Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 45
Allir þekkja ævintýrið um nýju
fötin keisarans eftir H. C. Ander
sen. Þegar keisarinn gekk út á götu
í nýju fötunum hrópaði lýðurinn
hvað nýju fötin keisarans séu glæsi
leg og sitji vel. Enginn vildi láta á
því bera að hann sæi ekkert. En
lítið barn hrópaði upp yfir sig: „En
keisarinn er ekki í neinum fötum.“
Málið varðar Áhættumat erfða
blöndunar sem fyrst var gefið út af
Hafrannsóknastofnun árið 2017,
starfshópur um stefnumótun í fisk
eldi lagði til að notað væri sem
stjórnsýslutæki og Alþingi staðfesti
í lögum um fiskeldi árið 2019.
Lítil fagleg gagnrýni
Það eru margir í spori litla drengsins
en fáir þora að stíga fram og gera
athugasemdir. Undirritaður hefur
ákveðið að stíga fram þar sem honum
blöskrar vinnubrögðin í aðdraganda
og setningu laga um fiskeldi þar
sem m.a. áhættumat erfðablöndunar
var lögfest. Um vinnubrögðin
hefur verið fjallað í sjö greinum í
Morgunblaðinu. Í greinaflokki í
Bænda blaðinu hefur verið fjallað
um áhættumat erfðablöndunar og er
búið að birta átta greinar og er þetta
níunda og jafnframt síðasta greinin.
Áhættumat erfðablöndunar gengur út
á að tryggja fjárhagslega hagsmuni
laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu er
lendra aðila en hefur mjög takmarkað
ef nokkuð með umhverfisvernd að
gera. Af skiljanlegum ástæðum stíga
forustumenn laxeldisfyrirtækja ekki
fram með gagnrýni enda er það þeirra
hagur að áhættumati erfðablöndunar
verði viðhaldið.
Fjárhagslegur ávinningur
ræður för
Það er ljóst að kostnaður laxeld
isfyrirtækja vegna umhverfis mála
er minni hér á landi en t.d. Noregi
og er það óheppilegt. Uppbygging
greinarinnar hefur miðast við að
ná sem mestum fjárhagslegum
ávinningi til handa fyrirtækjum
í meirihlutaeigu erlendra aðila.
Stefnumótun greinarinnar byggist
á að tryggja sérhagsmuni fyrirtækja
í meirihlutaeigu erlendra aðila á
kostnað umhverfismála og minni
íslenskra fiskeldisfyrirtækja og
samfélaga eins og farið hefur verið
inn á í greinum í Morgunblaðinu.
Mikilvægt er að þegar horft er fram
á veginn að haft verði að leiðarljósi
að laxeldi í sjókvíum starfi í sem
mestri sátt við aðra hagsmunaaðila
og sitt nærsamfélag. Til að svo geti
orðið þarf mikla hugarfarsbreytingu
hjá þeim sem hafa leitt þróun fisk
eldis á Íslandi á síðustu árum.
Úttekt á áhættumatinu
Í umsögnum við fiskeldisfrum
varpið voru gerðar fjölmargar
athuga semdir við áhættumat erfða
blöndunar og varð það til þess að
sett var sérstakt ákvæði til bráða
brigða ,,… að rýna aðferðafræði sem
Hafrannsóknastofnun notar við mat á
burðarþoli og við gerð áhættumats“.
Þann 23. mars 2020 skipaði ráðherra
síðan nefnd sem skilaði af sér skýrslu
sem lögð var fram á Alþingi þann
25. ágúst. Þrír sérfræðingar skrifuðu
skýrsluna og komu með kurteislegar
en þó alvarlegar athugasemdir við
aðferðafræði áhættumats erfða
blöndunar sem í meginatriðum eru
í takt við þær athugasemdir sem
gerðar hafa verið í fyrri greinum.
Stuðst verður við niðurstöður og
ábendingar í skýrslu nefndarinnar
í öðrum greinum sem skrifaðar
verða og tengjast ekki endilega
beint áhættumati erfðablöndunar. Í
því sambandi fjalla um atriði sem
nefndin fékk ekki upplýsingar um
s.s. grunngögn um litlar viðkvæmar
veiðiár sem virðist eiga að fórna hér
á landi.
