Bændablaðið - 24.09.2020, Side 18

Bændablaðið - 24.09.2020, Side 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 202018 Bændablaðið tekur saman og birtir yfirlit um fjár- og stóðréttir. Listinn er unninn með þeim hætti að leitað er til sveitarfélaga og bænda um upplýsingar. Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í listann og eins getur veðrátta orðið til þess að breyta þarf tíma- setningum á smalamennsku og þar með réttarhaldi. Því er gott ráð að hafa samband við heimamenn á hverjum stað til að staðfesta réttar dag- og tímasetningar. Hér er yfirlit yfir þær réttir sem eftir standa þetta haustið. /smh Fjárréttir haustið 2020 Suðvesturland Kjósarrétt í Kjós seinni réttir sun. 27. sept. kl. 15.00 Vesturland Bláfeldarrétt í Staðarsveit, Snæf. laugardaginn 26. sept. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. seinni réttir sun. 27. sept. Brekkurétt í Saurbæ, Dal. seinni réttir sun. 4. okt. kl. 13.00 Fellsendarétt í Miðdölum, Dal. þriðja rétt sun. 27. sept. kl. 14.00 Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. seinni réttir lau. 3. okt. Fljótstungurétt á Hvítársíðu, Mýr. seinni réttir lau. 28. sept. Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. seinni réttir sun. 4. okt. kl. 16.00 Grafarrétt í Breiðuvík, Snæf. laugardaginn 26. sept. Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. önnur rétt mán. 28. sept., þriðja rétt mán. 5. okt. Hellnarétt í Breiðuvík, Snæf. laugardaginn 26. sept. Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. önnur rétt sun. 27. sept., þriðja rétt mán. 5. okt. Hólmarétt í Hörðudal, Dalabyggð seinni réttir sun. 27. sept. kl. 10.00 Hrafnkelsstaðarétt í Grundarfirði seinni réttir lau. 3. okt. Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. seinni réttir lau. 26. sept. Klofningsrétt í Beruvík, Snæf. laugardaginn 26. sept. Langholtsrétt í Eyja- og Miklaholtshr. föstudaginn 25. sept. kl. 16 Mýrar í Grundarfirði seinni réttir lau. 3. okt. Mýrdalsrétt í Hnappadal seinni réttir sun. 11. okt. Núparétt í Melasveit, Borg. seinni réttir lau. 26. sept. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. seinni réttir sun. 4. okt. Ósrétt á Skógarströnd, Dal. föstudaginn 2. okt. kl. 10.00 Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. seinni réttir sun. 4. okt. Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. seinni réttir sun. 29. sept. kl. 14.00 Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. seinni réttir sun. 4. okt. kl. 13.00 Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. seinni réttir sun. 4. okt. Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. mán. 28. sept., þriðja rétt mán. 5. okt. Vörðufellsrétt á Skógarströnd, Dal. seinni réttir sun. 11. okt. kl. 13.00 Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. þriðja rétt mán. 28. sept. Ölkeldurétt í Staðarsveit, Snæf. laugardaginn 26. sept. Vestfirðir Innri-Múlarétt á Barðaströnd, V.-Barð. sunnudaginn 27. sept. kl. 14.00 Kirkjubólsrétt í Steingrímsfirði, Strand. seinni réttir sun. 4. okt. Kirkjubólsrétt við Kirkjuból í Engidal í Skutulsfirði laugardaginn 26. sept. Miðhús í Kollafirði, Strand. seinni réttir sun. 4. okt. Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði, Strand. seinni réttir lau. 26. sept. Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand. seinni réttir sun. 4. okt. Traðarrétt við Tröð í Bjarnardal í Önundarfirði laugardaginn 26. sept. kl. 16.00 Norðvesturland Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. seinni réttir mán. 28. sept. kl. 13.00 Austurland Ormarsstaðarétt í Fellum, Fljótsdalshéraði sunnudaginn 27. sept. kl. 13 Seyðisfjarðarrétt við Nátthaga þriðjudag. 6. okt. um kl. 15 Í landnámi Ingólfs Arnarsonar Krýsuvíkurrétt v. Suðurstrandarveg, Gullbr. laugardaginn 26. sept. kl. 13.00 Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardaginn 26. sept. kl. 16.00 Árhólarétt í Unadal, Skag. föstudaginn 25. sept. um kl. 13.00 Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. föstudaginn 25. sept. um kl. 13.00 Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. laugardaginn 3. okt. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardaginn 26. sept. Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 3. okt. kl. 13 Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardaginn 3. okt. kl. 13 Unadalsrétt í Unadal við Hofsós, Skag. föstudaginn 25. sept. um kl. 13.00 Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardaginn 3. okt. Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 3. okt. kl. 10 Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardaginn 26. sept. Stóðréttir haustið 2020 Mikill áhugi er fyrir stóðréttum ekki síður en fjárréttum. Hér að neðan er listi yfir þær stóðréttir á landinu sem eftir standa þetta haustið. Mynd / Bbl Göngur. Mynd / Bbl FRÉTTIR Erlendir verknemendur við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum vinna að rannsóknum. Mynd / Háskólinn á Hólum Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum: Metfjöldi stundar nám við deildina í vetur Metfjöldi nemenda leggur nú stund á nám við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Aukningin er mest í diplóma- námi í fiskeldi þar sem nemenda- fjöldi tvöfaldaðist og er nú 31 nem- andi innritaður, þar af 25 nýnemar. Auk grunnnámsnema stundar 21 framhalds nemi nám við deildina, tíu doktorsnemar og 11 meistaranem- ar. Jafnframt eru 14 nemendur að hefja meistaranám á námsbrautinni MAR-BIO sem er sameiginleg náms- braut með háskólunum á Akureyri, Gautaborgarháskóla í Svíþjóð og Nord í Bodö, Noregi. Þetta kemur fram á vefsíðu Háskólans á Hólum. Fimm útlendir nemar Þar segir einnig að líklegt sé að hluti þeirra nemenda muni kjósa að koma eftir áramót sem skiptinemar við Háskólann á Hólum. Þrátt fyrir COVID hafa fimm nemendur komið frá erlendum háskólum í verknám við fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Þeir taka þátt í fjölbreyttu til raunastarfi innan deildarinnar og njóta leiðsagnar samstúdenta, nýdoktora og fræðimanna hennar. /MÞÞ Mývatnssveit, óánægja með verðlag í Krambúð: Tímabundnir erfiðleikar nýttir sem skálkaskjól – sem rímar ekki við gildi Samkaupa, segir sveitarstjórn „Allt samfélagið, ekki aðeins Samkaup, eiga í harðri glímu um þessar mundir og ljóst að komandi vetur verður mörgum mjög þungur. Því er mjög dapurlegt að verða vitni að því að tímabundnir erfiðleikar séu nýttir sem skálkaskjól í vegferð sem hvorki rímar við stefnu eða gildi Samkaupa,“ segir í bókun frá fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps. Hún tekur heils hugar undir mót- mæli íbúa hreppsins sem rituðu nafn sitt á undirskriftalista sem afhentur var forsvarsmönnum Samkaupa nýverið. Skorað á Samkaup að endurskoða ákvörðun Mikil óánægja er í Mývatnssveit með þá ákvörðun Samkaupa að breyta verslun sinni í Reykjahlíð úr Kjörbúð í Krambúð. Ákvörðun um nafnabreytingu á versluninni hefur það í för með sér að vöruverð hækkar umtalsvert. Alls skrifuðu 226 íbúar undir mótmælin sem lætur nærri að sé um helmingur íbúa sveitarfélagsins. Krefjast íbúar þess að Samkaup breyti fyrirkomulagi verslunarreksturs síns tafarlaust og breyti versluninni á ný í Kjörbúð. Forsendur ákvörðunarinnar voru einnig gagnrýndar og þá m.a. í ljósi þess að samfélagið í Skútu- staðahreppi glímir nú við afleiðingar kórónuveirufaraldurs sem kom þar óvenju hart niður. Sveitarstjórn hefur skorað á stjórnendur Samkaupa að endur- skoða ákvörðun sína, en þegar nafna- breyting með tilheyrandi verðhækkun tók gildi í júní kvað sveitarstjórn það vera kalda tusku framan í samfélagið í Skútustaðahreppi. Skref í rétta átt Sveitarstjórn segir þá viðleitni Samkaupa sem tilkynntu um aðgengi íbúa að netverslunarkerfi Samkaupa vissulega skref í rétta átt. „Þó þarf að tryggja að sú þjónusta mæti þörfum íbúanna um sanngjarnt vöruverð og aðgengi að öllu vöruframboði verslananna, en í tilkynningunni kom fram að ekki yrði hægt að versla kæli- og frystivöru fyrst um sinn,“ segir í bókun sveitarstjórnar. „Verði það ekki raunin mun sveitarstjórn leita annarra leiða til að mæta þörfum íbúa sveitarfélagsins.“ Einn sveitarstjórnarmanna bókaði að hann vildi að kannað verði til hlítar með möguleika á að fá annan verslunaraðila inn á svæðið. /MÞÞ Reykjahlíðarþorpið við Mývatn. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.