Bændablaðið - 22.10.2020, Síða 2

Bændablaðið - 22.10.2020, Síða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 20202 FRÉTTIR Frá 2015 til dagsins dag hafa verið flutt út rúmlega átta þúsund hross frá Íslandi: „Ríkir mikil bjartsýni í greininni“ Eysteinn Leifsson hefur stund- að útflutning á hrossum í vel á þriðja tug ára undir merkinu Export Hestar. Hann segir gott hljóð í hestamönnum sem geti ekki kvartað á þessum undar- legu COVID-tímum, enda hægt að stunda hestamennskuna þrátt fyrir fárið. Árið hefur verið gott fyrir útflutning og segir hann meira jafnvægi í framboði og eftirspurn á hrossum nú en áður. „Ég er ánægður þrátt fyrir allt, það var ekkert Landsmót og ýmis- legt fallið niður en við hestamenn getum ekki kvartað því við getum stundað okkar íþrótt og áhugamál. Fólk ferðaðist á hestum sem aldrei fyrr í sumar og það ríkir almenn bjartsýni í greininni. Ég finn mikinn mun á árinu í ár og í fyrra varð- andi útflutninginn og það er mikið bókað út árið. Ég hef flutt út í kring- um 400 hross á ári, allt frá folöldum upp í stórættuð og hátt dæmd kyn- bóta- og keppnishross, þannig að það er öll flóran í gangi,“ útskýrir Eysteinn og segir jafnframt: „Mesta breytingin sem ég finn í þessum útflutningi frá því að ég byrjaði er í sambandi við skráningu á hrossum sem hefur tekið stökk- breytingum. Það heyrir til undan- tekninga ef það kemur hestur hing- að sem ekki er búið að örmerkja og það einfaldar svo vinnuna, hestur- inn kemur hingað og síðan er lesið af honum. Þetta eykur öryggi og trúverðugleika í greininni finnst mér. Varðandi útflutninginn þá eru það nokkrir þættir sem spila inn í hversu líflegt þetta er núna, t.d. hefur krónan veikst um 15-20% frá áramótum, fólk hefur meiri tíma til að sinna sínum áhugamálum á þess- um skrítnu tímum, og hrossarækt almennt í Íslandshesta-heiminum náði hámarki í góðærinu 2006- 2007 en síðan dró verulega saman í framleiðslu á hrossum svo það er meira jafnvægi í framboði og eftirspurn og þess vegna sitjum við ekki uppi með eins mikið af hrossum og áður. Ég heyri almennt bæði hér heima og erlendis að það er gott hljóð í hestamönnum, þetta er góður lífsstíll.“ Virði umfjallana í fjölmiðlum nemur um 730 milljónum króna Markaðsverkefninu Horses of Iceland (HOI) var ýtt úr vör af Íslandsstofu í apríl árið 2015 með því markmiði að auka vitund um og styrkja ímynd íslenska hestsins á al- þjóðavettvangi. Verkefninu er ætlað að leggja grunn að aukinni verð- mætasköpun og auknum gjaldeyr- istekjum af sölu á hestinum, vörum og þjónustu honum tengdum með faglegu og framsæknu markaðs- starfi. Jelena Ohm er verkefnastjóri Horses of Iceland og segir mörgu hafa verið áorkað með verkefninu. „Íslandsstofa, stjórnvöld og helstu samtök ásamt hagsmuna- aðilum í greininni komu að stofn- un verk efnisins á sínum tíma. Stjórnvöld á Íslandi lögðu verk- efninu til 25 milljónir króna árlega í fjögur ár frá 2016-2019, gegn sama framlagi aðila í hestatengdri starf- semi. Verkefnið var síðan framlengt í byrjun árs 2020 til loka júní 2021 en við erum að vinna að því að gera aftur langtímasamning við ríkið,“ útskýrir Jelena. Áhersla á stafræna miðlun Jelena segir áherslu lagða á að ná víðtæku samstarfi aðila í Íslandshestasamfélaginu um heim allan til að tryggja samræmd skila- boð í markaðsstarfinu og aukinn slagkraft. „Unnið er með langtímasjónar- mið að leiðarljósi. Lögð er mikil áhersla á notkun stafrænnar mið- lunar, vef og samfélagsmiðla til að ná sem mestri útbreiðslu um heim allan og það hefur verið sérstak- lega farsælt á tímum COVID-19. Einnig er lögð áhersla á samlegð í kynningarstarfi innan Íslandsstofu við aðrar greinar, svo sem ferða- þjónustu í