Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 27 - Hentar vel íslenskum aðstæðum - - Hagstætt verð - Sími 480 5600 Gunnbjarnarholti, 804 Selfossi Fylgstu með okkur á FACEBOOK Sími 480 5610 Kaupvangi 10, 700 Egilsstöðum Landstólpi - Traust í 20 ár Loftræstimænir fyrir gripahús Finnsk gæði sem henta vel fyrir íslenskar aðstæður VETRARBÚNAÐUR HILLTIP Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík 551 5464 / wendel.is Nemendur við Blönduskóla á Blönduósi tóku sig til á dögunum og settu niður 600 krókusa í kirkjuhólinn. Myndir / Blönduskóli Nemendur í Blönduskóla á Blönduósi: Settu niður 600 krókusa í kirkjuhólinn til að fegra og gleðja Nemendur við Blönduskóla á Blönduósi tóku sig til á dögunum og settu niður 600 krókusa í kirkjuhólinn. Starfsfólk skólans var þeim til aðstoðar ásamt Snjólaugu, starfsmanni áhaldahúss, og Björk Bjarnadóttur, fyrrverandi nemanda Blönduskóla. Björk, sem er umhverfisþjóðfræðingur, hafði yfirumsjón með verkefninu en hugmyndina fékk hún í vor þegar hún dvaldi hjá foreldrum sínum og gekk mikið um bæinn með son sinn í barnavagni. Þá blasti kirkjuhóllinn við, gulur og líflaus, og Björk sá að þarna væri svæði sem gaman væri að fegra með krókusum. Björk setti sig í samband við skólastjóra Blönduskóla og hann ásamt öðru starfsfólki skólans tóku vel í hugmyndina um að fegra kirkjuhólinn. Hún fékk upplýsingar frá starfsfólki Grasagarðsins í Reykjavík og var það henni innan handar um pöntun á laukum og hvernig ætti að bera sig að við gróðursetningu. Allir nemendur Blönduskóla tóku þátt í verkefninu en þess er vænst að litir og fegurð krókusanna muni gleðja heimamenn og vegfarendur á vorin. Krókusar eru fjölærir og fjölga sér þannig að hægt verður að gleðjast yfir þeim í áratugi. Þeir byrja yfirleitt að blómstra í mars og fram í apríl. Þeir eru fjólubláir, hvítir og gulir á litinn. Markmið verkefnisins er að gleðja augað og fræða fólk á Blönduósi sem og annars staðar um hve gaman og auðvelt sé að fegra umhverfi sitt, segir í frétt á vefsíðu Blönduskóla. „Að skilja eitthvað eftir sig sem blómstrar á hverju vori er fagurt og göfugt verkefni.“ /MÞÞ Allir nemendur skólans tóku þátt í verkefninu en þess er vænst að litir og fegurð krókusanna muni gleðja heimamenn og vegfarendur á vorin. VELFERÐARSJÓÐUR BÍ AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM Allir félagsmenn Bændasamtaka Íslands teljast til sjóðsfélaga og geta sótt um: # Styrki til endurgreiðslu aukins rekstrarkostnaðar vegna veikinda þess sem að búrekstri stendur eða slyss - Útlagður launakostnaður, verktakagreiðslur, aðkeypt þjónusta eða sambærileg útgjöld. # Styrkir til forvarnarverkefna - Verkefni tengd forvörnum og vinnuvernd, slysavarnir og önnur verkefni sem hafa það að markmiði að bæta velferð sjóðsfélaga. Nánari upplýsingar á bondi.is og umsóknareyðublað má nálgast á félagsmannasíðum á Bændatorginu. Umsóknir skulu berast fyrir 15. október nk. með rekjanlegum bréfpósti (ábyrgðarbréf) merkt: Velferðarsjóður BÍ Bændasamtök Íslands Bændahöllinni við Hagatorg 1 107 Reykjavík Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur vel og vanda umsóknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.