Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 202022 UTAN ÚR HEIMI RAFGEYMAR Græjurnar þurfa að komast í gang! Rafgeymar í allar gerðir farartækja Sendum um land allt Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • skorri.is Honda og GM veðja bæði á rafhlöðuknúna- og vetnisknúna rafbíla: GM og Honda í náið samstarf í bílasmíði í Norður-Ameríku – byggt á nýjum Ultium ofurrafhlöðum í rafbílum fyrirtækjanna Bílaframleiðendurinir Genaral Motors (GM) og Honda undir­ rituðu þann 3. september sl. samkomulag um vinnu sem miðar að því að stíga stórt skref til mynd­ unar öflugs bandalags þessara fyrirtækja á Norður­Ameríku­ markaði án þess að um fullan samruna verði að ræða. Samkomulagið miðar að samvinnu í bílasmíði um undirvagna og jafnvel vélbúnaði, bæði með hefðbundnum sprengihreyflum og fyrir orkumiðla sem leysi þá af hólmi. Áætlað er að fyrsti hluti í samstarfi GM-Honda verði á verkfræðisviðinu og hefjist snemma árs 2021, að því er fram kemur á vefsíðu cnet.com. Með þessu samstarfi hyggjast fyrirtækin ná fram miklum sparnaði í hönnun, þróun og smíði ökutækja sem og í sameiginlegum innkaupum. Þessu tengt hafa verið uppi vangaveltur um að japönsk yfirvöld eygðu möguleika á sameiningu Honda og Nissan. Forsvarsmenn fyrirtækjanna hafa neitað að tjá sig um hvort slíkt sé á döfinni. Samstarf GM og Honda ekki nýtt af nálinni Þótt mörgum hafi þótt samvinna GM og Honda fjarstæðukennd, þá hafa þessi fyrirtæki átt samstarf í bílaiðnaði í um tvo áratugi. Jókst það samstarf á árinu 2018 varðandi þróun á vetnisknúnum efnarafal sem fyrirtækin hafa verið að vinna að í sameiningu frá árinu 2013. Á árinu 2017 var kynntur til sögunnar af Honda „Clarity Fuel Cell“ efnarafall. Samanlagt lögðu fyrirtækin 85 milljónir dollara í verkefnið, en hefja átti fjöldaframleiðslu á þessum efnarafölum á yfirstandandi ári. Hafa fyrirtækin einnig verið í samstarfi við Bandaríkjaher um þróun á vetnisrafölum. Þá lagði Honda 750 milljón dollara árið 2018 í sjálfkeyrandi bílatækni GM sem byggir á tækni „Cruise Automation“ sem GM keypti árið 2016. Á 12 árum var áætlað að Honda legði tvo milljarða dollara í þetta verkefni. Samvinna byggð á nýrri rafhlöðutækni sem sögð er slá út tækni sem Tesla notar Fyrr á þessu ári gerðu fyrirtækin tvö með sér samkomulag um sameiginlega þróun á tveim nýjum Honda EV rafbílum sem byggðir eru á hugmyndum GM í samvinnu við bandarísk fyrirtæki um nýja Ultium rafhlöðutækni. Slíkar 800 volta rafhlöður er hægt að hlaða mjög hratt og hægt að hlaða raforku sem dugar í 160 km á einungis 10 mínútum. Eru slíkar rafhlöður sagðar mun ódýrari í framleiðslu og gefi GM mikið forskot á markaðnum, líka á Tesla. Rafhlöðurnar eru að grunni til hefðbundnar Lithium-ion rafhlöður þar sem lykilhráefnin eru nikkel og kóbalt. Í ultium rafhlöðunum er búið að draga inn efnablöndu í rafskautin sem inniheldur líka mangan, ál og fleiri efni og er þessi efnablanda nefnd NMCA. Þegar hefur verið gefið út að slíkar rafhlöður verði notaðar í litla almenningsvagna, öflugan GMC Hummer jeppa og Cadillac Lyriq. Er þessi tækni sögð koma til með að verða leiðandi á rafbílamarkaðnum. Þá er einnig rætt um að GM og Honda innleiði í bílana upplýsingakerfi sem nefnt er „OnStar infotainment