Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 47 Söfnunarstaður Flutningsaðili Sími Ullarpokar fást hjá Sími Mosfellsbær Ístex hf. Völuteig 6 566-6300 Ístex hf. Völuteig 6 566-6300 Borgarnes Magnús Kristjánsson 832-1557 KB. Búrekstrardeild 430-5500 Snæfellsnes Velverk. Ystu Görðum 894-7257 Ragnar og Ásgeir Grundarfirði 430-8100 Búðardalur Biggi Upp ehf 691-4995 KM þjónustan Búðardal 434-1611 Saurbær Biggi Upp ehf 691-4995 KM þjónustan Búðardal 434-1611 Króksfjarðarnes Biggi Upp ehf 691-4995 KM þjónustan Búðardal 434-1611 Barðaströnd Biggi Upp ehf 691-4995 Barði Sveinsson Innri-Múla 456-2019 Þingeyri Biggi Upp ehf 691-4995 Hákon S. Unnsteinsson Ketilseyri 849-8364 Flateyri Biggi Upp ehf 691-4995 Hákon S. Unnsteinsson Ketilseyri 849-8364 Ísafjarðardjúp Biggi Upp ehf 691-4995 Hákon S. Unnsteinsson Ketilseyri 849-8364 Hólmavík Strandafrakt 892-4646 Strandafrakt 892-4646 Bitrufjörður Strandafrakt 892-4646 Strandafrakt 892-4646 Borðeyri Strandafrakt 892-4646 Kaupfélag V-Hún, pakkhús 455-2325 Hvammstangi Ullarþvottastöð 483-4290 Kaupfélag V-Hún, pakkhús 455-2325 Blönduós Ullarþvottastöð 483-4290 Lífland Blönduósi 540-1155 Sauðárkrókur Ullarþvottastöð 483-4290 Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Eyri 455-4610 Akureyri Rúnar Jóhannsson 847-6616 Bústólpi Oddeyrargötu 460-3350 Húsavík Rúnar Jóhannsson 847-6616 Bústólpi-Húsavík. Trausti 458-8980 Mývatn Rúnar Jóhannsson 847-6616 Bústólpi-Húsavík. Trausti 458-8980 Kópasker Vökvaþjónusta Eyþórs 893-1277 Vökvaþjónusta Eyþórs, Kópaskeri 893-1277 Þórshöfn Vökvaþjónusta Eyþórs 893-1277 Vökvaþjónusta Eyþórs, Kópaskeri 893-1277 Vopnafjörður Vökvaþjónusta Eyþórs 893-1277 Vökvaþjónusta Eyþórs, Kópaskeri 893-1277 Egilsstaðir Sverrir Þór Sverrisson 865-0240 Landstólpi 480-5610 Höfn Biggi Upp ehf 691-4995 KASK Höfn Hornafirði 470-8222 Kirkjubæjarklaustur Biggi Upp ehf 691-4995 N1 - Kirkjubæjarklaustri 487-4628 Vík Biggi Upp ehf 691-4995 Ragnar S. Þorsteinsson 864-9628 Hvolsvöllur Þórður Jónsson 893-2932 Þórður Jónsson 893-2932 Flúðir Biggi Upp ehf 691-4995 Fóðurblandan Selfossi 570-9840 Selfoss Biggi Upp ehf 691-4995 Fóðurblandan Selfossi 570-9840 Móttökustaðir fyrir ull og afhending umbúða 2020/21 Vinsamlega gætið að því að hafa aðeins 20-25 kg í hverjum ullarpoka! www.istex.is og www.ullarmat.is Á FAGLEGUM NÓTUM Staða í ullarmálum vegna COVID-19 Það hefur skapast mjög skrýtin og snúin staða í ullarmálum vegna COVID-19. Mörg ullarvinnslu- fyrirtæki hafa víða um heim verið lokuð síðan í lok mars eða hafa verið að vinna á litlum afköstum. Ullarbirgðir hafa því safnast saman um allan heim og algjört verðhrun hefur orðið á ull. Norilia, sem safnar saman og vinnur norska ull, setti alla ullarflokka í 0 kr. Sá hluti íslenskrar ullar sem nýtist ekki beint í vinnslu Ístex hefur verið fluttur út. Hér er aðallega um að ræða annan flokk (H2), þriðja flokk (H3), mislitan annan flokk (M2), heilsársull og snoð. Þessi ull er að mestu notuð í gólfteppaband. Þetta er iðnaðargeiri sem hefur átt mjög erfitt á COVID-19 tímum. Það er því ljóst að erfið staða er komin upp með þann hluta íslenskrar ullar sem hefur farið í útflutning. Þá hefur jafnframt dregist saman sala á ullariðnaðarbandi sem notað er í framleiðslu á ullarflíkum fyrir ferðamenn. Eitthvað sem fer vonandi aftur í gang þegar ferðafólk kemur aftur til Íslands. Það er því ljóst að Ístex verður að lækka verulega verð í þessum útflutningsflokkum af ull. Í vinnslu á Lopa