Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 41 Matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna (FAO) lýsti nýlega yfir miklum áhyggj- um af afleiðingum COVID-19 á fjölskyldu bú í heiminum sem mörg hver eru í slæmri stöðu í kjölfar faraldursins. Nú er áratugur fjöl- skyldubúskapar hjá Sameinuðu þjóðunum sem gefið hefur út alhliða umgjörð sem lönd geta farið eftir í sínum þjóðaráætlunum til að styðja við þess háttar búskap. Með því að grípa til aðgerða með bændum getur það, að mati stofnunar­ innar, samtímis dregið úr áhrifum af alheimsfaraldrinum og lagt sitt af mörkum fyrir Dagskrá sjálfbærrar þróunar 2030 hjá stofnuninni. Fjölskyldubúskapur, sérstak lega á smærri búum, er mjög berskjaldaður fyrir áhrifum af heimsfaraldrinum COVID­19. Tíma bundnar takmark­ anir í mörgum löndum hindra leið þeirra inn á markaði og viðkvæm­ ar vörur þeirra ásamt dýrum verða fyrir mestum áhrifum af því að fá neitun frá mörkuðum og sláturhús­ um. Einnig getur verið grafið undan aðgangi þeirra að mörkuðum vegna breytinga á neysluhegðun fólks, lok­ unar á bændamörkuðum og öðrum viðskiptaleiðum eins og skólum og við önnur tækifæri í innkaupum. Bændur á fjölskyldubúum sem skortir geymsluaðstöðu eiga á mikilli hættu að glata framleiðslu sinni. Geta sigrast á áskorununum Inngrip til að takast á við núverandi neyðarástand verður að tryggja lífs­ viðurværi fjölskyldna í dreifbýli á sama tíma og haldið er áfram framleiðslu bænda þó að aðgangur þeirra að mörkuðum raskist. Því er, að mati Matvæla­ og landbún­ aðarstofnunarinnar, nauðsynlegt, um leið og heilsu bænda og öryggi framleiðsluvara þeirra er varðveitt, að fara í mótvægisaðgerðir sem stuðla að félagslegri tryggingu þar sem þörf er á ásamt því að tryggja aðgang að grunnvörum og aðföngum. Á sama tíma þarf að tryggja aðgang að mörkuðum, ásamt því að flutningi og dreifingu sé haldið gangandi á ör­ uggan hátt þannig að fjölskyldubú geti haldið áfram að afhenda fersk matvæli til sinna samfélaga og svæð­ isbundinna matvælakerfa og þannig leikið sitt hlutverk í að endurnýja hið staðbundna hagkerfi í átt til meira jafnvægisástands. Ákall til þjóða Stofnunin sendir nú út ákall til þjóða til að draga úr áhrifum heimsfar­ aldursins á matvælakerfi, hnattræn og sértæk inngrip landa verði að gera samtímis með ólíkum mæli­ kvörðum á hverjum stað. Ráðstafanir sem ætlað er að vernda og endurað­ laga hnattrænar fæðu öflunarkeðjur verði að bæta við samhengisbundnar lausnir til að nýta þær svæðisbundnu auðlindir sem til eru og vörur. Fjölskyldubú eru í sérstaklega góðri stöðu til að veita alhliða lausnir. Þau, ásamt samökum þeirra og samvinnu­ félögum, eiga rætur á sínum svæðum, þau eru vel tengd inn í nærumhverfi sitt og þekkja vel framleiðsluskilyrði sín. Með því að starfa með þeim geta stjórnvöld sigrast á margvíslegum áskorunum og náð markmiðum sem snúa að hagkerfum, félagslegum þáttum og umhverfisvíddum sjálf­ bærrar þróunar. Með tafarlausum inngripum sem snúa að núverandi neyðarástandi, geta lönd tekist á við þessi tækifæri til að ná varanlegum lausnum og stuðla að umbreytingu í áttina að sjálfbærari matvælakerfum. /ehg- FAO Með undirskriftasöfnun krefst Stjórnar skrárfélagið, að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá, sem félagið segir samþykkta í þjóðar- atkvæðagreiðslu 2012. Það er ekki