Bændablaðið - 24.09.2020, Side 27

Bændablaðið - 24.09.2020, Side 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 27 - Hentar vel íslenskum aðstæðum - - Hagstætt verð - Sími 480 5600 Gunnbjarnarholti, 804 Selfossi Fylgstu með okkur á FACEBOOK Sími 480 5610 Kaupvangi 10, 700 Egilsstöðum Landstólpi - Traust í 20 ár Loftræstimænir fyrir gripahús Finnsk gæði sem henta vel fyrir íslenskar aðstæður VETRARBÚNAÐUR HILLTIP Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík 551 5464 / wendel.is Nemendur við Blönduskóla á Blönduósi tóku sig til á dögunum og settu niður 600 krókusa í kirkjuhólinn. Myndir / Blönduskóli Nemendur í Blönduskóla á Blönduósi: Settu niður 600 krókusa í kirkjuhólinn til að fegra og gleðja Nemendur við Blönduskóla á Blönduósi tóku sig til á dögunum og settu niður 600 krókusa í kirkjuhólinn. Starfsfólk skólans var þeim til aðstoðar ásamt Snjólaugu, starfsmanni áhaldahúss, og Björk Bjarnadóttur, fyrrverandi nemanda Blönduskóla. Björk, sem er umhverfisþjóðfræðingur, hafði yfirumsjón með verkefninu en hugmyndina fékk hún í vor þegar hún dvaldi hjá foreldrum sínum og gekk mikið um bæinn með son sinn í barnavagni. Þá blasti kirkjuhóllinn við, gulur og líflaus, og Björk sá að þarna væri svæði sem gaman væri að fegra með krókusum. Björk setti sig í samband við skólastjóra Blönduskóla og hann ásamt öðru starfsfólki skólans tóku vel í hugmyndina um að fegra kirkjuhólinn. Hún fékk upplýsingar frá starfsfólki Grasagarðsins í Reykjavík og var það henni innan handar um pöntun á laukum og hvernig ætti að bera sig að við gróðursetningu. Allir nemendur Blönduskóla tóku þátt í verkefninu en þess er vænst að litir og fegurð krókusanna muni gleðja heimamenn og vegfarendur á vorin. Krókusar eru fjölærir og fjölga sér þannig að hægt verður að gleðjast yfir þeim í áratugi. Þeir byrja yfirleitt að blómstra í mars og fram í apríl. Þeir eru fjólubláir, hvítir og gulir á litinn. Markmið verkefnisins er að gleðja augað og fræða fólk á Blönduósi sem og annars staðar um hve gaman og auðvelt sé að fegra umhverfi sitt, segir í frétt á vefsíðu Blönduskóla. „Að skilja eitthvað eftir sig sem blómstrar á hverju vori er fagurt og göfugt verkefni.“ /MÞÞ Allir nemendur skólans tóku þátt í verkefninu en þess er vænst að litir og fegurð krókusanna muni gleðja heimamenn og vegfarendur á vorin. VELFERÐARSJÓÐUR BÍ AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM Allir félagsmenn Bændasamtaka Íslands teljast til sjóðsfélaga og geta sótt um: # Styrki til endurgreiðslu aukins rekstrarkostnaðar vegna veikinda þess sem að búrekstri stendur eða slyss - Útlagður launakostnaður, verktakagreiðslur, aðkeypt þjónusta eða sambærileg útgjöld. # Styrkir til forvarnarverkefna - Verkefni tengd forvörnum og vinnuvernd, slysavarnir og önnur verkefni sem hafa það að markmiði að bæta velferð sjóðsfélaga. Nánari upplýsingar á bondi.is og umsóknareyðublað má nálgast á félagsmannasíðum á Bændatorginu. Umsóknir skulu berast fyrir 15. október nk. með rekjanlegum bréfpósti (ábyrgðarbréf) merkt: Velferðarsjóður BÍ Bændasamtök Íslands Bændahöllinni við Hagatorg 1 107 Reykjavík Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur vel og vanda umsóknir.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.