Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 202012
FRÉTTIR
Meirihluti fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi telja sig lifa COVID af:
Bjartsýni og kraftur ríkjandi en
gera má ráð fyrir þungum vetri
„Það er ánægjulegt að sjá kraft
inn og jákvæðnina sem kemur
fram í þessari könnun, þrátt fyrir
þá erfiðu stöðu sem er verið að
vinna með. Ferðaþjónustuaðilar
eru þrautseigir og tilbúnir að
vinna með þau tækifæri sem gef
ast ásamt því að vera tilbúnir í að
setja allt á fullt aftur um leið og
færi gefst. Mikilvægt er að stjórn
völd styðji við greinina í gegnum
næstu mánuði og vinni þannig með
þessum aðilum að því að viðhalda
kraftinum og möguleikunum á
hraðri uppbyggingu á ný,“ segir
Arnheiður Jóhannsdóttir, fram
kvæmdastjóri Markaðsstofu
Norðurlands.
Stofan gerði á dögunum könnun
á stöðu og horfum í ferðaþjónustu
á Norðurlandi. Meðal þess sem
fram kemur í könnuninni er
að meirihluti forsvarsmanna
ferðaþjónustufyrirtækja á Norður
landi telja að fyrirtæki þeirra muni
komast í gegnum þá erfiðleika
sem COVID19 faraldurinn hefur
orsakað.
Úrræði henta ekki
Könnunin er svipuð þeirri sem var
gerð á vormánuðum, en tilgangurinn
var að sjá hvort eitthvað hefði
breyst hjá fyrirtækjunum síðan
þá. Heilt yfir eru niðurstöðurnar
svipaðar, en þó hefur orðið sú
breyting að helmingi fleiri nýta nú
hlutabótaleið stjórnvalda en gerðu
það á vordögum. Engu að síður er
tæplega helmingur fyrirtækja ekki að
nýta úrræði stjórnvalda og meirihluti
sagði ástæðuna vera þá að úrræði
stjórnvalda henti þeim ekki.
Arnheiður segist ekki hafa
fullnægjandi upplýsingar úr könn
uninni hvers vegna aðeins rétt um
helmingur fyrirtækja nýti sér þau
úrræði sem stjórnvöld bjóði upp á.
Það veki vissulega nokkra athygli
hversu fáir nýti það sem í boði er af
hálfu stjórnvalda. „Við sjáum að stór
hluti lítilla fyrirtækja er ekki að nýta
úrræðin. Það er mikilvægt að horfa
sérstaklega á þennan hóp og skoða
hvernig er hægt að koma til móts við
hann. Að sama skapi verður að skoða
aðstæður á ákveðnum svæðum þar
sem eru miklir erfiðleikar og tryggja
að ferðaþjónustan geti starfað af
krafti eftir kórónuveirufaraldurinn,“
segir Arnheiður. „Við veltum því
fyrir okkur hver ástæðan er, smæð
fyrirtækja getur þar haft áhrif,
árstíðasveifla eða kannski aðrar
ástæður,“ segir hún.
Bjartsýni en ákveðnar
blikur á lofti
Samt sem áður segir hún ákveðna
bjartsýni ríkja í hópi forsvarsmanna
ferðaþjónustufyrirtækja í lands
hlutanum og það viti á gott. Alls
sögðu 76% aðspurðra að það væri
líklegt eða mjög líklegt að fyrirtæki
þeirra myndi lifa af það ástand sem
hefur skapast vegna COVID19.
Þó hefur þeim fjölgað sem segjast
í óvissu um hvort fyrirtækið verði
opið næstu 12 mánuði. Í vor kváðust
8% svarenda í óvissu með hvort
fyrirtækið yrði gangandi en nú hefur
fjölgað í hópnum, 18% þeirra sem
tóku þátt í könnuninni segjast nú vera
í óvissu með hvort fyrirtæki verði
opið. „Það eru greinilega ákveðnar
blikur á lofti með veturinn,“ segir
hún. „Mér sýnist að hann muni verða
þungur, enda sést lítið af erlendum
ferðamönnum.“
Sumir loka, aðrir aðlaga
vöruframboðið
Arnheiður segir að þegar hafi ein
hver fyrirtæki tekið ákvörðun um að
loka þar til næsta vor en önnur hafi
tækifæri á að ná til innlendra ferða
manna. „Norðurland hefur um árabil
verið vinsælasta svæði Íslendinga
þegar kemur að vetrarferðum og
bendir reynslan í sumar til þess að
við munum fá töluverðan
fjölda í styttri ferðir þar
sem fólk kemur á skíði og
til þess að njóta menningar,
afþreyingar, veitinga og
góðrar þjónustu.“
Þá bendir hún á að
ferða þjónustufyrirtæki
hafi í ríkum mæli aðlagað
vöruframboð sitt í kjöl
far breyttra aðstæðna, en
rúmlega helmingur þeirra
fyrirtækja sem tóku þátt
í könnuninni hafði gert
breytingar á vöruframboði.
