Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 31 Efnahagsleg tækifæri friðlýsinga Á síðasta ári skilaði Hag fræði­ stofnun Háskóla Íslands skýrslu til ráðuneytisins um Náttúruvernd og byggðaþróun: Áhrif verndar­ svæða á grannbyggðir. Markmið rannsóknarinnar var að rýna í samspil byggðaþróunar og friðlýsinga og skoða samfélagsáhrif verndarsvæða í helstu grann byggðum þeirra, það er að segja, í hverri þeirri byggð sem er annaðhvort hluti af vernduðu svæði eða í næsta nágrenni þess. Ákveðið var að beina sjónum sérstaklega að þjóðgörðum. „Við eigum alveg ótrúlega magnaða náttúru með fjölbreyttum eldfjallamyndunum og jarðminjum. Hér eru form, litir og áferð einstakt á heimsvísu. En við eigum líka víðernin okkar sem eru mjög sérstök, til dæmis á evrópskan mælikvarða. Óbyggð víðerni er óvíða að finna í hinni þéttbýlu Evrópu, nema kannski helst í Norður­Skandinavíu,en við þurfum að huga að vernd þessara svæða hér þar sem ummerki manna gætir lítið sem ekki neitt og náttúran þróast án inngripa mannsins,“ segir Guðmundur og bætir við: „Það fylgir því ákveðin ábyrgð að standa vörð um þessa mögnuðu náttúru sem við eigum, ekki einungis gagnvart okkur heldur líka heiminum. Friðlýsingar eru eitt tæki til þess, það er, að vernda náttúruna en einnig efnahagsleg tækifæri til að laða að sér fólk. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann rannsókn fyrir okkur árið 2018 um hvað friðlýst svæði skiluðu þjóðarbúinu miklum verðmætum í tengslum við ferðamenn. Hið opinbera leggur til innviði á friðlýstum svæðum á borð við gestastofur, göngustíga, salernishús, landvörslu og fleira. Í þessari rannsókn kom í ljós að fyrir hverja krónu sem varið var til náttúruverndar af hálfu hins opinbera komu 23 krónur til baka, og hluti þess verður eftir í héraði. Þannig að svo lengi sem við göngum ekki á gæði náttúrunnar þá getum við búið til tækifæri til að fjöldi fólks um allt land geti byggt sína afkomu á þessu.“ Fleiri komi að ákvörðunum Friðlýsingarflokkarnir hérlendis eru níu talsins og taka mið af flokk­ unarkerfi Alþjóðanáttúru verndar­ samtakanna (IUCN) fyrir vernduð svæði. Þau eru því samanburðarhæf við verndarsvæði í öðrum löndum og auðvelt að leggja mat á árangur verndar. „Á mínum ferli sem ráðherra hafa bæst við 12 svæði og við erum að vinna skipulega að því að bæta við fleirum. Á áttunda áratugn­ um var mikil vakning hérlendis og fjölmargar friðlýsingar náðu í gegn. Árið 1972 tóku gildi ný nátt­ úruverndarlög sem höfðu áhrif. Þá er áhugavert að minnast þess að 25. ágúst síðastliðinn minntust Þingeyingar þess að 50 ár voru liðin frá sprengingu Miðkvíslarstíflu í Laxá í Mývatnssveit þar sem heima­ menn sáu sig knúna til að sprengja stífluna svo að Mývatn yrði ekki að uppistöðulóni. Þannig að það voru ýmsar hræringar á þessum tíma en kannski fyrst og fremst vakning í þessum efnum,“ útskýrir Guðmundur og segir jafnframt: „Við berum þessa sérstöku ábyrgð gagnvart landinu en einnig alþjóðlega og fyrir komandi kyn­ slóðir. Það sem ég vil sjá raungerast er að sem flestir komi að stjórnun þessara svæða. Í dag er mismun­ andi fyrirkomulag á hverju svæði fyrir sig. Umhverfisstofnun hefur umsjón með flestum friðlýstum svæðum hérlendis, öllum nema Þingvallaþjóðgarði, þar sem er sérstök þingmannanefnd, og Vatnajökulsþjóðgarði. Ég sé fyrir mér að við stjórnun hálendisþjóðgarðs verði í megindráttum fyrirkomu­ laginu í Vatnajökulsþjóðgarði fylgt. Vatnajökulsþjóðgarður þekur um 14 prósent af landinu og honum er skipt upp í fjögur rekstrarsvæði. Í þeim eru sérstök svæðisráð þar sem sitja fulltrúar sveitarfélaga, ferðaþjónustu, útivistar og náttúruverndar. Allir þessir aðilar koma með tillögur og móta stjórnunar­ og verndaráætlun fyrir svæðið ásamt heimamönnum, bændum og öðrum hagaðilum sem eiga það allir sameiginlegt að nýta landið á einhvern hátt. Það er miklu farsælla að fleiri komi að ákvörðun­ um. Með því móti er verið að dreifa ábyrgðinni á fleiri aðila þannig að eignarhaldið sé sem flestra, ekki síst heimamanna sem eru vörslumenn lands á sínum svæðum.“ Gjáin í Þjórsárdal hefur verið vinsæll ferðamannastaður og er helsta að- dráttaraflið í lítt raskaðri náttúru og friðsæld. Hún var friðlýst í janúar ásamt Háafossi og Hjálparfossi. Mynd / Hugi Ólafsson Náttúruvé: Tilgangurinn er að vernda náttúruleg þróunarferli, vistkerfi, fjölbreytni eða ákveðnar tegundir og/eða jarðfræðileg fyrirbæri sem eru viðkvæm, sérstök eða einstök á lands- eða heimsvísu eða í Evrópu. Friðlýsingin miðar að því að standa vörð um náttúrulegt ástand svæðisins og þróun þess eftir eigin lögmálum. Náttúruvé geta verið viðmiðunarsvæði fyrir vísindarannsóknir og vöktun. Surtsey er dæmi um friðlýst svæði í þessum flokki. Óbyggð víðerni: Landsvæði þar sem ummerkja mannsins gætir lítið sem ekkert og náttúran þróast án álags af mannlegum umsvifum. Skulu