Bændablaðið - 22.10.2020, Page 11

Bændablaðið - 22.10.2020, Page 11
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 11 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið hefur gefið út innanlands- vog fyrir sauðfjárrækt í annað sinn, en hlutverk hennar er að skil- greina þarfir innanlandsmarkaðar og eftirspurn eftir kindakjöti. Er markmiðið meðal annars að álags- greiðslur vegna gæðastýringar skiptist á þann hluta heildarfram- leiðslunnar sem ætluð er fyrir inn- anlandsmarkað. Samkvæmt innanlandsvog 2020 verður framleiðslan 7.992 tonn vegna eftirspurnar eftir dilkakjöti innanlands, en á síðasta ári seldust tæp 7.100 tonn á innanlandsmarkaði. Innanlandsvog er unnin í sam- ræmi við 5. grein reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt frá 2019. Til grundvallar útreikningum á inn- anlandsvog liggja upplýsingar um sölu kindakjöts eftir skrokkhlutum síðastliðna 24 mánuði og spá um líklega söluþróun. Samhliða innanlandsvoginni var gerð spá um heildarframleiðslu fyrir framleiðsluárið 2020–2021. Hún er áætluð 8.006 tonn, sem er 1.813 tonnum meira en áætluð eftirspurn innanlands. Spáin byggir á fjölda vetrarfóðraðra kinda og framleiðslu á hverja vetrarfóðraða kind síðast- liðin þrjú ár. Innanlandsvog fyrir kjöt af full- orðnu fyrir framleiðsluárið 2020- 2021 er 1.009 tonn. Áætluð heildar- framleiðsla er 1.293 tonn og fram- leiðsla umfram innanlandsmarkað því 580 tonn. Meiri framleiðsla á síðasta ári Til samanburðar var innanlands- vogin á síðasta ári 7.129 tonn fyrir dilkakjöt og heildarframleiðsla áætluð 8.670 tonn, sem er 1.961 tonn umfram það sem áætluð eftirspurn var innanlands fyrir árið 2019. Fyrir kjöt af fullorðnu fé fram- leiðsluárið 2019–2020 var innan- landsvog 921 tonn, til að mæta innanlandseftirspurn. Spá um heildarframleiðslu var 1.587 tonn og heildarútflutningsþörf því 992 tonn. Innanlandssala kindakjöts árið 2019 nam tæpum 7.100 tonnum, sem er heldur minni sala en gert var ráð fyrir í innanlandsvoginni. Heildarframleiðsla kindakjöts á síð- asta ári reyndist vera 9.719 tonn og hefur hún ekki verið minni frá árinu 2011 þegar hún var 9.587 tonn. /smh Hefur þú prófað nýju kjúklingasteikurnar? Hér er komin veislumáltíð án mikillar fyrirhafnar, steikurnar eru tilbúnar beint í ofninn. Hægt er að velja um tvær spennandi útfærslur; kóreska marineringu með svörtum hvítlauk, chili og sojasósu eða ítalska með rósmarín og papriku. NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOL TA Innanlandsvog sauðfjárræktar 2020: Minni framleiðsla en stærri innanlandsmarkaður Samkvæmt innanlandsvog sauðfjárræktar dregst framleiðsla á kindakjöti saman en innanlandsmarkaður stækkar. Mynd / smh Noregur: Reiknivél fyrir kolefnislosun Á dögunum setti norska land- búnaðar ráðgjöfin í loftið reiknivél fyrir kolefnislosun í landbúnaði sem er liður í að minnka losun og gera norska matvælaframleiðslu umhverfisvænni. Í byrjun verð- ur reiknivélin í boði fyrir kúa-, korn- og svínabændur en síðan munu fleiri greinar bætast inn í kjölfarið. Með reiknivélinni getur bóndinn fengið yfirsýn yfir losun gróðurhúsa- lofttegunda á sínum bæ og gert sér raunhæf markmið til að minnka losun og kolefnisbinda. Reiknivélin er samstarfsverkefni ýmissa aðila í landbúnaði og er verkefnið í eigu 17 aðila, bæði frá samvinnufélögum bænda og úr einkageiranum. Þegar bændur byrja að nota reiknivélina stendur þeim til boða að fá aðstoða frá loftslagsráðunaut og er aðgangur að reiknivélinni bændum að kostn- aðarlausu. /ehg Rannsóknarverkefni: LbhÍ fær 700 millj- ónir frá ESB Nýlega veitti Evrópusambandið 700 milljónum króna til fjögurra ára rannsóknarverkefnis, sem Landbúnaðarháskóli Íslands er m.a. aðili að. Nafn verkefnisins er „Future Arctic“ en tilgangur þess er að gefa innsýn í hvernig graslendi og skógar bregðast við loftslagsbreyting- um. Rannsóknin mun fara fram á starfsstöð Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi. Að verkefninu koma um 50 vísindamenn, þar af sjö nýdoktorar, 22 doktorsnemar og 3 meistaranemar frá 31 stofnun og háskólum frá fimmtán löndum. Þá koma sex einkarekin fyrirtæki að ver- kefninu. Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskólann, er einn af umsjónarmönnum verkefn- isins. /MHH

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.