Bændablaðið - 24.09.2020, Qupperneq 23

Bændablaðið - 24.09.2020, Qupperneq 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 23 Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 UTAN ÚR HEIMI Mercedes-Benz GenH2. Væntanlegir kaupendur munu geta prófað bílinn 2023. Fjöldaframleiðsla á svo að hefjast á GenH2 einhvern tíma eftir 2025. Vetnisknúinn Benz trukkur á teikniborðinu: Á að komast 1.000 km á tanknum Daimler, framleiðandi Mercedes-Benz hefur unnið að vetnistækni í áratugi. Þar er nú verið að þróa vetnis-efnarafal sem á að skila Benz trukk allt að 1.000 kílómetra á einni tankfyllingu. Þarna er um að ræða næstu kyn- slóð flutn inga bíla til nota á löngum akstursleiðum í harðnandi samkeppni bíla framleiðenda um að hemja kolefnisútblástur vegna dísilolíu frá þung- um ökutækjum. Eins og greint var frá í Bændablaðinu í febrúar sl., þá greindi Martin Daum, yfirmað- ur trukkaframleiðslu Mercedes- Benz, frá því á ráðstefnu í Berlín í október 2019 að fyrirtækið hygðist veðja á vetni og notkun efnarafala til lengri framtíðar. Það yrði einkum fyrir þung farartæki til langkeyrslu en rafhlöður yrðu fram að því í bílum til styttri ferða. Þess má til gamans geta að þessi sami Martin er góður vinur okkar einstaka Rallý-Palla, Páls Halldórs Halldórssonar. Hefur Martin m.a. komið við sögu í breytingarferl- inu þegar Palla datt í hug á sínum tíma að gera venjulegan Mercedes-Benz Sprinter sendibíl að ofur-fjallatrukk. Eitthvað sem var þá víðs fjarri hugmyndaflugi bílahönnuða hjá Daimler. Út á þessa hugdettu Páls hafa þeir síðan selt fjöldann allan af dísilknún- um Sprinterbílum til breytinga í fjallatrukka á Íslandi. Vetnisknúnir rafbílar Vetnisknúnir bílar eru í raun rafbílar, eða tvinnbílar. Þar er orkumiðillinn vetni sem geymt er í fljótandi formi á tönkum þar til því er umbreytt eftir þörfum í raforku með aðstoð efnarafals. Nokkrir fleiri rútu- og trukkafram- leiðendur hafa þegar lýst yfir svip- uðum áformum Daimler og má því búast við að innviðauppbygging vegna vetnisbíla fari á fullt skrið innan tíðar í Evrópu og Norður- Ameríku. Þegar hefur verið kynntur hugmynda bíll Daimler sem nefndur hefur verið Mercedes- Benz GenH2. Samkvæmt frétt í Forbes munu væntanlegir kaup- endur geta prófað bílinn 2023. Fjöldaframleiðsla á svo að hefjast á GenH2 á síðari hluta komandi áratugar. Mercedes-Benz eActros seinkað um tvö ár Daimler mun, þrátt fyrri að veðja á vetni fyrir stærri bíla, líka framleiða vörubíla fyrir styttri og miðlungsvegalengdir sem knúnir verða rafmagni og geyma orkuna í rafhlöðum. Þar verður m.a. um að ræða Mercedes-Benz eActros LongHaul, sem áður hefur verið sagt frá hér í Bændablaðinu, og á að komast 500 km á einni rafhleðslu. Áætlað er að hefja framleiðslu á þessum cActros árið 2024. Þetta er töluverð seinkun miðað við fyrri áform sem miðuðu við 2022, sem skýrist væntanlega af samdrætti á öllum sviðum iðnaðar vegna COVID-19. Til að ná niður framleiðslu- kostnaði er ráðgert að orku- og drifkerfi bílsins verði samsett úr einingum (modular platform). Þannig verði auðvelt að breyta samsetningu eftir kröfum mis- munandi markaðssvæða. /HKr. Mercedes-Benz eActros LongHaul er hreinræktaður rafmagnsbíll. Hann á að komast 500 km á einni rafhleðslu. Áætlað er að hefja framleiðslu á þessum cActros árið 2024. Bænda 8. október
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.