markaðsverkefninu Inspired by Iceland og fleiri. Það var líka strax áhersla hjá okkur að vera í góðu samstarfi við lands- félög í hverju landi og styðja við aðgerðir sem eru í gangi á hverjum stað. Þetta hefur komið sér vel og er hagur fyrir alla þátttakendur,“ segir Jelena og bætir við: „Við tölum alltaf um markaðs- verkefni í staðinn fyrir átak, því hugmyndin var frá upphafi að þetta er komið til að vera, ekki bara eitt átak. Þetta er alþjóðlegt verkefni en með takmarkað fjármagn og því þurfum við að vera mjög hnitmiðuð í markaðsaðgerðum, maður sigr- ar ekki allan heiminn í einu. Við ákváðum frá upphafi að einblína á okkar stærstu markaði þar sem við höfum nú þegar innviði til að taka á móti íslenska hestinum, fólk sem kann að járna hann, aðstoða við þjálfun og fleira. Það er Þýskaland og þýskumælandi ríki eins og Austurríki og Sviss ásamt Svíþjóð og fleiri löndum í Skandinavíu en líka Norður-Ameríku og þá sérstak- lega með áherslu á ferðaþjónustu þar.“ Náð til hundruð milljóna um allan heim Hátt í 70 samstarfsaðilar frá fimm löndum hafa gengið til liðs við verk efnið og hafa myndbönd verk- efnisins fengið þrjár milljónir spil- ana á samfélagsmiðlum. „Í ár höfum við verið að endur- skoða okkar upphafsstefnu og unnið að nýrri stefnumótun til fram- tíðar en margt hefur breyst á þess- um tímum. Það hafa ný lönd bæst við sem aðildarlönd FEIF og nú er spennandi að vinna saman til að ná góðum árangri í vitundarvakningu um íslenska hestinn þar. Það kemur fólki oft á óvart þegar þau sjá hvað það er sem verkefnið hefur afrekað. Við erum að mæla bæði innri og ytri mælikvarða á hverju ári en okkar stærstu afrek eru til dæmis að vera komin með tvo þætti hjá FEI TV sem nær til 240 milljóna áhorfenda um allan heim ásamt heimildar- myndinni Equus WorldWide um Mývatn Open Ísmótið og Hólaskóla sem sýnd var á Horse & Country TV sem nær til rúmlega 45 milljóna manna. HOI hefur einnig aðstoð- að við gerð ljósmyndabóka, meðal annars eftir Christiönu Slawik og Guadalupe Laiz, sem eru meðal fremstu og vinsælustu hestaljós- myndara í heimi,“ útskýrir Jelena og segir jafnframt: „Við höfum náð hátt í 55 millj- ónum birtinga á samfélagsmiðlum en samanlagt virði þeirra er um 40 milljónir króna. Á Facebook og Instagram erum við komin með yfir 100 þúsund fylgjendur og um ein og hálf milljón sýningargesta sóttu sýningar þar sem Horses of Iceland var með kynningar. Greinar og þættir í kjölfar blaða- mannaheimsókna náðu til um 293 milljónir manna en samanlagt virði umfjallana í fjölmiðlum nemur um 730 milljónum króna. Ljóst er að HOI hefur náð gríðarlegum árangri í markaðs- setningu íslenska hestsins og haft víðtæk jákvæð áhrif, bein og óbein, á greinina í heild. Markaðsstarfið hefur einnig áhrif á ferðaþjónustu almennt, þar sem mikil kynning á íslenskri náttúru og menningu hefur farið fram samhliða kynningu á íslenska hestinum. HOI-verkefnið hefur skapað samstarfsvettvang innan hestamennskunnar sem ekki var til staðar áður en verkefnið kom til og hefur staðið fyrir sameigin- legu kynningarátaki. Reynsla og fræðilegar rannsóknir hafa sýnt að samstarfs- og markaðsverkefni geta skilað miklum ávinningi en þá aðeins ef þau eru nægilega fjár- mögnuð og til langs tíma.