Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 1
18. tölublað 2020 ▯ Fimmtudagur 24. september ▯ Blað nr. 571 ▯ 26. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Úr ferð í Almenninga. Fjallhestar á heimleið að Nesi (Merkurnesi) og sést Dímon fram undan. Mynd / Emma Nink, starfsmaður í Skálakoti Ullarbirgðir hafa safnast upp víða um heim vegna COVID-19: Verðhrun á ull á heimsmarkaði – Verulegar verðlækkanir hjá Ístex á ullarverði til bænda en íslenski lopinn nýtur samt enn algjörrar sérstöðu á heimsvísu Nær 40% verðfall hefur verið á ull á milli ára á heimsmarkaði sem er með því allra mesta sem þekkist á hrávöruviðskiptum samkvæmt Trading Economics. Einungis húshitunarolía hefur fallið meira í verði. Þá hefur ull í Bretlandi, sem Ístex miðar við, lækkað enn meira, eða um 50% á nokkrum mánuðum. Þetta verðhrun á ull hefur bein áhrif á ullarverð Ístex til íslenskra sauðfjárbænda, sem lækkar nú umtalsvert á milli ára. Þó hæsta verð sem Ístex greiðir fyrir ull sé óbreytt, þá hefur meðalverð fyrir 10 flokka af haustull lækkað úr rúmum 285 krónum á kíló árið 2019 niður í 247 krónur á kílóið 2020, eða um 13,5% að meðaltali. Þrátt fyrir svo mikla lækkun er verðið hjá Ístex samt mun hærra en fæst á heimsmarkaði. Því til viðbótar kemur stuðningur ríkisins við sauðfjárræktina og ræktunar fjár til ullarvinnslu samkvæmt búvörusamningum. Þar er greitt samkvæmt gæðum á hvert kíló hreinnar ullar miðað við alla innlagða ull á tímabilinu 1. nóvember–31. október ár hvert. Slíkur stuðningur er reyndar tíðkaður víða um heim auk þess sem sum ríki veita nú sérstakan stuðning vegna COVID-19, sem ekki er gert hér. Samkvæmt nýrri verðskrá Ístex rokkar verðið á haustull eftir flokkum frá 0 krónum upp í 515 krónur á kílóið. Meðalverðið er 247 krónur á þeim 10 flokkum sem gefnir eru upp, en þar af er nú ekkert greitt fyrir lélegasta ullarflokkinn. Fyrir vetrarull er greitt allt frá 20 krónum og upp í 60 krónur á kíló, en fyrir lélegasta flokkinn í vetrarullinni er nú ekkert greitt. Vinsældir lopans með ólíkindum Staðan hér á landi er samt afar sérstök í alþjóðlegu samhengi vegna þess að eftirspurn á lopa handprjónabandi hefur verið með ólíkindum það sem af er ári bæði hérlendis og erlendis. Þetta kemur fram í grein Sigurðar Sævars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Ístex, sem birt er á bls. 47 í blaðinu í dag. Prjónafólk hefur verið afar duglegt við prjónaskap og segir Sigurður að í vinnslu á lopa vanti lambsull og sauðaliti. Verð fyrir þá flokka mun því haldast óbreytt frá fyrra ári. Þá eru að hans mati ákveðin tækifæri í svartri vetrarull og mislitri lambsull. Um 50% ullarinnar nýtist í lopa Aðeins hluti af íslensku ullinni nýtist í lopa, eða að meðaltali um 50% af því sem bændur skila til vinnslu hjá Ístex. Að sögn framkvæmdastjóra getur nýtingin svo sveiflast verulega á milli ára, en hefur aukist undanfarin ár. Sá hluti íslenskrar ullar sem nýtist ekki beint í vinnslu hjá Ístex hefur verið fluttur út. Ístex notar 1. flokk, af lambsull og sauðaliti í framleiðslu af lopablöndum. Þá er hluti af mislitri haustull notaður í ákveðna liti. Hins vegar nær Ístex ekki að nota vetrarullina í lopa sem og 2. og 3. flokk. „Hér er aðallega um að ræða annan flokk (H2), þriðja flokk (H3), mislitan annan flokk (M2), heilsársull og snoð. Þessi ull er að mestu notuð í gólfteppaband. Þetta er iðnaðargeiri sem hefur átt mjög erfitt á COVID-19 tímum. Það er því ljóst að erfið staða er komin upp með þann hluta íslenskrar ullar sem hefur farið í útflutning,“ segir Sigurður í grein sinni. