Bændablaðið - 22.10.2020, Side 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 20204
Kristjáns Þór Júlíusson sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra
hefur lagt til í ríkisstjórn að Bjarg-
ráða sjóði verði tryggt aukið fjár-
magn á þessu ári vegna óvenju
mikilla kal- og girðingatjóna síð-
asta vetur.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að
vísa málefnum sjóðsins til vinnslu
frumvarps til fjáraukalaga 2020.
Samanlagt tjón metið
á 960 milljónir króna
Sigurður Eyþórsson, framkvæmda
stjóri Bjargráðasjóðs, segir að sjóð
urinn hafi nú um 200 milljónir til ráð
stöfunar en sótt hafi verið um bætur
fyrir kal og girðingatjón sem metið
er á 960 milljónir – um 800 milljóna
króna kaltjón og 160 milljóna króna
g i rð inga t jón .
Bjargráðasjóður
er í dag sjálfstæð
stofnun í eigu
ríkisins en var
til ársins 2016
að jöfnu í sam
eign ríkisins og
Bænda samtaka
Íslands.
Umóknir um
bætur voru 211 vegna kaltjóns en
74 um bætur vegna girðingatjóns, en
umsóknarfrestur var til 1. október.
Gert er ráð fyrir að umsóknir verði
afgreiddar í nóvember og þær greidd
ar út fyrir árslok. /smh
Svæði Umsóknir Kalnir hektarar
Hlutfall
ræktarlands
umsækjenda
Húnaþing og Strandir 34 445 25,50%
Skagafjörður 21 304 21,70%
Eyjafjörður 18 389 30,40%
Suður-Þingeyjarsýsla 63 1.789 55,70%
Norður-Þingeyjarsýsla 27 593 48%
Austurland 48 1.175 48,40%
Alls 211 4.695 41,50%
Svæði Umsóknir Kílómetrar
Húnaþing og Strandir 19 50,2
Skagafjörður 15 24
Eyjafjörður 12 36,1
Suður-Þingeyjarsýsla 15 34,8
Noður-Þingeyjarsýsla 5 31,2
Austurland 2 3
Suðurland 6 15,7
Alls 74 195
1
Svæði Umsóknir Kalnir hektarar
Hlutfall
ræktarlands
umsækjenda
Húnaþing og Strandir 34 445 25,50%
Skagafjörður 21 304 21,70%
Eyjafjörður 18 389 30,40%
Suður-Þingeyjarsýsla 63 1.789 55,70%
Norður-Þingeyjarsýsla 27 593 48%
Austurland 48 1.175 48,40%
Alls 211 4.695 41,50%
Svæði Umsóknir Kílómetrar
Húnaþing og Strandir 19 50,2
Skagafjörður 15 24
Eyjafjörður 12 36,1
Suður-Þingeyjarsýsla 15 34,8
Noður-Þingeyjarsýsla 5 31,2
Austurland 2 3
Suðurland 6 15,7
Alls 74 195
1
FRÉTTIR
Fjárhundurinn Glanni telur sig ekki eiga síðri rétt en margir aðrir til að
komast á síður Bændablaðsins. Enda mikið fyrir myndinni haft og ekki á
hverjum degi sem svo fallegur og duglegur smalahundur stillir sér upp fyrir
myndatöku með sjálfa Haganesvík, Hraunakrók og Tröllaskaga í baksýn.
Mynd / Jónína Bragadóttir
Innlausnarmarkaður fyrir greiðslumark
sauðfjár í byrjun nóvember
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið hefur auglýst að innlausn-
armarkaður fyrir greiðslu mark
sauðfjár verði haldinn í fyrstu
viku nóvember. Innlausnarverð
er núvirt andvirði beingreiðslna
næstu tveggja almanaksára,
kr. 12.764,- fyrir hvert ærgildi.
Greiðslumarkið sem verður inn-
leyst er boðið til sölu á innlausn-
arverði.
„Framleiðendur sem eiga 100
kindur eða fleiri og eru með ásetn
ingshlutfallið 1,0 eða hærra skulu
hafa forgang að 100% þess greiðslu
marks sem er í boði á markaði, þar
af 60% til þeirra sem eiga 200 kind
ur eða fleiri og hafa ásetningshlut
fallið 1,6 eða hærra. Það skiptist
hlutfallslega milli aðila sem hljóta
forgang í samræmi við það magn
sem þeir óskuðu eftir að kaupa. Hver
framleiðandi getur ekki óskað eftir
ærgildum umfram þau sem tryggja
honum óskertar beingreiðslur í
samræmi við fjárfjölda og ásetn
ingshlutfall. Það greiðslumark sem
ekki er úthlutað til framleiðenda
í forgangshópi skal boðið öðrum
umsækjendum.
Með beiðni um innlausn á
greiðslu marki skal fylgja veðbókar
vottorð ásamt staðfestingu á eignar
haldi að lögbýli og samþykki ábú
anda, sameigenda og veðhafa í
lögbýlinu. Kaupandi greiðslumarks
nýtir greiðslumark frá og með 1. jan
úar 2021.
