Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 202058 LESENDABÁS Sannleikurinn um upprunavottorð Í þessu blaði hefur sala á svo köll­ uðum upprunavottorðum raforku heldur betur fengið að finna fyrir gagnrýni og stór orð látin falla um meintan ósóma þess kerfis. Hér verður gerð heiðarleg tilraun til að útskýra virkni, tilgang og áhrif sem útgáfa þessara vottorða hefur. Til að skilja mikilvægi þessa kerfis, þá er ágætt að gleyma aðeins Íslandi um stund og skoða mikilvægi kerfisins úr frá meginlandi Evrópu. Skilvirkt kerfi sem virkar Neysla og framleiðsla eru óaðskiljanlegar systur. Öll neysla er algerlega háð einhverri framleiðslu og öfugt. Raforkuframleiðsla með jarðefnaeldsneyti er ósjálfbær og mengandi. Í gegnum tíðina hafa verið reyndar ýmsar leiðir til að efla græna raforkuframleiðslu í Evrópu. Vandamálið er að raforkukerfi Evrópu er samtvinnað sem þýðir að bæði kolaorkuver og vindmyllur framleiða inn í sameiginlegan suðupott rafeinda sem notendur taka svo út af, án þess að geta valið milli grænna eða dekkri lausna. Áður en græn skírteini komu til sögunnar var erfitt fyrir græna raforkuframleiðendur og umhverfisvæna notendur að tengjast með beinum hætti. Grænar upprunaábyrgðir er kerfi sem leysti þennan vanda og sló margar flugur í einu höggi. Með upptöku á kerfinu sköpuðust þessi skilyrði: A) nú getur umhverfisvænn not- andi pantað eða tekið frá fyrir sig græna raforkuframleiðslu, án þess hreinlega að leggja eigin streng að vindorkuveri. B) nú getur umhverfisvænn not- andi sannað að hann var sannarlega að kaupa græna raforku. C) nú getur grænn raforkufram- leiðandi selt upplýstum og umhverfisvænum notanda græna raforku, án þess að leggja til hans sér streng. D) nú fær grænn raforkufram- leiðandi verðskuldaða og kærkomna bónusgreiðslu fyrir grænni framleiðslu. E) umfram allt er komið í veg fyrir blekkingar kaupenda sem héldu fram, án formlegrar staðfestingar, að þeir væru bara að nota græna raforku. Það besta er svo að þegar öll raforkuframleiðsla verður á endanum orðin græn þá leggst kerfið sjálfkrafa af. Þetta kerfi hefur sannarlega virkað sem alger vítamínsprauta fyrir græna raforkuframleiðslu í Evrópu en einnig hjálpað umhverfisvænum fyrirtækjum að fá faglega vottun um græna stefnu. Flestir geta verið sammála um að vottunarkerfi geta hjálpað bæði fyrirtækjum og neytendum að velja rétt. Það er t.d. þægilegra og öruggara að fá vottun þriðja aðila. Tökum sem dæmi Fairtrade-merkingu, en slík merking tryggir að kaffibaunir séu keyptar frá framleiðanda sem ekki stundar barnaþrælkun. Slík vottun er örlítið öruggari en fullyrðing einstakra söluaðila sem eru jafnmisjafnir eins og þeir eru margir. Ef mjólk væri eins og rafmagn Við getum smíðað ýkt dæmi hér á Íslandi hvernig samsvarandi kerfi gæti virkað. Segjum að tvenns konar mjólkurframleiðendur væru á landinu. A) risaverksmiðjubú með 1000 kýr og B) minni fjölskyldubú með miklu færri kýr. Sem neytandi get ég ekki valið hvora mjólkina ég fæ úr fernunni enda safnast öll mjólkurframleiðsla í sameiginlega súpu sem örfáir vöruframleiðendur vinna svo úr. Ef ég hefði þá hugmyndafræði að fjölskyldubú væri málið og vildi styðja slíka framleiðslu umfram hina þá gæti ég með svipuðu kerfi keypt upprunavottorð frá fjölskyldubúinu. Þannig gæti ég styrkt framleiðslu fjölskyldubúsins og sannað þann stuðning án þess að þurfa hreinlega að keyra til bóndans á fjölskyldubúinu langar leiðir og tappa á brúsa. Mjólkin frá verksmiðjubúinu er ekkert verri neysluvara en úr fjöl- skyldubúinu frekar en rafeind frá kolaorkuveri er ekkert verri vara en frá vindorkuveri. Það er hins vegar framleiðsluaðferðin