Bændablaðið - 24.09.2020, Side 23

Bændablaðið - 24.09.2020, Side 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 23 Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 UTAN ÚR HEIMI Mercedes-Benz GenH2. Væntanlegir kaupendur munu geta prófað bílinn 2023. Fjöldaframleiðsla á svo að hefjast á GenH2 einhvern tíma eftir 2025. Vetnisknúinn Benz trukkur á teikniborðinu: Á að komast 1.000 km á tanknum Daimler, framleiðandi Mercedes-Benz hefur unnið að vetnistækni í áratugi. Þar er nú verið að þróa vetnis-efnarafal sem á að skila Benz trukk allt að 1.000 kílómetra á einni tankfyllingu. Þarna er um að ræða næstu kyn- slóð flutn inga bíla til nota á löngum akstursleiðum í harðnandi samkeppni bíla framleiðenda um að hemja kolefnisútblástur vegna dísilolíu frá þung- um ökutækjum. Eins og greint var frá í Bændablaðinu í febrúar sl., þá greindi Martin Daum, yfirmað- ur trukkaframleiðslu Mercedes- Benz, frá því á ráðstefnu í Berlín í október 2019 að fyrirtækið hygðist veðja á vetni og notkun efnarafala til lengri framtíðar. Það yrði einkum fyrir þung farartæki til langkeyrslu en rafhlöður yrðu fram að því í bílum til styttri ferða. Þess má til gamans geta að þessi sami Martin er góður vinur okkar einstaka Rallý-Palla, Páls Halldórs Halldórssonar. Hefur Martin m.a. komið við sögu í breytingarferl- inu þegar Palla datt í hug á sínum tíma að gera venjulegan Mercedes-Benz Sprinter sendibíl að ofur-fjallatrukk. Eitthvað sem var þá víðs fjarri hugmyndaflugi bílahönnuða hjá Daimler. Út á þessa hugdettu Páls hafa þeir síðan selt fjöldann allan af dísilknún- um Sprinterbílum til breytinga í fjallatrukka á Íslandi. Vetnisknúnir rafbílar Vetnisknúnir bílar eru í raun rafbílar, eða tvinnbílar. Þar er orkumiðillinn vetni sem geymt er í fljótandi formi á tönkum þar til því er umbreytt eftir þörfum í raforku með aðstoð efnarafals. Nokkrir fleiri rútu- og trukkafram- leiðendur hafa þegar lýst yfir svip- uðum áformum Daimler og má því búast við að innviðauppbygging vegna vetnisbíla fari á fullt skrið innan tíðar í Evrópu og Norður- Ameríku. Þegar hefur verið kynntur hugmynda bíll Daimler sem nefndur hefur verið Mercedes- Benz GenH2. Samkvæmt frétt í Forbes munu væntanlegir kaup- endur geta prófað bílinn 2023. Fjöldaframleiðsla á svo að hefjast á GenH2 á síðari hluta komandi áratugar. Mercedes-Benz eActros seinkað um tvö ár Daimler mun, þrátt fyrri að veðja á vetni fyrir stærri bíla, líka framleiða vörubíla fyrir styttri og miðlungsvegalengdir sem knúnir verða rafmagni og geyma orkuna í rafhlöðum. Þar verður m.a. um að ræða Mercedes-Benz eActros LongHaul, sem áður hefur verið sagt frá hér í Bændablaðinu, og á að komast 500 km á einni rafhleðslu. Áætlað er að hefja framleiðslu á þessum cActros árið 2024. Þetta er töluverð seinkun miðað við fyrri áform sem miðuðu við 2022, sem skýrist væntanlega af samdrætti á öllum sviðum iðnaðar vegna COVID-19. Til að ná niður framleiðslu- kostnaði er ráðgert að orku- og drifkerfi bílsins verði samsett úr einingum (modular platform). Þannig verði auðvelt að breyta samsetningu eftir kröfum mis- munandi markaðssvæða. /HKr. Mercedes-Benz eActros LongHaul er hreinræktaður rafmagnsbíll. Hann á að komast 500 km á einni rafhleðslu. Áætlað er að hefja framleiðslu á þessum cActros árið 2024. Bænda 8. október

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.