Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 202010 FRÉTTIR Búnaðarsamband Suðurlands ályktar um fæðuöryggi þjóðarinnar: Mikilvægt að standa vörð um innlenda matvælaframleiðslu Á stjórnarfundi BSSL þann 27. ágúst sl var umræða um matvæla- og fæðuöryggi þjóðarinnar og mikilvægi þess að halda því á lofti. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun: Búnaðarsamband Suðurlands fagnar stofnun Matvælasjóðs en hlutverk hans er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla sjóðsins er á nýsköp- un, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla framleiðslu með það að markmiði að ná til verkefna, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Á tímum kórónuveiru-farald- ursins er nú sem aldrei fyrr mikil- vægt að standa vörð um innlenda matvælaframleiðslu og huga að fæðuöryggi þjóðarinnar. Breskir bændur vilja ekkert múður og að innfluttar matvörur lúti sömu framleiðslukröfum og innlend framleiðsla: Innflutningsbann á matvæli sem standast ekki kröfur um gæði, velferð og umhverfismál Breskir bændur óttast að hags- munir þeirra verði fyrir borð bornir í óðagotinu við að ná viðskiptasamningum við ESB vegna útgöngu Breta. Hafa þeir nú safnað milljón undirskriftum með kröfu um að bresk stjórn- völd banni allan innflutning á matvælum sem stenst ekki sömu framleiðlsukröfur og bresk fram- leiðsla hvað varðar gæði, velferð og umhverfismál. Þessi krafa hefur náð eyrum fólks langt út fyrir raðir bænda. Þannig hefur baráttufólk fyrir fæðu- og mat- vælaöryggi sem og aðgerðarsinnar í dýravelferðarmálum stutt málið samkvæmt fréttum The Guardian og Financial Times. Óttast er að bresk stjórnvöld láti undan kröfum Bandaríkjamanna og fleiri þjóða um viðskipti með landbúnaðarvörur sem framleiddar eru með mun frjálslegri notkun stera, eiturefna og lyfja í landbúnaði en heimilt er að viðhafa í Bretlandi. Bændur mótmæltu hugsanlegum viðskiptasamningum við Banda- ríkja menn í eins konar „útrýmingar- uppreisn“ með akstri dráttarvéla um miðborg Lundúna í júlí síðastliðinn. Var það gert undir slagorðunum „Save British Farming“. Minette Batters, formaður Landssambands bænda í Bretlandi (National Farmers Union’s), segir að ef það eigi að gera viðskiptasamn- inga við Bandaríkin, Ástralíu eða einhverja aðra sem skapi hættu á að breska markaðnum sé drekkt í lággæðamatvælum sem framleidd eru með aðstoð hormónalyfja, skordýreiturs, gróðureyðingar- efna, sýklalyfja og efna sem veikja dýravelferðarstaðla, þá verði þing- menn að greiða sérstaklega um það atkvæði. Yfir milljón undirskriftir Á sunnudag (20. september) höfðu 1.046.855 einstaklingar skrifað undir kröfu um að maturinn sem er á boðstólum standist kröfur þeirra um gæði, dýravelferð og um- hverfismál við framleiðslu hans. Í þessari kröfu segir í lauslegri þýðingu: „Okkar ríkisstjórn skal tryggja að öll matvæli sem neytt er í Bretlandi, hvort sem er á heim- ilum, í skólum, á sjúkra húsum, á veitingastöðum eða eru seld í versl- unum, séu framleidd samkvæmt sömu ströngu kröfum og gerðar eru til framleiðslu bænda í Bretlandi. COVID-19 hefur sett mikilvægi fæðuöryggis og rekjanleika fæð- unnar í öndvegi. Ég (undirritaður) trúi því að bresk stjórnvöld sjái tækifærin sem felast í alþjóðlegum hagsmunum Bretlands til að kynna sjálfbærni í framleiðslu og neyslu um heim allan. Landbúnaður vítt og breitt um Bretland er í háum gæðastaðli hvað varðar öryggi og velferð samhliða metnaði til að ná jafnvægi í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2040. Mjög strangt eftirlit er með hvaða framleiðsluhættir eru leyfðir í land- búnaðarframleiðslu í Bretlandi og ég ætlast til að sömu reglur gildi um framleiðslu á allri fæðu sem flutt er inn til landsins. Sem og að fæða sem ég borða sé örugg, rekjanleg og framleidd samkvæmt ströngustu kröfum um velferð og umhverfisstaðla. Áður en Bretland hefur við- ræður um viðskipti við lönd um allan heim, þá krefst ég þess að bresk stjórnvöld setji lög sem komi í veg fyrir að flutt séu inn matvæli sem standist ekki kröfur laga um slíka framleiðslu hér í landi.