Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 202042 Kanill er með elstu kryddum ver­ aldar. Um tíma var það ríflega þyngdar sinnar virði í gulli og gerð voru út skip til að leita uppruna þess. Kanill kemur talsvert við sögu í Gamla testamentinu og ekki annað að sjá en að ilmurinn þess sé Guði þóknanlegur þar sem það er hluti af ilmsmyrslum samkomu­ tjaldsins. Heimsframleiðsla á kanil jókst úr 25 þúsund tonnum árið 1961 í um 230 þúsund tonn árið 2017. Samkvæmt upplýsingum FAOSTAD er Indónesía stærsti framleiðandi kanils í heim- inum með um 92 þúsund tonn. Kínverjar eru í öðru sæti og fram- leiða um 78 þúsund tonn. Víetnam er með ársframleiðslu á tæpum 36 þúsund tonnum, Srí Lanka um 17 og Madagaskar um 2,5 þúsund tonn. Kanill er einnig ræktaður og framleiddur á Indlandi, Bangladess, Jövu, Súmötru, Vestur-Indíum, Brasilíu og í Egyptalandi. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru árið 2019 flutt inn rétt rúm 4,6 tonn af þurrkuðum kanilberki og kanilstöngum, 683 kíló af kanilblómum til matargerðar og tæp 16,7 tonn af pressuðum og muldum kanil, eða tæp 22 tonn af kanilafurðum. Auk þess sem kanill er innihaldsefni í ýmsum tilbúnum réttum, eins og til dæmis kanilsnúðum sem fluttir eru inn. Ættkvíslin Cinnamomum Hátt í 250 tegundir trjáa eða runna tilheyra ættkvíslinni Cinnamomum og finnast villtar víðs vegar í Suðaustur-Asíu, Kína eða á Indlandi, hvort sem er til fjalla, í regnskógum eða á þurrum svæðum. Sumar tegundir eru sígrænar og ná þær hæstu um 30 metra hæð og getur stofn þeirra verið um þrír metrar í þvermál. Ein eða margstofna með gul brún- um og margrifnum berki. Blöðin oft ilmsterk, gagnstæð, ljósrauð í fyrstu en verða dökkgræn með tímanum, glansandi, þykk og leðurkennd, egg- eða lensulaga, oddmjó og heilrennd og það drýpur vatn úr enda margra tegunda í vætutíð og þar sem rakastig er hátt. Blómin smá, hvít eða gul og með grænni slikju en aldin eru svört og egglaga. Kryddið kanill er unnið úr innri berki nokkurra tegunda innan ætt- kvíslarinnar Cinnamomum. Í Kína er það unnið úr C. cassia, í Indónesíu úr C. burmannii, C. loureroi í Víetnam og C. verum á Srí Lanka en á Indlandi er kanill talsvert unninn úr villtri C. citriodorum. Kanill á markaði í dag er aðallega unninn í C. cassia og C. burmannii frá Indónesíu og Kína. C. cassia er ræktunaryrki sem ekki finnst villt í náttúrunni. Sá kanill sem upprunalegastur er og bestur þykir er unninn úr C. verum, samheiti C. zeylanicum, frá Srí Lanka og gekk lengi og gerir eflaust enn undir heitinu Ceylon-kanill. Ceylon-kanill Cinnamomum verum sem Ceylon- kanill er unninn úr er sígrænt tré sem nær um 15 metra hæð. Blöðin heilrennd og lensulaga, 7 til 18 sentímetrar að lengd. Blómin ilmsterk, ljósgræn og vaxa mörg saman í axi. Aldinið líkist svörtu beri en er steinaldin og hvert með einu fræi. Auðvelt er að þekkja kanilstangir í C. cassia og C. verum á því að stangir C. cassia eru þykkari og grófari en C. verum. Erfiðara er aftur á móti að þekkja tegundirnar í sundur sem kanilduft. Ólíkt Ceylon-kanil getur mikil neysla á C. cassia valdið eitrun í lifur. Dularfullur uppruni Kanill á sér langa ræktunarsögu. Talið er að kanill sem krydd hafi verið flutt til Egyptalands að minnsta kosti tvö þúsund árum fyrir upphaf okkar tímatals og þá eftir Silkileiðinni frá Kína og sjóleiðina um Rauðahaf frá Indlandi og Srí Lanka. Elsta skráða heimild um kanil í Kína er í ljóði frá því á annarri öld fyrir upphaf vestræns tímatals en nytja á því þar líklega mun eldri. Í ljóðinu er ilmi kanils lýst sem þeim dásamlegasta í öllu Norður-Kína en í seinni tíma lýsingu er talað um heilan skóg af sígrænum kaniltrjám í fjöllum Suður-Kína. Fyrsti Vesturlandabúinn til að lýsa kanil frá Kína var arabíski kortamaðurinn Ibn Khuddadhbin sem var uppi á 9. öld. Kanill var dýr verslunarvara og þótti vel hæf sem gjöf til kóngafólks, faraóa og sem fórn til æðri guða. Kryddinu var fórnað til gríska guðsins Apolló í borginni Miletus í Tyrklandi og í musteri Heru á grísku eyjunni Samos á gullöld grískrar menningar á 5. og 4. öld fyrir Krist. Egyptar til forna notuðu kanil við smurningu múmía, líklega til að deyfa nálykt, og sem reykelsi. Elstu grísku heimildina um kanil, eða kasia eins og þeir kölluðu kryddið, er að finna í ljóði eftir skáldkonuna Sappho sem var uppi 630 til 570 fyrir Krist á eyjunni Lespos. Gríski heimspekingurinn Aristó- teles, 348 til 322 f. Kr., segir í Historia Animalium, eða Sögu dýr- anna, að enginn viti hvaðan kanill er upprunninn en að stórir kanilfuglar HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Kanill og þefskyn Guðs Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Kanilstangir, duft og þurrkuð aldin. Kanill er unninn úr berki kaniltrjáa. Kanill skorinn og búntaður í Kína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.