Helstu breytingar snúa að
verði, tilboðum, minna
framboði, hætt var með ákveðna
vöru og framboðið almennt lagað að
því sem höfðar meira til Íslendinga.
Það átti bæði við um matseðla
veitingastaða og afþreyingu.
/MÞÞ
Norðurland hefur um árabil verið vinsælasta svæði Íslendinga þegar kemur
að vetrarferðum. Skíðaferðir eru ofarlega á blaði hjá mörgum.
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Myndir / Markaðsstofa Norðurlands
Gera má ráð fyrir að róðurinn verði þungur hjá ferðaþjónustunni á komandi
vetri, enda sjást vart erlendir ferðamenn lengur. Hvítserkur mun áfram standa
vaktina, ferðalöngum til ánægju.
Þrátt fyrir að blikur séu á lofti í ferðaþjónustunni
varðandi veturinn er ákveðin bjartsýni ríkjandi
í atvinnugreininni og telja forsvarsmenn flestra
fyrirtækja að þau muni lifa COVID-19 ástandið
af. Hér má sjá Goðafoss í vetrarbúningi.
Nýr ræktunarleiðtogi
íslenska hestsins
Elsa Albertsdóttir hefur verið ráð
inn til að taka við starfi Þorvaldar
Kristjánssonar sem ræktunar
leiðtogi íslenska hestsins.
Elsa hefur verið í starfi hjá
RML frá síðustu áramótum, þegar
tölvudeild Bændasamtakanna kom
yfir til RML, og hefur séð um
keyrslur á kynbótaútreikningum
og þróun þess ásamt því að vera
kynbótadómari en hún hefur verið
alþjóðlegur dómari í 13 ár.
Elsa er doktor í erfða og
kynbótafræði og hefur víðtæka
reynslu af hestamennsku, svo sem
við þjálfun, kennslu, sem kynbóta,
gæðinga og íþróttadómari, ásamt
því að vinna beint við utanumhald á
ræktunarstarfinu. Menntun Elsu og
áralöng reynsla af störfum tengdri
ræktun íslenska hestsins mun því
nýtast vel í þessu starfi sem byggir á
því að halda utan um ræktunarstarfið
og ekki síst ráðgjöf og fræðslu til
hestamanna og ræktenda.
Dr. Elsa Albertsdóttir.
Undirbúa kennslu á háskólastigi á Austurlandi:
Mun efla samfélögin og
atvinnulíf í fjórðungnum
Samstarfssamningur um undir
búning stofnunar háskóla útibús
og kennslu á háskólastigi á Austur
landi hefur verið undirritaður.
Markmið samningsins er að tryggja
áframhaldandi upp byggingu þekk
ingarsamfélags á Austurlandi og er
ráðgert að fyrsta skrefið í þá veru
verði frumgreinadeild sem taki til
starfa haustið 2021.
„Það eru sterkir grunnatvinnu
vegir á Austurlandi í sjávarútvegi,
áliðnaði og ýmsum verk og tækni
greinum. Á þeim innviðum verður
byggt í þessu verkefni sem vonir
standa til að muni efla samfélög
og atvinnulíf í fjórðungnum. Ég
fagna samvinnu við sveitarfélögin
á Austurlandi sem standa saman
að þessu verkefni,“ segir Lilja
Alfreðsdóttir mennta og menn
ingarmálaráðherra, sem skrifaði
undir samninginn.
Horft til styrkleika atvinnulífsins
Við skipulag háskólaútibúsins
verður horft til þarfa og styrkleika
atvinnu lífs á Austurlandi og í fram
haldi af námi við frum greinadeild
er fyrirhugað að boðið verði upp
á grunnnám í hagnýtri iðnaðar
tæknifræði til B.Sc. gráðu, þriggja
og hálfs árs nám til alls 210 ECTS
eininga. Sem stendur er ekki boðið
upp á tæknifræðinám utan höfuð
borgarsvæðisins.
/MÞÞ
Einar Már Sigurðarson, formaður Austurbrúar, Sambands sveitarfélaga
á Austurlandi, og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra
undirrituðu samninginn.