system“. Með því að flytja sig yfir í raf- og vetnistæknina hyggst GM einfalda og straumlínulaga allt framleiðslukerfið. Í dag framleiðir fyrirtækið 555 mismunandi útgáfur drifkerfa með sprengihreyflum. Við umbreytingu yfir í rafbíla veða aðeins 19 mismunandi gerðir drifkerfa í bíla. Í þessu telja menn að felist gríðarlegur fjárhagslegur ávinningur. Fleiri bílarisar í samstarf Svipað samstarf er að eiga sér stað með Ford og Volkswagen. Þá er einnig öflugt og flókið samstarf Nissan, Renault og Mitsubishi. Eins hefur Toyota eignast hluti í bæði Mazda og Subaru. /HKr. Undirvagn í GM og væntanlega Honda líka er með Ultium rafhlöðum sem hægt er að hlaða mjög hratt og eiga að skila bílum lengra á hleðslunni en gengur og gerist. GM og Nikola í samstarf um pallbíla: Nota bæði Ultium ofurrafhlöður og vetnis-efnarafala frá GM Bandaríski bílafram­ leiðandinn GM er sagður hafa tekið stórt skref í byrjun septembermánaðar með samkomulagi um samvinnu við Honda og einnig að taka upp samvinnu við frumkvöðlafyr­ irtækið Nikola sem eitt sinn starfaði náið með Elon Musk og Tesla. Munu GM og Nikola vinna að því að koma hinum raf­ og vetnisknúna Badger pallbíl á markað. Badger bíllinn er í raun rafbíll sem fær sína orku líka frá vetnis-efnarafal sem byggður er á tækni GM, að því er fram kemur á vef- síðu CNET hjá CBS sams teypunni. Í raun er verið að tala um tvær týpur af Badger bílnum, þ.e. Class 7 og Class 8. Mun GM útvega efnarafala í bíla Nikola á öllum þeim mörk- uðum sem fyrirtækið hyggst selja sína bíla. Samkomulag GM við Nikola mun felast í því að Nikola kemur inn í GM með tvo milljarða dollara í hlutafé og fær í staðinn aðgengi að tæknilausnum GM. Líklegt er talið að nýi Badger pallbíll Nikola muni verða framleiddur í Detroit- Hamtramck verksmiðju GM þar sem endurfæddi GMC Hummer EV er líka smíðaður. Ráðgert er að hefja framleiðslu á Badger bílum Nikola í verksmiðjum GM á árinu 2022, en mögulega verður hann kynntur á sýningu Nikola 3. desember næstkomandi. Samkvæmt fullyrðingum Niokola á hann að skila 906 hestöflum. Bæð Hummerinn og Badger bíll- inn munu notast við nýju Ultium rafhlöður GM sem eiga að skila bílunum í það minnsta 650 km á einni hleðslu. Aðeins mun taka um 10 mínútur að ná upp hleðslu til 150 km aksturs. Fyrir utan rafgeymana verða bílarnir með efnarafala sem ganga fyrir vetni. Nikola hafði áður prófað slíka tvinnbíla sem skiluðu nærri 1.000 km akstri á einni raf- hleðslu (480 km) og einni tankfyll- ingu af vetni (520 km). Með nýju Ultium rafhlöðunum ætti drægnin að geta orðið töluvert meiri. /HKr. Nikola BADGER raf-vetnis-tvinnbíll sem fyrirhugað er að smíða í samstarfi við GM. Ef fullyrðingar ganga eftir á hann að skila 906 hestöflum. Nýr endurvakinn GMC Hummer EV rafbíll sem á að skila 1.000 hestafla orku í gegnum tvo mótora fyrir afturdrifið og einn fyrir framdrif. Nýr Cadillac Lyriq rafmagnsbíll sem væntanlegur er frá GM. Sjálfkeyrandi tilraunabíll frá GM sem Honda mun leggja gríðarlega fjármuni í að þróa frekar. Clarity Fuel Cell efnarafall frá Honda sem er byggður ofan á rafmótor. Lítið hefur verið gefið upp um hvernig vélbúnaður í rafdrifnum Hummer líti út en hér er allavega ein ágiskun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.