vantar lambsull og sauðaliti, það verð mun því haldast óbreytt frá fyrra ári. Þá eru ákveðin tækifæri í svartri vetrarull og mislitri lambsull. Flutningar á ull Stefnt er að því að sækja ull til bænda eins og vant er. Ístex mun þó þurfa að draga úr kostnaði við þvott. Það mun þýða minnkuð afköst sem gæti þýtt að á ákveðnum tímapunktum í vetur þurfi að dreifa álaginu og seinka móttöku. Aðstæður eru mismunandi hjá bændum. Því biðjum við þá sem eiga betra með þetta en aðrir að hafa samband við Ístex. Þá erum við sér- lega þakklátir þeim sem búa innan 100 km frá Þvottastöð Ístex og geta komið með ull í lok október/byrjun nóvember, þannig að hægt sé að ná nægu magni til að byrja þvott fyrr. Það er mikilvægt að bændur skrái ullina sína strax inn á Bændatorg strax eftir rúning. Þannig skilast greiðslur hraðar til bænda og auð- veldara er að skipuleggja ullarsöfn- un. Allar frekari upplýsingar má finna á Ullarmat.is. Prjónarar og sængur til hjálpar Staða Ístex er þó sérstök þar sem fé- lagið hefur mismunandi tekjulindir. Eftirspurn í Lopa handprjónaband hefur það sem af er ári verið með ólíkindum bæði hérlendis og er- lendis. Prjónarar hafa verið afar duglegir við prjónaskap. Bulla mætti með það að Lopi sé líklega ferskari en lambakjöt kominn til neytanda. Nú eru báðar kembivélar félagsins á fullu í handprjónabandvinnslu og hafa kvöldvaktir verið settar á við dokkun og pökkun til að hafa við eftirspurn. Ístex hefur þróað sérþvegna ull sem hentar vel í sængur, kodda og ýmiss konar fatnað. Félagið hefur sjálft byrjað að selja sængur, yfir- dýnur og kodda með þessari ull á Lopidraumur.is. Jafnframt hefur slík sérmeðhöndluð ull verið í próf- unum hjá erlendum og innlendum hönnuðum og framleiðendum. Það er skemmtilegt að geta sagt frá því að um 30 tonn voru seld beint til erlendra sængurframleiðenda í ágústlok. Þeim, sem eru áhugasöm um þessa ull og sængur, er velkom- ið að koma í heimsókn til Ístex og skoða. Þá verða nokkur af þessum efnum til sýnis á Hönnunarsafni Íslands næstu vikurnar. Lokaorð Íslenska ullin er og verður áfram mikilvæg. Þá hefur Lopi verið eins konar hornstykki í því íslenska vöru- úrvali og hönnun sem ferðamönnum hefur staðið til boða. Jafnframt því að skapa mörgum atvinnu. Hins vegar hafa Íslendingar prjónað sig út úr erfiðari tímum en þessum. Nú skiptir samvinna og sköpun góðra hluta miklu máli. Sigurður Sævar Gunnarsson Framkvæmdastjóri Ístex Ullarverð 2021 - kr/kg Áætlun ANR (birt með fyrirvara) Flokkur Haustull H-Lamb 515 kr/kg 914 kr/kg 1.429 kr/kg H-1 Flokkur 370 kr/kg 823 kr/kg 1.193 kr/kg H-2 Flokkur 40 kr/kg 549 kr/kg 589 kr/kg H-3 Gróft Flokkur 20 kr/kg 549 kr/kg 569 kr/kg H-2 Lamb (lítið gölluð) 415 kr/kg 823 kr/kg 1.238 kr/kg M-Svart 370 kr/kg 731 kr/kg 1.101 kr/kg M-Grátt 370 kr/kg 731 kr/kg 1.101 kr/kg M-Mórautt 370 kr/kg 731 kr/kg 1.101 kr/kg M-2 Flokkur 0 kr/kg 183 kr/kg 183 kr/kg M-2 Lamb 370 kr/kg 275 kr/kg 645 kr/kg Vetrarull Heilsársull 20 kr/kg 549 kr/kg 569 kr/kg Snod 20 kr/kg 549 kr/kg 569 kr/kg M-Svart 60 kr/kg M-Grátt 60 kr/kg M-Mórautt 60 kr/kg M-2 Flokkur 0 kr/kg 183 kr/kg 183 kr/kg 2020 SamtalsVerð frá Ístex Sigurður Sævar Gunnarsson. Bænda 56-30-300 Akureyri · Sími 465 1332 www.buvis.is Vorum að fá vandaðar gripaflutningakerrur Bensínknúnir staurahamrar frá Petrol Post með Honda mótor Verð kr. 369.000.- án vsk. 16” dekk Heildar burðargeta 3.5 tonn Verð kr. 1.678.000.- án vsk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.