Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 63

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 63
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 63 Nýtt söguskilti um Holt, hús Öldu Halldórsdóttur, hefur verið afhjúpað í Hrísey. Markmiðið er að varðveita merkilega sögu hússins og eigandans. Alda heitin, sem oft var nefnd „amma Hríseyinga“, arfleiddi á sínum tíma Hríseyjarhrepp að Holti og öllu innbúi sínu. Það er nú eign Akureyrarbæjar og hefur Ferðamálafélag Hríseyjar haft umsjón með því í samstarfi við sveitarfélagið. Alda fæddist árið 1913 og er húsið fallegt og vel varðveitt safn um það hvernig fólk bjó á þessum tíma. Alda var mikil hannyrðakona og eru mörg verk eftir hana í húsinu. Markmiðið að gera söguna aðgengilegri Hollvinahópur um húsið átti frumkvæði að skiltagerðinni og óskaði í fyrra eftir samstarfi við Akureyrarstofu sem var vel tekið, auk þess sem hópurinn fékk myndar­ legan styrk frá Norðurorku vegna verkefnisins. Hugmyndin var að gera söguskilti með myndum og texta líkt og Akureyrarbær hefur látið gera og setja upp meðfram strandlengjunni og í Innbænum á Akureyri um sögu húsa og byggðar. Hópurinn vildi þannig gera sögu Holts og Öldu aðgengilegri og auka áhuga gesta á því að heimsækja og fá leiðsögn um húsið. Stefnt er að því að gera sam­ bærilegt söguskilti um Hús Hákarla­ Jörundar og standa vonir til þess að það verði afhjúpað á næsta ári. Þetta kemur fram á vefsíðu Akureyrarbæjar. /MÞÞ Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um loftslagsmál sem ætlað er að styrkja umgjörð skuld­ bindinga Íslands gagnvart Parísar­ samkomu laginu til 2030. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis­ og auðlindaráðherra segir á vef ráðuneytisins að sam­ þykkt frumvarpsins marki tíma­ mót í loftslagsmálum á Íslandi því með þessu hefur Alþingi staðfest alþjóðlegar skuldbindingar okkar gagnvart Parísarsamkomulaginu í gegnum samstarf við Noreg og Evrópusambandið. „Þessi niðurstaða Alþingis er því stórt skref í loftslags­ málum og henni fagna ég innilega.“ Ætlað að styrkja umgjörð skuldbindinga Íslands Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um loftslagsmál sem ætlað er að styrkja umgjörð skuld­ bindinga Íslands gagnvart Parísar ­ samkomulaginu til 2030. Með breytingunni er lögfest sam­ starf Íslands, Noregs og Evrópu­ sambandsins um 40% heildarsam­ drátt ríkjanna í losun gróðurhúsa­ lofttegunda fram til 2030, miðað við losun ársins 1990. Sameiginleg ábyrgð Ísland og Noregur náðu í lok árs 2018 samkomulagi við Evrópusambandið um þátttöku í sameiginlegu markmiði 30 ríkja innan Parísarsamningsins. Samkvæmt samkomulaginu eru teknar upp tvær lykilreglugerðir ESB á sviði loftslagsmála, auk reglna um bókhald og skýrslugjöf og fleira. Með samþykktri breytingu á lofts­ lagslögum er veitt heimild til að inn­ leiða þessar reglugerðir, en þær fjalla annars vegar um landnotkun, breytta landnotkun og skógrækt og hins vegar um sameiginlega ábyrgð, sem nær til losunar utan viðskiptakerfis ESB, svo sem frá samgöngum, sjávarútvegi, land búnaði og meðferð úrgangs. Auknar vöktunarskyldur flugrekenda Þá eru í lögunum ákvæði um breyt­ ingar á viðskiptakerfi ESB með los­ unarheimildir (ETS) á fjórða tímabili viðskiptakerfisins sem varir frá 2021– 2030 sem og ákvæði um auknar vökt­ unarskyldur flugrekenda vegna hnatt­ ræns kerfis Alþjóða flugmálastofnunar sem ætlað er að taka á losun frá flug­ umferð frá 2021. /VH Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is OKKAR ÆR OG KÝR — STARTARAR OG ALTERNATORAR — Meiraprófsbílstjóri óskast Fyrirtæki í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða meiraprófsbílstjóra. Gott að viðkomandi hafi líka reynslu af dráttarvélum og traktorsgröfum, en ekki nauðsyn. Upplýsingar í síma 699-7233 Viðgerðir og sala á alternatorum og startörum í flestar gerðir bíla, báta og vinnuvéla. Hjólastillingar, úrval af ljósum á kerrur og eftirvagna, kerrutenglar, kaplar, perur og tengi. Sendum um allt land. www.pgs.is pgs@pgs.is s 586 1260 Viðarhöfði 1, 110 Reykjavík Alternatorinn eða startarinn bilaður? BÝ TIL HVAÐ SEM ER - GERI VIÐ ALLT Laghentur smiður ferðast um landið og tekur að sér verkefni. • Kjarnaborun, allar stærðir af borum. • Steypusögun, múrbrot. Fræsun fyrir gólfhita. • Viðhald og viðgerðir á öllu, s.s. raftækjum. • Geri við sumarbústaði, smíða hvað sem er inn í hús. Drífandi ehf. S. 777-8371 - Netfang: gunnariceman@gmail.com Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá VÉLBOÐA mykjudreifarar! VÉLBOÐI S: 565-1800 www.velbodi.is Í fjórum útfærslum og mörgum stærðum Í lögunum er ákvæði um auknar vöktunarskyldur flugrekenda sem ætlað er að taka á losun frá flugumferð frá 2021. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Skuldbindingar staðfestar gagnvart Parísarsamkomulaginu Söguskilti sett upp um Holt í Hrísey Þorgeir Jónsson og Brynja Höskuldsdóttir afhjúpuðu skiltið fyrir hönd Hollvinahópsins, sem hefur staðið veglega að umhirðu garðsins við húsið og enduruppbyggingu á gróðurhúsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.