sem er ólík, og skilvirk leið til að styðja við þá framleiðslu sem neytandinn kýs er að kaupa upprunavottorð. Með mjólkurupprunavottorði gæti ég með auðveldum hætti stutt við fjöl- skyldubúið sem fengi þá aukatekjur sem gerði það samkeppnishæfara gagnvart verks miðjubúinu. Ekkert svindl væri í gangi þar sem fjöl- skyldubúið má bara gefa út jafnmörg vottorð og lítra sem það framleiðir. Ég get þá sem neytandi með góðri samvisku drukkið mjólk úr sameig- inlegum heildarpotti vitandi að ég hef sannarlega greitt aukakrónur til fjölskyldubúsins fyrir nákvæmlega sama magn og ég innbyrði, þökk sé kerfinu. Ísland og upprunaábyrgðir Ísland hefur tvöfalda sérstöðu varð- andi raforku. A) Við framleiðum alla okkar raforku með grænum hætti og B) 85% framleiðslunnar fer á alþjóðalegan markað. Já, á alþjóð- legan markað. Raforkan okkar er útflutningsvara þó enginn sé sæ- strengurinn. Stórnotendur á Íslandi nota íslenska raforku til að fram- leiða vörur eða þjónustu sem fer öll á alþjóðamarkað. Það er því ekkert skrýtið, að mínu mati, að íslenskir raforkuframleiðendur fái alvöru vottun á íslenska orku til að sýna fram á gæði hennar á alþjóðamark- aði. Stórnotendur á Íslandi geta auðveldlega keypt þessa vottun og staðfest þannig formlega að þeirra vara er raunverulega framleidd með grænum hætti. En þarf einhverja vottun, vita ekki allir í heiminum að íslensk orka er græn? Í fyrsta lagi er það nú ekki alveg öruggt og í öðru lagi þá vilja erlend fyrirtæki í meira mæli fá alvöru vottanir á slíku fyrir sína faglegu umhverfisstjórnun. Þetta er ástæða þess að fyrirtæki eru að innleiða vottanir og staðla, því að í flóknu og hröðu alþjóða við- skiptaumhverfi eru gerðar æ meiri kröfur um fagmennsku og óháðar vottanir þriðja aðila. Það er alger grundvallar misskiln- ingur að græn uppruna vottorð sýni að íslensk raforkuframleiðsla sé ekki græn. Þvert á móti staðfestir upprunavottorðakerfið, með óháð- um hætti, að íslensk raforka er svo sannarlega græn. Það er hins vegar hluti af raforkukaupum á Íslandi (stórnotendur) sem ekki hefur vott- orð vegna þess að stórnotendur hafa ekki viljað borga fyrir slíkt. Öll heimili, bændabýli og hefðbundin fyrirtæki fá hins vegar slík vottorð frítt og geta staðfest með formleg- um hætti að þeirra notkun sé 100% græn. Breyttir tímar Það hlýtur að vera mikilvægt fyrir Ísland að vera þátttakendur í upprunavottorðakerfinu. Þessu má líkja við hvernig sumir ís- lenskir fiskframleiðendur leitast eftir formlegum vottunum sem segja til um að íslenskur fiskur sé veiddur úr sjálfbærum stofnum. Það er mun vænlegra en að vona bara að erlendir kaupendur viti að íslenskt fiskveiðistjórnunarkerfi sé til fyrirmyndar. Við, sem eigendur auðlindarinnar, sem við seljum að mestu á erlendan markað, hljótum að mega fá alþjóðlega gæðavottun á hana. Það er eitthvað fáránlegt við það að vera ekki þátttakendur í slíku kerfi og svipta þannig íslensk útflutningsfyrirtæki möguleikanum á því að selja vörur með vottaðri grænni raforkunotkun. Það væri t.d. súrt fyrir íslenskan bleikju- eða tómataframleiðanda að geta ekki selt vörurnar á franskan Michelin- stað sem mögulega gerir kröfur til allra sinna birgja um vottaða græna raforkunotkun. Gjöf eða sala Tekjurnar af sölu þessara ábyrgða enda með einum eða öðrum hætti í ríkissjóði t.d. í gegnum arðgreiðslur Landsvirkjunar, fyrirtæki sem við eigum öll saman. Nú kynnti ríkis- stjórnin nýverið 600 milljóna króna framlag í það að hraða lagningu á jarðstrengjum og annað eins þarf svo til að jafna dreifingarkostnaði raforku milli þéttbýlis og dreifbýlis. Er óeðlilegt að þeir peningar sem koma úr