár hvert samhliða gróðrinum. Þar eru bændur í stóru hlutverki við að yrkja jörðina. Sunnanblærinn fjallar um sumarkyrrðina og sólsetur í sunnanblænum. Þriðja lagið, Annar heimur, er í talsvert hraðari takti þar sem forynjur og tröll fá sinn sess. Í draumi barns er síðan haldið áfram á hugljúfum nótum þar sem sólin sendir geisla ljóma alveg út á fjörð. Í fimmta laginu, sem heitir Hamingja, er Magnús kominn út í dynjandi takfast stuðlag. Hann segir að það hafi eiginlega verið samið með Landsmót hestamanna í huga sem fram átti að fara í sumar en ekkert varð af vegna COVID- 19. Þar er sungið um sambandið milli manns og hests og hefði án efa hitt beint í mark á slíku móti. Í því er mikil brýning um að hugsa fram á veginn með bros á vör þrátt fyrir brekkur og mótlæti. Sjötta lagið heitir Ásdís þar sem ósvikinn reggae-taktur fær svo að njóta sín. Magnús segir að þótt lagið sé tileinkað góðri vinkonu hans sem heiti Ásdís þá eigi textinn í raun við ljúft reiðhross, sem hann segir einstaka meri sem beri líka nafnið Ásdís. Fólk átti sig á því þegar það hlustar vel á textann. Sjötta lagið heitir Gæfan og fjallar um landið ljúfa og kæra. Síðan heldur Magnús áfram í áttunda laginu sem heitir Sú Sól, sem er ástaróður en textinn er eftir Sigmund Sólmundarson sem Magnús hrósar á hvert reipi fyrir lagni við textasmíði. Glíman við náttúruöflin Lagið Stormur er númer níu og hefur af öðrum ólöstuðum vakið einna mesta athygli af lögum plötunnar. Það er tileinkað íslenska hestinum og samskiptum hesta og manna. Þar lýsir Magnús Ásgeir þeim raunum sem hann lenti í í óveðri sem brast á norðanlands í desember 2019, þar sem fjölda hrossa fennti á kaf og drápust. Reyndi hann að bjarga hrossum sínum með því að grafa þau úr fönn í vonskuveðri með skóflu, en þurfti samt að horfa þar á eftir sex ferfættum vinum sínum tapa fyrir náttúruöflunum. Sorgin var ólýsanleg og skín sú tilfinning vel í gegn í þessu lagi og mjög lýsandi texta. Magnús sagðist ekki óska neinum að lenda í slíkum hremmingum en ljósið í myrkrinu hafi verið að honum auðnaðist að bjarga 20 til 30 hrossum í skjól úr veðrinu. Textinn í laginu Stormur er eftir Einar Georg Einarsson, föður Ásgeirs Trausta. Annars á Magnús sjálfur þrjá texta á plötunni en þar að auki eiga Sigurður Sólmundarson (bróðir Sóla Hólm skemmtikrafts) og Hrafnhildur Ýr, sveitungi Magnúsar, hvort sinn textann. Tíunda lagið á diskinum heitir Storm og er ensk útgáfa af laginu Stormur, en enski textinn er eftir Hrafnhildi Ýri. Platan var tekin upp í Stúdíó Paradís í Reykjavík. Meðal undir- leikara má nefna bassaleikarann Jóhann Ásmundsson, Sigurgeir Sigmundsson, sem leikur á gítar, Ásmund Jóhannsson á trommur og Kristin Rúnar Víglundsson, bónda á Dæli, sem hefur hjálpað Magnúsi, vini sínum, í bakröddum. /HKr. Í laginu Stormur fjallar Magnús um þær raunir sem hann og fleiri bændur lentu í þegar ofsaveður skall á norðanlands með mikilli snjókomu í desember 2019. Magnús við upptöku r á nýju plötunni í Stúdíó Paradís. Magnús spilar í Mjólkurhúsinu á Stór-Ásgeirsá. Þann 6. ágúst síðastliðinn varð banaslys á Austurlandi, nánar til- tekið í Svínadal við Reyðarfjörð. Þar valt sexhjól með þeim afleiðingum að ökumaðurinn lést. Þetta hörmulega slys vekur upp hugleiðingar um öryggismál þessara tækja, sem eru ýmist á fjórum eða sex hjólum og eru nánast á hverju heimili til sveita og fjölmörg í þéttbýli. Mörg þessara hjóla, sér