Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 202024 Verkefnið Bambahús byggir á þeirri hugmyndafræði að virðis- auka þau verðmæti sem finna má í einnota umbúðum með megin- áherslu á svokallaða bamba. Bambar eru 1.000 lítra plasttankar gerðir úr plasti og galvaníseruðu járni. Í þeim eru fluttir inn alls kyns vökvar, meðal annars til mat- vælaframleiðslu. Aðstandendur Bambahúsa hafa verið að gera gróðurhús fyrir landsmenn með áherslu á leik- og grunnskóla landsins. Jón Hafþór Marteinsson smíðaði fyrsta Bambahúsið síðasta sumar þar sem nýting á bömbum var í fyrirrúmi. Bolungarvíkurkaupstaður fékk að gjöf tvö hús fyrir verkefnið Fræ til framtíðar, sem er tilraunaverkefni í þeim tilgangi að vera með samfélagsgróðurhús í bæjarfélaginu. „Við erum í raun að setja hugmyndir Jóns Hafþórs í form og jarðbinda þær. Hann fer í hugarflugið og kemur með stóru myndina. Við lítum á þetta sem samfélagsverkefni og byltingu í raun. Það að við getum framleitt gróðurhús úr einnota umbúðum og að fólk geti ræktað sitt eigið grænmeti er mikilvægt á þessum tímum sem við lifum á núna,“ segir verkefnastýran Charlotta Rós Sigmundsdóttir. Allir hlutir nýttir Jón Hafþór fékk hugmyndina árið 2014 og ákvað þá að senda öllum Bolvíkingum bréf hvort áhugi væri á því að vera með samfélagslegt gróðurhús fyrir bæjarbúa. „Í framhaldinu gerði ég gróðurhús með börnunum mínum úr alls kyns rusli frá bænum, meðal annars gömlum vörubrettum, tunnum og gleri. Eina sem var keypt voru skrúfur og kítti. Þessar tilraunir urðu svo kveikjan að hugmyndinni að Bambahúsum. Síðan gekk ég með þessa hugmynd í hausnum í fimm ár því ég var alveg viss um að einhver annar myndi taka þennan bolta á lofti. En svo varð nú ekki, þannig að ég bretti upp ermar og hófst handa við smíði á Bambahúsi sem var vel framkvæmanlegt,“ útskýrir Jón Hafþór og bætir við: „Það kostar á bilinu 5–8 þúsund krónur að farga einum bamba ef fara á með hann í úrvinnslustöð, því eru innflytjendur fegnir ef einhver vill taka þetta, því kostnaður og kolefnisspor er ansi hátt ef bambanum er fargað eða fluttur úr landi. Okkar markmið í dag með þessu verkefni er að engum bamba verði fargað heldur séu allir hlutar hans nýttir til hins ýtrasta.“ Verðum að nýta orkuna betur Víða um allt land eru til bambar í bakgörðum fyrirtækja og standa oftast tómir. Þeir eru fluttir til landsins í miklum mæli og eftir notkun er þeim oftast fargað. „Við erum því að skapa verðmæti úr þessum umbúðum fyrir grænna samfélag og sjáum fyrir að þetta muni skapa samfélagslega byltingu í umhverfisvernd. Einnig þar sem markhópurinn eru skólar og aðrar eins stofnanir snertir þetta menntamál, lýðheilsu, fæðuöryggi og atvinnusköpun. Í hvert 6,6 fm gróðurhús þarf sjö bamba. Húsin eru endingargóð, mjög veðurþolin og sterk en einnig létt og auðflytjanleg,“ segir verkefnastýran Charlotta. Nú þegar hafa nokkur Bambahús verið afhent í skóla og leikskóla og eru einnig farin að prýða garða landsmanna. „Við sjáum fram á mikla vit- undarvakningu, sérstaklega eftir að kórónakrísan skall á, varðandi hvað maturinn okkar er mikils virði. Okkar von er að Bambahúsin muni starfa sem hringrás fyrir samfélagið í heild. Rusl er í raun verkefnalaus verðmæti. Við viljum koma böndum á einnota umbúðir á víð og dreif um landið sem virði er í. Svo er til dæmis hægt að nýta alls kyns affalshita í Bambahúsin. Við verðum að nýta þessa orku betur til að auka heilbrigði. Það er nóg til af rafmagni og um að gera að afhenda það til raunverulegra eigenda. Hvað vilja stjórnvöld gera við þessa orku í framtíðinni?“ spyr Jón Hafþór. Byggja Bambahús í Gufunesi Bambahúsin hafa vakið verð skuldaða athygli með þátttöku á Hönnunarmars og opnu húsi á þjóð hátíðardaginn. Einnig birtist viðtal við Jón Hafþór í Landanum á Ríkissjónvarpinu svo viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Nú hlaðast inn pantanir og nýlega fengum við 600 fermetra iðnaðarhúsnæði hjá Reykjavíkurborg í Gufunesi í gegnum verkefnið Skapandi Reykjavík. Þetta er skemma í niðurníðslu svo nú tekur við að hreinsa til og fínpússa hana svo við getum farið að framleiða Bambahús þar inni. Þannig að nú getum við tekið næsta skref í starfseminni og erum mjög spennt fyrir því,“ útskýrir Charlotta og segir jafnframt: „Við viljum veita innspýtingu í þessa nýju byltingu og vera forsprakkar að þeirri útrás því þetta er einnig hugmynd sem gæti náð langt úti um allan heim. Við munum ekki sækja um einkaleyfi heldur lítum við svo á að við séum að reyna að breyta áherslum í heiminum og verður allt ferlið og teikningar opið fyrir almenning á netinu.