orkuauðlindinni í gegnum upprunaábyrgðakerfið verði nýttir til innviða uppbyggingar og kostnað- arjöfnunar í orkugeiranum? Græn upprunavottorð fylgja núna með raforkukaupum allra heimila og fyrirtækja fyrir utan allra stærstu notendurna. Uppi eru háværar kröf- ur frá þessum stór notendum raforku um að við förum út úr þessu kerfi. Það er spurning hvort við sem eigendur auðlindarinnar og orku- fyrirtækjanna sættum okkur við að mega ekki fá óháða vottun á hrein- leika auðlindarinnar. Við gætum líka valið að láta stórnotendur fá þessar vottanir endurgjaldslaust þ.e.a.s. hreinlega gefið þeim millj- arða af staðfestum verðmætum sem raforkuauðlindin okkar gefur. Hvort sá gjörningur væri sanngjarn og eðlilegur, verður hver og einn landsmaður og jafnframt eigandi auðlindarinnar, að gera upp við sjálfan sig. Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs Sigurður Ingi Friðleifsson. Bænda 8. október Sumarið kom, sá og sigraði með ferðalögum landsmanna um land allt. Blómlegar sveitir með sauðfé á beit og sællegar kýr úti á túnum og einstök náttúra landsins allsráðandi allt um kring. Verandi kúabóndi er lítið um sumarfrí fyrr en hausta tekur, svo þegar tækifærið loksins kom var pakkað ofan í tösku og lagt land undir fót. Mér finnst fátt annað skemmtilegra en að keyra um sveitir landsins, helst fyrir utan þjóðveginn, í dölum og fjörðum þar sem búskapur er lífið, því fyrir mér er lífið í kringum landbúnaðinn. Þegar rökkva tók var svo loksins komið að áningarstað fyrir nóttina, huggulegt vinsælt hótel í einum firðinum, sem var nánast fullbókað fyrir nóttina þó langt væri liðið á septembermánuð. Ákveðið var að snæða á veitingastað hótelsins sem bauð upp á fyrirfram ákveðinn 3 rétta matseðil með nautalund í aðalrétt. Þegar dásemdarnautalundin var reidd fram spurði bóndinn, að sjálfsögðu, hvort lundin væri íslensk? Nei, nautalundin var dönsk. Svo ég spyr, getum við virkilega ekki gert betur? Eftir að hafa ferðast um og notið landsins okkar endaði ferðalagið á danskri nautalund, bið ég um í það minnsta að eiga valið. Valið um að geta stutt við íslenska matvælaframleiðslu á sama tíma og það er verið að lækka verð til bænda, einmitt sökum aukins innflutnings og um leið er þrengt að bændum sem eru geymdir á biðlistum hjá sláturhúsum landsins sem telur oft í mánuðum. En hefur neytandinn valið? Upprunamerking matvæla á veitingastöðum er mikið kapps- mál sem verður að koma til framkvæmda hið fyrsta. Um leið og upprunamerking matvæla á veitingastöðum er komin til framkvæmda er valið komið til neytandans. Valið um að geta sett fram þær kröfur um að fá að njóta alls þess besta sem Ísland hefur upp á að bjóða, alla leið ferðalagsins, alla leið á diskinn. Myndir þú grípa danskt drykkjarvatn á flösku í stað þess íslenska út í verslun? Styðjum íslenskan efnahag, alla leið. Gerum kröfur um upprunamerkingar matvæla, alla leið á diskinn. Íslandi allt. Heiðbrá Ólafsdóttir Höfundur er lögfræðingur, kúabóndi og situr í stjórn Miðflokksins í Rangárþingi. Danskt drykkjarvatn Heiðbrá Ólafsdóttir. Bændablaðið er mest lesna blaðið á landsbyggðinni Hvar auglýsir þú? Lestur prentmiðla á landsbyggðinni ViðskiptablaðiðMannlíf H eim ild: Prentm iðlakönnun G allup. K önnunartím i okt.-des. 2019. 50% 40% 30% 20% 10% Stundin DV Morgunblaðið Fréttablaðið Bændablaðið Bændablaðið / Bændahöllin við Hagatorg / Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is Lestur Bændablaðsins: 41,9% 21,9%19% 5,8% 9,1% 5,2%2,2% 41,9% 21,9% 29,2% á landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðinu landsmanna lesa Bændablaðið BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.