í lagi sexhjólin, eru það þung að ef menn skorðast undir þeim eftir veltu er það aðeins tilviljun háð hvort menn nái að losa sig úr þeirri klemmu. Ég veit dæmi þess að menn hafi lent í þessum aðstæðum og aðeins sloppið við illan leik úr þeim hremmingum. Þá kemur til hugar, þegar sá sem þetta skrifar var á barns- og unglingsaldri á árabilinu 1950–1960 þegar fyrstu dráttarvélarnar fóru að koma til almennra nota í sveitir, þá án öryggisgrindar, að heyra og lesa fréttir um banaslys sem urðu þegar menn lentu undir dráttarvél sem valt. Átakanlegast var þegar börn og unglingar áttu í hlut. Þetta varð til þess að löggjafinn greip inn í og setti lög á allar nýjar dráttarvélar, að þær skyldu seldar með öryggisgrind og slíkur búnaður yrði settur á eldri vélar sem væru í notkun. Nú er ef til vill ekki raunhæft að svo stöddu að löggjafinn stígi inn í og lögfesti sértækan öryggisbúnað á fjór- og sexhjól vegna þess að flóran af þessum tækjum er svo ólík innbyrðis, hvort sem er að afli, stærð eða þyngd. Til dæmis getur verið þrefaldur þyngdarmunur á léttu fjórhjóli og sexhjóli, sem geta vegið um og yfir hálft tonn. Hvað er þá til ráða? Helst kemur upp í hugann að tryggingafélög geti veitt öryggis- átaki hvatningu, með því að gefa afslátt á iðgjöldum þeirra tækja sem hafa veltigrindur eða boga. Myndirnar sem fylgja þessari grein eru af Polaris sexhjóli, árgerð 1995. Þetta hjól var keypt nýtt til skógræktarverkefnisins Héraðsskóga, og strax í upphafi voru veltigrindurnar sem mynd- irnar sýna settar á hjólið. Þessar grindur voru hannaðar og smíð- aðar á verkstæði á Egilsstöðum og eru afar góð útfærsla, ekki aðeins fyrir þær sakir að hjólið valt nær aldrei lengra en á hliðina sökum hæðar pallgrindarinnar, heldur í þeim tilvikum sem svo bar undir átti ökumaður tæplega á hættu að kastast af hnakkinum og verða undir grindunum, eins og gjarnt er þegar þær eru búnar þverbogum (veltibúri). Helstu verkefni sem þessu hjóli voru fólgin voru uppsetning og viðhald á skógræktargirðingum og var það notað í sama tilgangi eftir að greinarhöfundur festi á því kaup, oftar en ekki með þungfermi í þýfðu, bröttu og almennt krefjandi landslagi. Stöku sinnum á meðan þjónustu þessa hjóls stóð urðu á því veltu- óhöpp en aldrei slys á ökumanni eða farþega, utan eins tilviks, þegar ökumaður missti hjólið á ferð vegna hálku með þeim afleiðing- um að það endastakkst. Beið öku- maðurinn ekki varanlegan skaða af því slysi og alls óljóst hvernig hefði farið hefði veltigrindanna ekki notið við. Frá 1995 hefur hönnun sexhjóla farið mikið fram, fjöðrunarbúnaður þeirra hefur verið stórbættur sem hefur gefið framleiðendum tilefni til að setja í tækin enn aflmeiri vélar, og afleiðing af því sú að öku- menn geta ferðast enn hraðar yfir þeim mun torfærari slóðir. Þessi blanda býður hættunni heim og af því tilefni vill greinarhöfundur koma þessum skilaboðum áleiðis: eftir hverju erum við að bíða – er ekki komið nóg? Guðmundur Ármannssson Vaði í Skriðdal LESENDABÁS Eftir hverju erum við að bíða – er ekki komið nóg? Polaris sexhjóli, árgerð 1995. Þetta hjól var keypt nýtt til skógræktarverkefn- isins Héraðsskóga, og strax í upphafi voru veltigrindurnar sem myndirnar sýna settar á hjólið. Guðmundur Ármannsson. Það getur verið þrefaldur þyngdar- munur á léttu fjórhjóli og sexhjóli, sem geta vegið um og yfir hálft tonn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.