Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 202028 LÍF&STARF Katrín Grétarsdóttir byrjaði að vinna með íslenska ull árið 2003 og eftir það var ekki aftur snúið. Nú rekur hún verslunina Flókakonan og hefur vinnustofu í sama húsnæði að Brekkuhúsum í Grafarvogi í Reykjavík þar sem dagarn­ ir fljúga við þæfingu ullar og margvís­ legan sauma­ skap. Það er óhætt að segja að maður komi inn í litríkan ævintýraheim ullarinnar við að heimsækja Katrínu, sem býr til skraut­ muni og nytja­ hluti úr íslensku ullinni. „Ég hef alltaf verið mikil handavinnukona og var lengi vel heimavinnandi með börnin mín sem eru núna á þrítugs- aldri. Á ákveðnum tímapunkti ákvað ég að fara í hóp handverksfólks í Mosfellsbæ þar sem ég lærði að nota leir. Þar hitti ég konu frænda míns sem er leikskólakennari og hún benti mér á að ég þyrfti endilega að prófa að vinna með ull. Þannig að ég byrj- aði við eldhúsborðið heima að gera tilraunir með íslensku ullina og þá var ekki aftur snúið. Íslenska ullin er alveg einstök, það er hægt að gera svo margt við hana því hún er svo viðráðanleg og hægt að móta eftir hentisemi þegar hún er blaut,“ segir Katrín, sem er lærð hárgreiðslukona. Hátt í 900 flókar á viku Katrín fær innblástur úr goða- fræðinni en einnig einkenna flók- arnir hennar eða fígúrurnar sem hún býr til úr þæfðri ull hið þjóðlega ís- lenska og þjóðtrúnni. „Þetta vatt fljótlega upp á sig og ég fór að hugsa hvað ég gæti gert fyrir ferðamenn en jafnframt Íslendinga. Þetta er létt vara og kostar ekki mikið svo það er hent- ugt fyrir ferðamenn að grípa með sér slíkan minjagrip. Formið á flókunum mínum er alltaf eins og síðan get ég leikið mér að því að klæða þá í nýja búninga og liti. Þegar mest var seldi ég á bilinu 100 til 900 flóka á viku og var með konur hér í vinnu enda nóg að gera, en síðan fór auðvitað allt á annan veg eftir að kórónu- krísan skall á,“ útskýrir Katrín og segir jafnframt: „Þannig að túristabransinn er auðvitað hruninn og síðan verður maður að sjá hversu lengi það varir. En að sama skapi hefur það gefið mér aukinn tíma til að koma öllum mínum hugmyndum í verk því það er aldrei hörgull á þeim. Ég er til dæmis barnaskóasjúklingur og hef núna loksins tíma til að sinna því ásamt því að ég er byrjuð að leira aftur. Eftir að COVID skall á hef ég líka verið að þróa kúlur sem skraut í glugga og mottur undir hnakka og í barnavagna ásamt undirlagi fyrir göngugarpa sem þeir geta notað úti í náttúrunni. Þó að ég sé orðin ein eftir á vinnustofunni vegna ástandsins þá líða dagarnir hratt og það er alltaf nóg að gera.“ Katrín Grétarsdóttir hannyrðakona hefur unnið með íslenska ull í 17 ár þar sem hún hannar og framleiðir alls kyns skrautmuni og nytjahluti undir merkinu Flókakonan. Myndir / Úr einkasafni Vörur Katrínar eru í senn litríkar og þjóðlegar og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi úr vörulínum hennar. Eftir að kórónukrísan skall á hefur Katrínu gefist meiri tími til að þróa nýjar vörur og hér er eitt dæmi um það, mottur úr þæfðri ull undir hnakka fyrir hestamenn. Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Flókakonan í Grafarvogi nýtir íslensku ullina í alls kyns skrautmuni og nytjahluti: Þjóðlegar kynjaverur úr þæfðri ull HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Bænda 8. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.