“ Jón Hafþór bætir síðan við: „Gróðurhús sem gerð eru úr bömbum eru einstök, þau taka strax á endurvinnslu, nýsköpun, verðmætasköpun, atvinnuþróun, sjálfbærni, næringu, fæðuöryggi og umhverfisvernd. Einnig minnkar þessi starfsemi urðun og förgun, eykur samvinnu og færir landsmönnum máttinn til að útvega sín eigin matvæli. Við hvetjum landsmenn að taka þátt í þessari grænu byltingu með okkur í einu og öllu.“ /ehg LÍF&STARF „Gróðurhús sem gerð eru úr bömbum eru einstök, þau taka strax á endurvinnslu, nýsköpun, verðmætasköpun, atvinnuþróun, sjálfbærni, næringu, fæðuöryggi og umhverfisvernd,“ segir Jón Hafþór Marteinsson, sem smíðar Bambahús. Myndir / ehg Breyta rusli í verðmæti Kjartan Almar Kárason og Charlotta Rós Sigmundsdóttir eru verkefnastjórar Bambahúsa, sem má nú sjá víða hjá leik- og grunnskólum ásamt í einkagörðum fólks. Hér eru sundurskornir bambar nýttir sem gróðurker. HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS Hlaðvarpsþættir Ölmu Dóru Ríkarðsdóttur: Konur í nýsköpun Mánudaginn 14. september kom út glænýtt hlaðvarp, Konur í nýsköp- un. Í þáttunum tekur Alma Dóra Rík arðs dóttir, við- skiptafræðingur og meistaranemi í kynjafræði, viðtöl við áhrifakonur úr n ý s k ö p u n a r u m - hverfinu á Íslandi. Viðtölin eru hluti af rannsókn sem Alma Dóra hefur unnið í sumar hjá atvinnu- vega- og nýsköpun- arráðuneytinu. Efni rannsóknarinnar er staða og valdefling kvenna til nýsköpunar út frá styrkja úthlutunum úr nýsköpunarsjóðum ráðuneytisins. Í kjölfarið vildi Alma Dóra skoða betur reynsluheim, veg- ferðir og þarfir kvenna sem lifa og hrærast í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. „Ég hafði því samband við 16 konur sem allar tengjast nýsköpun á einn eða annan hátt og bauð þeim í viðtöl. Þetta hefur verið skemmtilegt ferli og gaman að kynnast þessum framúrskarandi konum. Þeirra innsýn í nýsköpunarumhverfið á Íslandi hefur verið ómetanlegt fyrir rannsóknina mína. Mig grunaði þó líka að þetta væri áhugavert efni fyrir fólk sem hefur áhrif á nýsköpun, fjölbreytni og jöfnum tækifærum kynjanna. Ég ákvað því að taka viðtölin upp og gefa þau út sem hlaðvarpið Konur í nýsköpun.“ Hlaðvarpið Konur í nýsköpun mun koma út einu sinni í viku á mánudög- um. Þættirnir eru um 30 mínútur að lengd og verður nýr viðmælandi í hverjum þætti. Birtast líka á hlaðvarpsstreymi Bændablaðsins Hægt verður að nálgast hlaðvarpið undir Konur í nýsköpun á helstu streymisveitum, á vefsíðu atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytisins, hjá Flóru útgáfu og í hlaðvarpsstreymi Bændablaðsins. Einnig mun Alma Dóra birta áhugavert efni tengt rann- sókninni á Instagram-reikningi sínum, @almadora. Meðal viðmælenda Ölmu Dóru eru; Huld Magnúsdóttir, fram kvæmd- stjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífs- ins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Kara Connect, Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Avo, Jenný Ruth Hrafnsdóttir, meðstofnandi og vísisfjárfestir hjá Crowberry capi- tal, Salóme Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Icelandic startups, og fulltrúar ný sköpunarsjóða ráðuneyt- isins og háskólanna. Ræddi við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur Fyrsti viðmælandi Ölmu Dóru var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpun- arráðherra. Í viðtalinu ræða þær um vegferð Þórdísar sem leiddu hana í ráðherra- stól, yngst kvenna og næstyngst í sögunni. Þórdís talaði um mikilvægi þess að bæði sækjast eftir tækifærun- um og grípa þau þegar þau gefast og hvernig sýn hennar er á nýsköpunar- landið Ísland til framtíðar. Þegar nýsköpunarlandið 2030 barst í tal hafði Þórdís þetta að segja: „Það væri fjölbreytt samfélag þar sem fólk getur búið hvar sem er, þar sem við leggjum áherslu á þekkingar- greinar, þar sem er öll flóran af frum- kvöðlafyrirtækjum, sprotum, meðal- stórum og stórum fyrirtækjum. Fólk er óhrætt við að skipta um starfsvettvang og nýsköpun er miklu meiri hjá hinu opinbera en hún er í dag.“ Fyrsti viðmælandi Ölmu Dóru var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Bænda 8. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.