“ /ehg Jelena Ohm er verkefnastjóri fyrir Horses of Iceland-verkefnið sem Ís- landsstofa hefur umsjón með. Eysteinn Leifsson, sem á og rekur fyrirtækið Export Hestar, segist vera ánægður með árið og að mikið hafi verið bókað í útflutning. Hér er hann með dóttur sinni, Kristínu Maríu, sem er 12 ára gömul. Heimaslátrun: Sveinn Margeirsson sýknaður vegna meintra brota á lögum um slátrun og sláturafurðir Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, var sýknaður í Héraðs dómi Norðurlands vestra vegna meintra brota á lögum um slátrun og sláturafurðir. Allur kostnaður við málaferlin greiðist úr ríkissjóði. „Niðurstaða dómsins kemur mér svo sem ekki á óvart en mér er að sjálf- sögðu létt að þessu sé lokið og niður- staðan er góð fyrir málstaðinn sem ég hef staðið fyrir í þessu,“ segir Sveinn. Næsta skref hjá ráðherra „Nú er það í höndum ráðherra land- búnaðarmála að sýna fram á að þessi dómur hafi raunverulega þýðingu fyrir bændur. Að mínu viti hefur ráðherra verið að gera ýmislegt vel í málum sem tengjast heimaslátrun og næsta skref hjá honum er að sýna áfram kjark og koma með reglur sem heimila bændum að slátra heima og selja sínar afurðir beint. Það á ekki að vera mál embættismanna sem eru ekki að vinna vinnuna sína almenni- lega að ákveða hvernig bændur geta aukið sín verðmæti og neytenda að velja hvernig þeir versla.“ Mast kærir „Aðdragandi málsins er að Matís fer í gegnum ákveðna stefnumót- unarvinnu og í framhaldinu er ákveðið að leggja meiri áherslu á frelsi bænda og lagt til að bændur geti slátrað heima og selt sínar vörur sjálfir og neytendur ákveðið hvar þeir kaupa lambakjöt. Í fram haldi af því átti ég von á að það vaknaði vitleg umræða um málið en viðbrögð Matvælastofnunar, Mast, urðu mér gríðarleg vonbrigði og stofnunin fór langt út fyrir meðalhóf í málinu.“ Rétt er að benda á að Sveinn missti starfið sem forstjóri Matís í framhaldi af málaferlunum og ýmis- legt sem bendir til að starfsmissirinn tengist málinu. Sveinn segir að að hans mati sé mjög furðulegt að hægt sé að fara fram með þeim hætti sem Mast gerði. Óeðlileg staða fyrir bændur „Það er engan veginn eðlileg staða fyrir bændur sem vilja stunda ný- sköpun og prófa eitthvað nýtt að eiga yfir höfði sér að vera kærðir til lögreglunnar. Annað dæmi um slíka kæru eftirlitsstofnunar er þegar Lyfjastofnun kærði iðnað- arhampsræktun í Berufirði. Þannig vinnubrögð eftirlitsstofnana eru fullkomlega óásættanleg í því ástandi sem er í landbúnaðinum í dag. Þau draga úr krafti nýsköpunar um allt land.“ MAST fer út fyrir verksvið sitt Framgangur málsins var með þeim hætti að Sveinn fór með tvenns konar kjöt á bændamarkað, annars vegar af heimaslátruðu og hins vegar úr sláturhúsi. „Við vorum í raun að kynna eða miðla upplýsingum um lamba- kjöt og meðferð á því og það var magnað að sjá hversu áhugi fólks var mikill. Í framhaldinu fjallaði Heilbrigðiseftirlit Norðurlands- vestra, sem er það stjórnvald sem á að fjalla um sölu á matvælum, um málið og afgreiðir það. Þremur dögum síðar tekur Mast fram fyrir hendurnar á hinu rétta stjórnvaldi og ákveður að kæra. Það er að mínu mati fyrir utan verksvið stofnunar- innar og allt meðalhóf og ég hef velt því talsvert fyrir mér hvað veldur því að Matvælastofnun gengur svona langt,“ segir Sveinn. Sýknun Að sögn Sveins eru forsendur fyrir sýknun hans einfaldlega þær að það sé engin refsiheimild í lögum fyrir það sem hann gerði. „Satt best að segja skil ég ekki forsendur kærunnar frá Mast. Það vinnur fjöldi lögfræðinga hjá stofnuninni og niðurstaðan er að mínu mat fall- einkunn í lögfræði hjá þeim.“ Sveinn segist enn eiga eftir að ákveða hvort það verði einhver eft- irmál af sýknuninni af sinni hálfu. „Málið hefur í sjálfu sér ekki snúist um mína persónulega hagsmuni í mínum huga. Ég var í vinnu hjá Matís sem hefur meðal annars það hlutverk að auka verðmæti matvæla á Íslandi og gerningurinn var leið til að rækja það hlutverk og það hvort við ætlum að auka verðmætasköpun hjá bændum um allt land eða hvort stefnt sé að áframhaldandi hnign- un.“ /VH Sveinn Margeirsson. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.