Opnað hefur verið fyrir tilboð
um kaup og sölu greiðslumarks í
Afurð, greiðslukerfi landbúnaðar
ins, www.afurd.is. Einungis er hægt
að skila tilboðum með rafrænum
hætti í Afurð,“ segir í tilkynningu
ráðuneytisins.
Tilboðsfrestur rennur út á mið
nætti 1. nóvember 2020 og verð
ur tilkynnt um niðurstöður mark
aðarins ekki síðar en 8. nóvember
2020. Greiðslufrestur vegna kaupa
á greiðslumarki er til 1. desember
2020. /smh
Framleiðendur sem eiga 100 kindur eða fleiri og eru með ásetningshlutfallið
1,0 eða hærra skulu hafa forgang að 100% þess greiðslumarks sem er í boði
á markaði. Mynd / HKr.
Ríkisstjórnin samþykkir að bæta kal-
og girðingatjón síðasta vetrar
– Samanlagt tjón metið á 960 milljónir krónaLítil notkun á orlofsíbúð
Bændasamtakanna
Eftir litla notkun á orlofsíbúð
Bænda samtakanna við Þorrasali
í Kópavogi, vegna COVID-ástand-
sins og mikilla afbókana síðan í
vor, hefur fyrirkomulagi á leigu
verið breytt þannig að nú er hægt
að leigja út íbúðina einn sólarhring
í einu ásamt helgar- og vikuleigu
eins og áður var.
Opnað hefur verið fyrir skrán
ingu frá janúar til mars árið 2021 og
eru félagsmenn hvattir til að kynna
sér það sem er í boði á hverjum
tíma á orlofsvef Bændasamtakanna
https://www.orlof.is/bondi/.
Í orlofsíbúðinni eru tvö svefnher
bergi með rúmstæðum fyrir fjóra,
rúmgóð stofa og eldhús, bað og
þvottaherbergi og stórar svalir.
Í Þorrasölum eru ný húsgögn og
heimilistæki. Bílskýli er í húsinu og
bílastæði nr. 405 tilheyrir íbúðinni.
Stutt er í alla þjónustu, meðal annars
sundlaug og fjölbreyttar verslanir.
Leigutími er að lágmarki einn sól
arhringur og að hámarki vika í senn.
Sængur og koddar eru til afnota í
íbúðinni. Hægt er að leigja rúmföt
og handklæði hjá umsjónarmanni
gegn vægu gjaldi.
Athygli félagsmanna er sér
staklega vakin á að til að hindra
útbreiðslu COVID19 er ekki
heimilt að nota orlofsíbúðina sem
dvalarstað fyrir sóttkví, eins og
leiðbeiningar frá Landlækni segja
til um. Með því væri verið að
stofna umsjónarmanni og öðrum
félagsmönnum sem koma í næstu
útleigu í hættu. Þá er einnig óheim
ilt að nota íbúðina fyrir einangrun.
Félagsmenn sem dvelja í íbúðinni
eru vinsamlegast beðnir um að
gæta sérstaklega vel að sóttvörn
um og sótthreinsa alla snertifleti í
lok dvalar.
Gabion grjóthleðslu körfur
Nokkrar stærðir til á lager
GABION KÖRFUR
TÖLVUPÓSTUR
sala@bkhonnun . is
SÍMI
865-9277
VEFFANG
www .bkhonnun . is
Hótel Saga ehf. og Bændahöllin ehf.:
Áfram í greiðsluskjóli
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
fallist á að framlengja greiðslu-
skjól Hótel Sögu ehf. og Bænda-
hallarinnar ehf. til 7. apríl 2021.
Veittur er fullur 6 mánaða frestur
eins og lögin heimila, talið frá
deginum sem fyrra skjól rann
út, þann 7. október síðastliðinn.
Sigurður Kári Kristjánsson
hæsta réttarlögmaður segir að
leyfið sé það sem almennt er kall
að greiðsluskjól og felur í sér að
Héraðsdómur Reykjavíkur fram
lengir heimildir Hótel Sögu og
Bænda hallarinnar til fjárhagslegrar
endur skipulagningar í sex mánuði,
eða til 7. apríl 2021.
„Í því felst að félögin njóta
greiðsluskjóls gagnvart kröfuhöf
um sínum. Forsendur þess að
félögin fengu leyfið eru meðal
annars að lögum um fjárhagslega
endurskipulagningu væri fullnægt
og ekki hafi komið fram mótmæli
frá kröfuhöfum og ekki hafi verið
veittar rangar upplýsingar um stöðu
félaganna.“
Sigurður segir að í gangi séu
virkar viðræður við nokkra aðila
sem hafa áhuga á að koma að rekstri
Hótel Sögu og mögulegum kaupum
á fasteigninni. Ekki sé þó hægt að
greina frá hverjir það séu. /VH
Hótel Saga. Mynd / HKr.