vera a.m.k. 25 km2 að stærð og að jafnaði í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum. Miðar að því að varðveita einkenni svæðisins og tryggja að núlifandi og komandi kynslóðir geti notið þar einveru og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða umferð vélknúinna farartækja. Unnið er að friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum sem er óbyggt víðerni. Þjóðgarðar: Stór náttúrusvæði sem eru lítt snortin og hafa að geyma sérstætt eða dæmigert lífríki, jarðminjar og/eða landslag. Einnig skal líta til mikilvægis svæðisins í menningarlegu eða sögulegu tilliti. Miðar að því að vernda heildstæð náttúruleg vistkerfi, jarðminjar, landslag og menningarminjar sem einkenna svæðið og tryggja aðgang almennings að því til útivistar og til þess að kynnast náttúru og sögu svæðisins. Þrjú svæði eru friðlýst sem þjóðgarðar á Íslandi, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Vatnajökulsþjóðgarður. Náttúruvætti: Einstakar náttúrumyndanir sem ástæða þykir til að varðveita sökum fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna. Geta til dæmis verið fossar, eldstöðvar, hellar og drangar, svo og fundarstaðir steingerv- inga, sjaldgæfra steinda, bergtegunda og berggerða, eða lífræn fyrirbæri sem eru einstök og skera sig úr umhverfinu. Friðlýsingin skal jafnframt ná til svæðis kringum náttúrumyndanirnar svo sem nauðsynlegt er til þess að þær fái notið sín. Fossinn Dynjandi í Arnarfirði, Teigarhorn í Berufirði og Hverfjall (Hverfell) í Mývatnssveit eru dæmi um friðlýst náttúruvætti á Íslandi. Friðlönd: Markmiðið er að vernda tilteknar vistgerðir og búsvæði og styrkja verndun tegunda lífvera sem eru sjaldgæfar eða í hættu samkvæmt útgefnum válistum eða til að vernda lífríki sem er sérstaklega fjölbreytt eða sérstætt. Heimilt að kveða á um aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að hlúa að og mæta þörfum tegunda sem verndin beinist að eða til að viðhalda búsvæðum eða vistgerðum. Dæmi um friðlönd á Íslandi eru Miklavatn í Skagafirði, Skrúður í Fáskrúðsfirði og Akurey á Kollafirði. Landslagsverndarsvæði: Landslag sem þykir sérlega verðmætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis, talið er sérstætt eða fágætt á svæðis-, lands- eða heimsvísu eða skipar mikilvægan sess í vitund þjóðarinnar. Ef um er að ræða svæði þar sem hefðbundnar nytjar eru forsenda fyrir því að varðveita einkenni landslagsins skal tryggja þær áfram. Halda má áfram starfsemi sem stunduð er á svæðinu en gæta að það hafi ekki áhrif á sérkenni og einkenni þess. Hluti Þjórsárdals er dæmi um svæði sem friðlýst hefur verið í þessum flokki. Verndarsvæði með sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda: Friðlýsa má landsvæði til verndar vistkerfum og búsvæðum ásamt þeim menningarlegu gildum sem tengjast þeim og hefðbundnum nytjum náttúruauðlinda. Viðmið um friðlýsingu slíkra svæða skal vera að þau séu stór, að mestu leyti náttúruleg en hluti þeirra nýttur á sjálfbæran hátt. Markmið með verndun svæða samkvæmt grein þessari er hófsamleg og sjálfbær nýting náttúruauðlinda sem ekki er iðnvædd og samrýmist náttúruvernd. Enn sem komið er hefur ekkert svæði verið friðlýst í þessum flokki. Fólkvangar: Verndun svæðisins miðar að því að auðvelda almenningi aðgang að náttúru og tengdum menn- ingarminjum í nánd við þéttbýli til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu. Umhverfisstofnun annast undirbúning stofnunar fólkvangs í samvinnu við viðkomandi sveitarfélag eða sveitarfélög. Landsvæði fólkvanga skulu vera í eigu sveitarfélags nema sérstakar ástæður mæli með öðru og um það náist samkomulag milli sveitarfélags og landeigenda. Glerárdalur ofan Akureyrar er friðlýstur fólkvangur sem og Spákonufellshöfði á Skagaströnd. Friðlýsing svæða í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar: Svæði sem falla í verndarflokk Rammaáætlunar sem Alþingi hefur samþykkt skal friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Friðlýsingin felur í sér að orkuvinnsla og orkurannsóknir eru óheimilar á viðkomandi svæði. Jökulsá á Fjöllum, Brennisteinsfjöll og Gjástykki eru svæði í verndarflokki rammaáætlunar sem friðlýst hafa verið gagnvart orkuvinnslu. Friðlýsing heilla vatnakerfa: Svæðið má ekki hafa verið flokkað í nýtingarflokk Rammaáætlunar. Miðar meðal annars að því að varðveita vatnslindir til framtíðar, tryggja náttúrulega ferla og vatna- og vistfræðilega samfellu á tilteknu vatnasviði og standa vörð um ásýnd og vistfræðilegt þjónustuhlutverk vatnasviða. Enn sem komið er hefur ekkert svæði verið friðlýst í þessum flokki. Íslenskir friðlýsingarflokkar PIR og steinullar yleiningar Stuttur afgreiðslutími YLEININGAR TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 865-9277 VEFFANG www .bkhonnun . is Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.