Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 37 Af sérstökum ástæðum þá eigum við þessar lengdir á lager. Litað bárujárn Þykkt: 0,60 mm Breidd: 1045 mm Klæðir: 988 mm 3.600 kr m² m/vsk. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. STRÚKTÚR ehf - Stangarhyl 7 - 110 Reykjavík - struktur@struktur.is - sími: 588 6640 Ef keypt er 30 - 100 m² 20% afsláttur 2.880 kr m² m/vsk Ef keypt er 101 - 1000 m² 30% afsláttur 2.520 kr m² m/vsk Ef allt er keypt 50% afsláttur 1.800 kr m² m/vsk RAL 5009 Lengd: 3.300 mm 71 stk Lengd: 4.800 mm 151 stk RAL 8012 Lengd: 6.700 mm 148 stk Lengd: 5.900 mm 41 stk Lengd: 6.940 mm 24 stk UTAN ÚR HEIMI Rannsókn Sterling-háskóla í Skotlandi á loftmengun á akvegum í útgöngubanni vegna COVID-19: Ekki dró úr hættulegustu rykögnunum við nær algjöra stöðvun umferðar í Skotlandi – Gæti jafnvel verið hættulegra að vera heima hjá sér, segir stjórnandi rannsóknarinnar Útgöngubann vegna COVID-19 og stöðvun bílaumferðar dró ekki úr hættulegustu loftmenguninni sem fer illa í lungu fólks í Skotlandi, samkvæmt rannsókn Sterling- háskóla. Hins vegar dró úr losun köfnunarefnisdíoxíðs. Rannsókn stofnunar fyrir félagslega markaðssetningu og heilsu við Sterling-háskóla í Skotlandi var kynnt á heimasíðu skólans þann 8. september síðastliðinn. Þar kemur fram að ekki dró úr fínustu og hættulegustu mengunarögnunum í andrúmsloftinu þrátt fyrir nær algjöra stöðvun bílaumferðar. Segir í niðurstöðum rannsóknarinnar að í raun geti fólk verið í meiri hættu innandyra heima hjá sér heldur en á umferðargötum. Þó er líka tekið fram að dregið hafi úr losun köfnunarefnisdíoxíðs vegna minni bílaumferðar. Rannsókninni var stýrt af dr. Ruaraidh Dobson, sem sagði að yfirleitt hafi verið gengið út frá því að færri bílar á götunum þýddi að það myndi draga úr loftmengun utandyra í Skotlandi. Um leið myndi draga úr sjúkdómstilfellum sem tengjast mengun. Jafnvel hættulegra að vera heima en úti i umferðinni „Hins vegar sýnir rannsókn okkar, þvert á rannsóknir sem gerðar hafa verið á stöðum eins og Wuhan i Kína og í Mílanó, að engar sannanir fundust fyrir því að dregið hafi úr mengun fínna agna í andrúmsloftinu í Skotlandi í útgöngubanninu,“ sagði Dobson. Ökutæki ekki eins afgerandi skaðvaldur og talið var „Þetta gefur til kynna að ökutæki séu ekki eins afgerandi skaðvaldur hvað varðar hættulegustu loftmengunina í Skotlandi. Fólk gæti því verið í meiri hættu vegna lélegra loftgæða inni á sínum eigin heimilum. Sérstaklega við eldamennsku og þegar reykt er á illa loftræstum stöðum.“ Ekkert er þó minnst á hina vinsælu iðju í frítímum fólks að grilla mat yfir opnum eldi sem oft skapar mikla reykmengun og m.a. losun koldíoxíðs sem menn anda oft að sér í miklu magni við eldamennskuna. Samanburður gerður við loftmengun 2017, 2018 og 2019 Í rannsókninni er verið að tala um agnir sem eru flokkaðar sem PM2.5. Dr. Dobson og félagi hans, dr. Sean Semple, rannsökuðu loft- mælingagögn af 70 stöðum vítt og breitt í Skotlandi í 31 dag á tímabilinu 24. mars, eða degi eftir nær algjöra stöðvun samfélags- ins í Bretlandi, og til 23. apríl. Þessi gögn báru þeir saman við gögn yfir jafn marga daga á sama tímabili á árunum 2017, 2018 og 2019. Nær óbreytt magn hættulegustu loftagnanna Í niðurstöðum rannsóknarinnar 2020 kom fram að þéttleiki PM2.5. agna í andrúmsloftinu var 6,6 míkrógrömm á rúmmetra (µg/m3) eða svipað og í mælingum frá 2017 