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að birgðir væru farnar að hlaðast upp af þessari iðnaðarull. Íslenski lopinn í sérstöðu Verð á íslenskri ull hefur nokkuð fylgt bresku hreinullarvísitölunni. Hún hefur nú lækkað um 50% á nokkrum mánuðum. Staðan var slík á markaðnum vegna lítilla viðskipta að mönnum þótti ekki taka því að uppfæra vísitöluna á bilinu 10. mars og fram í miðjan júlí. Samkvæmt heimildum Norilia, sem safnar og kaupir norska ull, voru um 9.000 tonn óseld af ull í Bretlandi í byrjun nýs ullartímabils síðastliðinn júní, eða um 1/3 af ull síðasta árs. Þeir hafa því sett allt verð af öllum flokkum niður í 0 kr. til norskra bænda í vetur. Norðmenn nota um 20% af norskri ull í framleiðslu innanlands. Ef litið er á heimsmarkaðsverð á fínull (FRED-Global price of Wool, Fine), þá er staðan síst betri svo vinsældir íslenska lopans nú virðast í algjörum sérflokki. Þannig féll kílóverð á fínni ull úr rúmum 1.225 sentum í ágúst 2019 í rúm 801 sent, eða 0,8 dollara í ágúst 2020, sem er um nærri 65%. Því var verið að greiða sem nam um 108 íslenskum krónum að meðaltali fyrir kílóið af fínni ull á heimsmarkaði í ágúst. Var verðið nú það lægsta sem sést hefur síðan í ágúst 2009. Það ár fór verðið reyndar lægst í febrúar í 586 sent á kíló. Þetta er fyrir utan stuðningsgreiðslur við landbúnað sem er mjög mismunandi eftir löndum. Stuðningur vegna COVID-19 Í einhverjum tilvikum hafa ríkis- stjórnir ákveðið að taka upp sérstaka aðstoð við landbúnað vegna COVID-19. Sem dæmi hafa Bandaríkin tekið upp sérstakar stuðningsgreiðslur (Coronavirus Food Assistance Program 2 - CFAP 2) við ullarframleiðslu bænda þar í landi. Það er til viðbótar öðrum landbúnaðarstuðningi. Nemur það um 1,4 dollurum á kg á flokkaða ull, eða sem svarar um 189 krónum fyrir hvert kíló. Í heild leggur bandaríska ríkið 19 milljarða dollara (um 2.600 milljarða ísl. kr.) í aukna styrki til alls landbúnaðar vegna COVID-19 á yfirstandandi ári. /HKr. Skattafrádráttur vegna skógræktar Frá og með tekjuárinu 2020 geta lögaðilar fengið frádrátt á tæpu prósenti tekjuskatts vegna kostn- aðar við skógrækt og fleiri aðgerð- ir sem leiða til kolefnisbindingar. Markmið laga um þessi efni er að auka þátttöku fyrirtækja í öllum atvinnugreinum í baráttunni gegn hlýnun loftslags. Í frumvarpinu, sem orðið er að lögum, fólst breyting um tekjuskatt sem kveður á um frádrátt vegna framlaga til aðgerða sem gagnast kolefnisjöfnun. Þessi frádráttur getur að hámarki numið 0,85% af tekj- um viðkomandi lögaðila á því ári sem framlögin eru innt af hendi. Í lagatextanum segir að þetta eigi við aðgerðir í rekstri til kolefnisjöfnunar sem og fjárframlög til skógræktar, uppgræðslustarfa og endurheimtar votlendis. Til framlaga teljast, auk fjárfram- laga til sjóða, stofnana, sjálfseignar- stofnana og samtaka sem vinna að kolefnisjöfnun, verklegar fram- kvæmdir sem fyrirtæki taka að sér í samvinnu við sjóði, stofnanir, sjálfs- eignarstofnanir og samtök og taka ekki greiðslu fyrir. Til framlaga telst einnig framkvæmdakostnaður, svo sem fæði og ferðir, þegar um er að ræða sjálfboðaliðastörf starfsmanna fyrirtækis til kolefnisjöfnunar. /VH Þjóðlegar kynjaverur úr þæfðri ull 32–3328 Reikna með 200 tonna uppskeruFyrst og fremst blómabúð 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.