“ /HKr. Minette Batters, formaður Lands- sambands bænda í Bretlandi. Breskir bændur mótmæltu fyrirhuguðum viðskiptasamningi við Bandaríkin með mótamælaakstri dráttarvéla um miðborg Lundúna í júlí. Krafist er að sömu kröfur séu gerðar til framleiðsluaðferða á innfluttum landbúnaðarafurðum í Bretlandi og gerðar eru til innlendrar framleiðslu. Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35 – Dýralæknar munu heilbrigðisskoða með fjarfundarbúnaði Fyrir yfirstandandi sláturtíð var ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, í samstarfi við Matvælastofnun og Landssamtök sauðfjárbænda. Nú liggur fyrir að 35 sauðfjárbýli taka þátt í verkefninu sem eru staðsett víðs vegar um landið. Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins síðustu mánuði. Marmiðið er að kanna hvort skapa megi grundvöll til að bændur geti í auknum mæli slátrað eigin gripum og selt til neytenda og þannig stuðlað að bættri afkomu sauðfjárbænda, en um leið að gætt verði að matvælaöryggi og dýravelferð. Hólmfríður Sveinsdóttir, doktor í lífvísindum og næringarfræðingur, hefur verið ráðin til að stýra verkefninu fyrir hönd ráðuneytisins. Heilbrigðisskoðun með fjarfundarbúnaði Fyrirkomulag verkefnisins er með þeim hætti að þátttakendur munu sjálfir sjá um heimaslátrunina heima á bæjum en heilbrigðis- skoðun verður í höndum dýralækna Matvælastofnunar með tvenns konar hætti; annars vegar með heimsókn dýralæknis á 19 bæi og hins vegar í gegnum fjarfundarbúnað í beinu streymi á 16 bæjum. Bændur munu mæla sýrustig og taka sýni fyrir örverumælingar í því skyni að mæla gæði kjötsins. Afurðir úr verkefninu verða ekki seldar á markaði. Samkvæmt samningnum fjármagnar ráðuneytið sýnatökur og rannsóknir á örverumælingum. /smh Í undirbúningshópi fyrir verkefnið voru meðal annarra bændurnir í Birkihlíð í Skagafirði, þau Þröstur Heiðar Erlingsson og Ragnheiður Lára Brynjólfs- dóttir. Mynd / HKr. Yfirlitsmynd yfir aðstöðuna í Eldstæðinu. Eldstæðið opnar dyr fyrir matarfrumkvöðla: Byrjar á að taka á móti sprotunum í viðskiptahraðlinum Eldstæðið, sem er deilieldhús fyrir matarfrumkvöðla, smáfram- leiðendur og áhugasama matgæð- inga, hefur fengið starfsleyfi og er formlega tekið til starfa. Það er frumkvöðullinn Eva Michelsen sem mun stýra Eldstæðinu en hún hefur undanfarna fjóra mánuði unnið hörðum höndum að því að standsetja húsnæði í Kópavogi, ásamt góðum félögum sem eru í hennar teymi. Blaðamaður heimsótti frum- kvöðulinn Evu Michelsen í maí síð- astliðnum þegar hún var nýtekin við húsnæðinu. Þá sagði hún að fara þyrfti í talsverða fjárfestingu í tækjabún- aði og uppsetningu á starfsstöðvum. Verkefnið væri rekið undir rekstrar- félaginu Eldstæðið ehf. en eigendur þess eru hún sjálf og maður hennar. „Við fjármögnum þetta af eigin fé, en ég er með mjög góða aðila í kringum mig sem eru ómetanlegir í þessu ferli,“ sagði hún. Tíu sprotafyrirtæki fá aðstöðuá Eldstæðinu Forsaga Eldstæðisins liggur í samnefndum Facebook-hópi, sem hún hefur haldið utan um undanfarin misseri. Eva segir í tilkynningu að hún hafi fengið góðar viðtökur og ótal fyrirspurnir um aðstöðuna. Þar kemur fram að Matarauður Íslands hafi veitt Eldstæðinu styrk til að taka á móti tíu sprotafyrirtækjum sem hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita, sem vinna frumkvöðlastörf í framleiðslu og vinnslu matvæla. „Við erum afskaplega stolt og þakklát að geta unnið með frumkvöðlunum sem taka þátt í viðskiptahraðlinum,“ segir Eva. Opið hús þegar aðstæður leyfa Það er Icelandic Startups sem rekur hraðalinn í samstarfi við Íslenska sjávarklasann, með stuðningi Nettó, Matarauðs Íslands og Landbúnaðar- klasans. Í tilkynningunni er haft eftir Salmóme Guðmundsdóttur, fram- kvæmdastjóra Icelandic Startups, að markmið hraðalsins sé að aðstoða frumkvöðla við að byggja upp næstu kynslóð fyrirtækja með því að veita þeim faglega undirstöðu og hraða ferl- inu frá því að hugmynd kviknar þar til viðskipti taka að blómstra. Því sé aðgangur að Eldstæðinu kærkomin og mikilvæg viðbót við verkefnið. Um þessar mundir er unnið úr öllum þeim umsóknum sem Eldstæðinu hafa borist, en til stendur að hafa opið hús þegar aðstæður leyfa þar sem áhugasömum gefst tækifæri til að kynna sér þá aðstöðu sem Eldstæðið býður upp á. Nánari upplýsingar eru að finna á www.eldstæðið.is og á samfélags- miðlum. /smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.