þegar þær mældust vera 6.7 µg/m3 og í mælingum 2018 þegar þær voru 7.4 µg/m3 á sama tímabili. Þá var líka skoðaður mengunar toppur sem varð 2019 þegar smæstu agnirnar mældust vera 12.8 µg/ m3. Sá mengunartoppur var hins vegar rakinn til mikils svifryks frá Sahara-eyðimörkinni sem skerti loftgæðin í Bretlandi í apríl 2019. Ef sá þáttur er dreginn frá mæli- niðurstöðum þá var mengunin í apríl 2019 „ekki nema“ 7.8 µg/m3. Rannsakendur telja nauðsyn- legt að bera saman mengun utan- húss við mengun í híbýlum manna í þessu COVID-19 ástandi. Það sé mikilvægt til að meta hvort aukin innanhússmengun geti mögulega haft áhrif til aukinnar dánartíðni. /HKr. Dr Ruaraidh Dobson, sem stýrði rannsókninni á svifrykinu á skoskum vegum. Þjóðvegur í Skotlandi, nær engin umferð vegna lokunar út af COVID-19. Samt dró ekki úr minnstu og hættulegustu rykögnunum í loftinu. Mynd / Úr skýrslu Stirling-háskóla Bænda 56-30-300Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna fram- kvæmda á yfirstandandi ári í Afurð, greiðslukerfi landbúnað- arins, afurd.is Umsóknum skal skilað eigi síðar en 1. október næst- komandi. Framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. greinar reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1260/2018 geta sótt um jarðrækt- arstyrk og landgreiðslur. Skilyrði og forsenda fyrir veitingu stuðnings eru fullnægjandi skil á skýrsluhaldi í Jörð. Jarðræktarstyrkir Framlögum til jarðræktarstyrks skal varið til jarðræktar, það er að segja nýræktar og endurræktunar á túnum, kornræktar og ræktunar annarra fóð- urjurta. Uppskera er forsenda fyrir jarðræktarstyrk. Beit búpenings telst vera uppskera og nýting kornhálms til uppræktunar jarðvegs í útiræktun grænmetis telst styrkhæf. Ekki telst styrkhæf ræktun ef kornrækt er eingöngu ætluð til að draga að gæsir til skotveiði, nema ef kornhálmur er sannarlega hirtur eða plægður niður. Önnur ræktun sem ekki er nytjuð til búskapar, þar með talin sáning í golfvelli, tjaldstæði og svo framvegis er ekki styrkhæf. Sækja þarf nú um jarðræktarstyrki vegna útiræktaðs grænmetis á sérstökum umsóknum þar sem fjármagn vegna þess er hluti af endurskoðuðum samstarfssamningi um garðyrkju, og er umsóknarfrestur til 23. október 2020. Auglýst verður hvenær opnað verður fyrir þær umsóknir í Afurð. Landgreiðslur Framlögum til landgreiðslna skal ráðstafa á ræktað land sem uppskorið er til fóðuröflunar og framleiðanda er heimilt að nýta. Framlög eru ekki greidd út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. /VH Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Breyting á lögum um einnota drykkjarvöruumbúðir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, sem sett hafa verið til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Í tilkynningu frá ráðuneytinu vegna frumvarpsins segir að því sé ætlað að fylgja eftir hluta þeirra tillagna sem fram koma í skýrslu starfshóps um drykkjarvöruumbúðir frá júlí 2018, auk þess sem lagðar eru til nauðsynlegar breytingar á skilagjaldi og umsýsluþóknun. Meðal tillagna er að markmiðsákvæði sé bætt við lögin, að skilakerfið nái til fleiri aðila en verið hefur og heimild ráðherra til að setja ákvæði um söfnunarmarkmið og stærð umbúða í reglugerð. A t h u g a s e m d i r v i ð frumvarpsdrögin þurfa að berast eigi síðar en 3. október næstkomandi. /VH STJÓRNARRÁÐ&STOFNANIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.