Breytingar á áhættumatinu
Eins og fram kemur í fyrri greinum
eru gerðar fjölmargar athugasemdir
við áhættumat erfðablöndunar enda
að óbreyttu ónothæft og getur
beinlínis verið skaðlegt íslenskum
laxastofnum. Endurskoðað áhættu
mat erfðablöndunar var kynnt þann
19. mars 2020 en þar kemur m.a.
eftirfarandi fram:
,,Með myndbandsupptökubún
aði sem verður staðsettur nálægt
árósum veiðiáa verður hægt að telja
fiska, leggja mat á fjölda lúsa og
greina hvort fiskur er af eldisupp
runa. Í sambandi við þann búnað
verði gerð viðbragðsáætlun vegna
stórra sleppinga úr sjókvíum, sem
er mikilvægt að sé til staðar svo
bregðast megi við ef mikið magn
eldislaxa sleppur. Lögum sam
kvæmt er það á forræði Fiskistofu
en mat á miklum neikvæðum
áhrifum slíkra sleppinga er á
hendi Hafrannsóknastofnunar. Þá
þarf að vera til búnaður til að skilja
frá strokulaxa í slíkum tilfellum,
eða aðrar aðferðir við að fjarlægja
strokulaxa úr ám.“ Hér er um að
ræða grundvallarbreytingu á þeirri
aðferðafærði sem lagt var upp með
í áhættumati erfðablöndunar. Í
fyrstu útgáfu áhættumatsins frá
2017, var lagt upp með að horfa á,
gera ekkert strax, fyrr en skaðinn
er skeður. Hafrannsóknastofnun á
eftir að skilgreina hvað er átt við
með stórum sleppingum þegar farið
verður í aðgerðir að fjarlægja eldis
lax úr veiðiám. Jafnframt á eftir að
koma fyrir búnaði við myndbands
upptökubúnaðinn til að hægt verði
að skilja frá eldislaxinn.
Úthlutun framleiðsluheimilda
Áhættumat erfðablöndunar er
notað til að úthluta framleiðslu
heimildum til eldis á frjóum laxi
og hefur nú verið úthlutað tvisvar
sinnum og spáð er í framhaldi út
hlutanna:
• Fyrsta úthlutun: Strax á árinu
2017 lagði Hafrannsókna
stofn un til 71.000 tonna eldi
á frjóum laxi og byggðu þeir
útreikningar að stórum hluta
á röngum forsendum í reikni
líkaninu, sem fyrst og fremst
byggist á því að gengið er út
frá of fáum veiðiám með laxa
lykt og of mikilli dreifingu á
eldislaxi í veiðiár.
• Önnur úthlutun: Mikill
þrýstingur hefur verið á að
auka framleiðsluheimildirn
ar. Það kemur síðan á óvart að
framleiðsluheimildir á frjóum
laxi eru auknar strax um vorið
2020 og áfram er stuðst við
rangar forsendur í reiknilíkani
áhættumats erfðablöndunar.
Framleiðsluheimildir voru
auknar upp í 106.500 tonn,
eða um 35.000 tonn.
• Þriðja úthlutun: Áfram verð
ur haldið með að þrýsta á að
auka framleiðsluheimildir og
þegar farin verður sú leið að
grípa strax til aðgerða við
stærri slysasleppingar skapast
svigrúm til að auka heimild
ir enn frekar, en að óbreyttu
verður áfram stuðst við rangar
forsendur í reiknilíkaninu.
• Fjórða úthlutun: Þegar komið
er að þeim tímapunkti að
norsku leiðinni verður fylgt,
þ.e.a.s. fjarlægja allan sjáan
legan eldislax úr veiðivatni
fyrir hrygningu, verður hægt
að auka framleiðsluheimild
ir mikið og þá jafnframt er
áhættu mat erfðablöndunar
búið að missa tilgang sinn.
Áhættumat erfðablöndunar
verður óþarft
Þegar að fjórðu úthlutun kemur
mun engin þörf vera á áhættumati
erfðablöndunar og niðurstaðan
sú að það var aðeins notað til að
úthluta framleiðsluheimildum til
laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu
erlendra aðila. Umhverfissóðunum
verður gert skylt að fjármagna
aðgerðir við tiltekt eftir um
hverfisslys og þannig norska
leiðin virkjuð. Laxeldisfyrirtæki í
meirihlutaeigu erlenda aðila fengu
framleiðsluheimildir ódýrt, enda
sömdu þeir leikreglurnar sjálfum
sér og sínum til fjárhagslegs ávinn
ings á kostnað nærsamfélagsins og
íslenskra fiskeldisfyrirtækja. Það
getur því vart talist ósanngjarnt
að laxeldisfyrirtæki í meirihluta
eigu erlendra aðila taki til eftir
sig og fjármagni tiltekt eftir um
hverfisslys eins og er almennt
viðhaft hér á landi.
Valdimar Ingi Gunnarsson
Höfundur er sjávarútvegs-
fræðingur og hefur m.a. unnið
við ýmis mál tengd fiskeldi í
rúm þrjátíu ár.
Austurvegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is
LANDBÚNAÐARDEILD AFLVÉLA
Valtra T234 D
Valtra N134 A
Valtra N114 EH5
Valtra N154 EA
Eigum nokkrar Valtra
dráttarVélar á tilboðsVErði!
FISKNYTJAR&NÁTTÚRA
Valdimar Ingi Gunnarsson
Áhættumat erfðablöndunar í nýju föt keisarans
Fóðurprammi við sjókvíar á Vestfjörðum.
Bænda
8. október