Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 19 ORKUSJÓÐURORKUSTOFNUN ORKUSJÓÐUR Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2020 Innviða- og verkefnastyrkir vegna áherslu stjórnvalda um orkuskipti og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Heildarfjárhæð til úthlutunar er 180 m.kr. 1. Innviðastyrkir fyrir vistvæn ökutæki (s.s. heimsendingaþjónusta, bílaleigur, leigubílar og annar rekstur). Krafa er um eftirfarandi skilyrði: a. 10 bifreiðar eða 2 hópbifreiðar að lágmarki í flota. b. Styrkir geta að hámarki numið 33% af áætluðum stofnkostnaði. 2. Innviðastyrkir fyrir vistvæn ökutæki við opinbera staði (s.s. hleðslustöðvar við sundlaugar, heilsugæslur, skóla, hafnir/flugvelli, heimahjúkrun, félagaþjónustu, vaktbíla). a. Styrkir geta að hámarki numið 50% af áætluðum stofnkostnaði. 3. Verkefnastyrkir fyrir rekstur í haftengdri starfsemi (s.s. fiskeldi, ferðaþjónusta, smábátar). a. Með verkefnastyrki er átt við að samstarfsaðilar komi saman að skilgreiningu heildarverkefnis sem lúti bæði að innviðauppbyggingu í landi sem og að búa báta með mestu lengd allt að 15 metrum til nýtingar á endurnýjanlegu eldsneyti. Aðilar að skilgreindu verkefni ákveði hvernig styrkupphæð skiptist á milli hluteigandi aðila. Skilyrði að samkomulag sé til staðar við viðkomandi höfn. Styrkir geta að hámarki numið 33% af áætluðum stofnkostnaði. Sjóðurinn áskilur sér rétt til að forgangsraða styrkjum í samræmi við áherslur stjórnvalda við orkuskipti, s.s. líta til þess hversu líklegt er að styrkhæft verkefni hraði orkuskiptum og hversu mikil áhrif það hefur til minnkunar á kolefnisfótspori. Einnig verður horft til dreifingu verkefna um landið og hversu hratt þau eru talin koma til framkvæmda. Styrkupphæð til hvers verkefnis ræðst af getu sjóðsins og fjölda umsókna. Umsóknarfrestur er til 20. október 2020 Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is Nánari upplýsingar fást hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg, 603 Akureyri. Sími: 569 6083. Netfang: rka@os.is. Fiskislóð 30 101 Reykjavík 561 4110 Grjóthálsi 10 110 Reykjavík 561 4210 Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333 Njarðarnesi 1 603 Akureyri 460 4350 Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600 Breiðhöfði 13 110 Reykjavík 590 2080 Sjá meira úrval á nesdekk.is Bighorn M917 front B irt m eð fyrirvara u m m yn d a- o g textab ren g l. Radíal fjórhjóladekk Með breiðan snertiöt tryggir jafnt og gott grip. Bighorn M918 rear Radíal fjórhjóladekk Hentar í nánast allt undirlag, sand, drullu og snjó. Courser CXT Jeppadekk Frábært dekk fyrir est undirlag, bleytu og vetrarfærð. Courser MXT Jeppadekk Hentar við allar aðstæður og veðurskilyrði. Open Country A/T Open Country M/T Jeppadekk Þrautreynt jeppadekk við allar akstursaðstæður allt árið um kring. FJÓRHJÓLADEKK JEPPADEKK Pantaðu dekkin á nesdekk.is og fáðu þau send heim að dyrum. Jeppadekk Hentar vel þar sem mikið grip þarf, svo sem í drullu og sandi. Bænda 56-30-300 Harpa Mjöll Kjartansdóttir, formaður menningarnefndar Rangárþings eystra, afhenti Guðjóni Halldóri viðurkenningarskjal og blómvönd í tilefni af útnefningunni á dögunum. Mynd / Rangárþing eystra Guðjón Halldór Óskarsson: Útnefndur sveitalistamaður Rangárþings eystra Menningarnefnd Rangárþings eystra hefur útnefnt Guðjón Hall­ dór Óskarsson, sem býr rétt við Hvolsvöll á bænum Miðtúni, sem sveita listamann sveitarfélagsins fyrir árið 2020. Hann hlýtur viður­ kenninguna fyrir óeigingjörn störf sín við að byggja upp öflugt tón­ listarlíf í Rangárþingi og að miðla þekkingu sinni og reynslu til nem­ enda á öllum aldri. Guðjón Halldór er kennari við Tónlistarskóla Rangæinga ásamt því að stjórna m.a. Karlakór Rangæinga, Öðlingunum, og Kammerkór Rang­ æinga. Hann er einnig organisti og stjórnandi kirkjukóra í nokkrum kirkjum í Rangárvallasýslu. Guðjón Halldór hefur einnig tekið þátt í hinum ýmsu verkum sem sett hafa verið upp og flutt síðastliðin ár og ekki má gleyma hans hlut í því að gleðja landann á COVID­tímum þar sem hann sá um píanóleik þegar þær dætur hans sungu fyrir alþjóð gegnum netið. /MHH Útsvarstekjur hækka mest á Norðurlandi vestra Útsvarstekjur sveitarfélaga hækk ­ uðu hlutfallslega mest á Norður­ landi vestra síðustu sex mánuði frá sama tímabili í fyrra í saman­ burði við aðra landshluta. Tekjur einstakra sveitarfélaga sveifluðust mismikið til hækkunar og lækk­ unar. Þannig lækkuðu útvarstekjur Skagabyggðar um 15,5% sem er mesta lækkun á landinu öllu. Samanlagðar útsvarstekjur hjá sveitarfélögunum í Húnavatnssýslum hækkuðu um 9,5% en um 2,3% ef tekjur allra sveitarfélaga í landshlutanum eru skoðaðar. Tímabilið sem um ræðir er frá febrúar til júlí síðastliðinn sem er tími kórónuveirufaraldurs og hertra sóttvarnaaðgerða. Þetta kemur fram á vef Húna en tölurnar má finna á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga um tekjur sveitarfélaga af staðgreiðslu. Í gögnunum má sjá að útvarstekjur 35 sveitarfélaga jukust á tímabilinu en minnkuðu í 36 sveitarfélögum. Hvað aðra landshluta varðar þá hækkuðu útsvarstekjur um 1,5% á Vestfjörðum, um 0,1% á Norðurlandi eystra og um 1,2% á Suðurlandi. Útsvarstekjur lækkuðu um 0,7% á Vesturlandi, um 0,2% í Reykjavík, um 2,5% á Suðurnesjum og um 0,1% á Austurlandi. Þannig hækkuðu útsvarstekjur mest á Norðurlandi vestra, eða um 2,3%. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.