rétt. „Kosið“ var um breytingar á stjórnarskrá og ekki um nýja stórn- arskrá. Þar fyrir utan var krossað við á pappírum, sem voru bornir í hús líkt og markpóstur. Fram- kvæmdin líkari skoðanakönnun en kosningu. Ekki trúi ég að þjóðar- atkvæðagreiðslur séu þannig í nýju stjórnarskránni. Ég tók þátt í krossaprófinu og merkti við það sem sneri að auðlindunum, eins og 90% þjóðarinnar gerði. Svo var annað, sem ég skildi ekki nógu vel til að geta krossað við það. Auk þess treysti ég ekki Jóhönnu og Steingrími, sem með einbeittum vilja vildu ganga í ESB strax eftir myndun stjórnar. Svo virtist sem stjórnarskráin hefði hindrað það. Eftir skoðanakönnunina héldu stjórnvöld þvi fram að ný stjórnarskrá hefði verið samþykkt í kosningum. Til þess að geta haldið því fram hefði þurft að spyrja um allan pakkann í heild sinni en ekki um stök atriði. Niðurstaðan var skýr. Þjóðin vildi fá kvótann til baka. Á þessum tíma var makríllinn farinn að koma hingað og var utan kvóta. Með 90% úr krossaprófinu fengu þau Jóhanna og Steingrímur margfalt umboð til breytinga á kvótakerfinu, eins og VG og SF lofuðu fyrir kosningarnar. Þau hefðu getað boðið út makrílkvótann og sett allan kvótafisk á markað. Þá hefði komið verð á kvótann og ekki þurft að rífast um verð á rækju í dag eða um hvað útgerðir hefðu selt karfann á fyrir 10 árum. Í stað þess að gera það voru stjórnvöld föst í því fari að ný stjórnarskrá hefði verið samþykkt í löglegum kosningum. Þessi vitlausa afstaða hefur ekkert gert annað en að festa kvótann í sessi. Nú ætlar nýja Stjórnarskrárfélagið að hjakka áfram í sama farinu. Það mun tefja breytingar og er kvótakóngum um land allt skemmt. Ásetningur nýja Stjórnarskrár­ félagsins um að endurheimta auðlindirnar er góður. Vænlegra til árangurs væri að breyta núverandi undirskriftasöfnun í undirskriftasöfnun um að ná kvótanum til baka. Stjórnarskrárfélagið ætti að einbeita sér að því og svo að öðrum auðlindum, sneið fyrir sneið. Líkt og EES hefur sneitt af fullveldi Íslands með orkupökkunum. Merkilegt hversu margir þeirra sem vilja nýja stjórnarskrá vilja líka ganga í ESB. Með inngöngu í ESB verður stjórnarskrá ESB rétthærri okkar stjórnarskrá. Jóhanna reyndi að standa við loforð sitt um inngöngu í ESB. Steingrímur lofaði kvöldið fyrir kosningar að ganga ekki í ESB en sveik það strax daginn eftir. Þrátt fyrir þau svik treystir Alþingi Steingrími í embætti forseta þingsins og er því skiljanlegt að traust til Alþingis fari þverrandi. Sigurður Oddsson Gabion grjóthleðslu körfur Nokkrar stærðir til á lager GABION KÖRFUR TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 865-9277 VEFFANG www .bkhonnun . is Hönnun: ARTPRO Hýsi-Merkúr hf. | Lambhagavegi 6 | 113 Reykjavík | S. 534 6050 | merkur@merkur.is | www.merkur.is Rafstöðvar MARGAR GERÐIR TIL Á LAGER - Þekking - Reynsla - Færni. - Meðal þeirra sem hafa varaaflsstövar frá okkur eru; Neyðarlínan, flugvellir, sjúkrahús, rafveitur, vatnsveitur, hitaveitur, flugfélög, bankar, Tollstjóri, Alþingi, hótel, veitingahús, mörg stærri fjölbýlishús með lyftum. Margskonar fyrirtæki í matvælaframleiðslu, heildsölu og iðnaði sem þola illa rafmagnsleysi. Bænda Smáauglýsingar 56-30-300 LESENDABÁS Stjórnarskráin Sigurður Oddsson. UTAN ÚR HEIMI Fjölskyldubúskapur á undir högg að sækja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.