Bændablaðið - 22.10.2020, Page 13

Bændablaðið - 22.10.2020, Page 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 13 DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR Í SÍMA 540 4900 Arctic Trucks Ísland ehf Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími: 540 4900 Netfang: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is Vönduð amerísk jeppadekk sem henta frábærlega fyrir íslenskar aðstæður. Stærðir 29 - 44”. KANNAÐU ÚRVALIÐ! VERSLUN.ARCTICTRUCKS.IS Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík: Fyrirhugað að hefja ræktun á jarðar- berjum og kryddjurtum „Undirbúningsvinna stendur yfir og við hlökkum til að byrja,“ segir Hálfdán Óskarsson, samlags- stjóri hjá Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungar vík, en þar á bæ stendur til að hefja ræktun á jarðarberjum til að nota í framleiðsluvörur fyrir- tækisins. Sömuleiðis ætlar Arna að framleiða eigin kryddjurtir. Arna á rúmgott húsnæði í Bolung­ ar vík, um 7.000 fermetra að stærð, og nýtir um helming þess undir mjólk­ urvinnsluna. „Við eru hér með heilmikið af ónýttu húsnæði sem við viljum auð­ vitað nýta sem best og þá fyrir okkar starfsemi,“ segir Hálfdán. Markmið fyrirtækisins er að nýta sem mest hráefni af heimaslóðum og reynt er að flytja sem minnst um langan veg með tilheyrandi kolefnisspori. „Þessi hugmynd kom fram, að prófa að rækta hér jarðarber og við ætlum að hrinda henni í framkvæmd,“ segir Hálfdán. Um verður að ræða inniræktun þar sem notuð verður led­lýsing til að spara orku og hita­ og rakastigi innandyra haldið jöfnu allan ársins hring. „Þessi aðferð er til og hún hefur verið notuð t.d. í Rússlandi að því er við vitum en núna erum við á fullu við að afla okkur þekkingar og kynna okkur aðferðir svo að vel takist til. Við rennum auðvitað svolítið blint í sjóinn en höfum trú á því að þetta gangi. Til að byrja með stefnum við á að framleiða nokkur tonn af jarðarberjum og nýta í árstíðabundnar framleiðslu­ vörur okkar, en það gerum við þegar með rabarbara og aðalbláber sem við fáum af heimaslóðum á sumrin og haustin,“ segir Hálfdán Óskarsson. Auk jarðarberjanna verða einnig framleiddar kryddjurtir í húsnæð­ inu sem notaðar verða í ostafram­ leiðslu fyrirtækisins. /MÞÞ Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.