Bændablaðið - 22.10.2020, Síða 32

Bændablaðið - 22.10.2020, Síða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202032 LANDSSAMTÖK SKÓGAREIGENDA Náttúruauðlind nýrra tíma Hinn 25. júní á þessu ári var liðin hálf öld frá því að þeir Rögnvaldur Erlingsson og Hall­ grímur Þórarinsson, bændur á Víðivöllum ytri, gróðursettu fyrstu trjáplönturnar í svo­ nefndri Fljótsdalsáætlun. Þessi gróður setning markaði upphaf bændaskóga á Íslandi sem nú þekja um 21 þúsund hektara og eru um helmingur ræktaðra skóga í landinu. Í þessari grein er tímamótanna minnst með því að rifja upp aðdragandann og skoða afraksturinn. Norsku ræturnar frá Örsta Fljótsdalsáætlun átti sér langan aðdraganda. Rætur hennar liggja til Sunnmæri í Noregi þar sem Hans Berg, héraðsskógameist- ari í Örsta, setti fram „Örsta- áætlunina“ árið 1950. Hún leiddi til skógræktarverkefna í Norður- Noregi og á Vesturlandinu. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri og Valtýr Stefánsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, horfðu til þessarar norsku áætlunar þegar þeir hvöttu íslensk stjórnvöld til að setja fjármuni í ræktun barrskóga á Íslandi á 6. áratugnum. Þeir töluðu fyrir daufum eyrum og ráðamenn höfðu litla trú á að hægt væri að stunda nytjaskógrækt hérlendis. Á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands árið 1960 var í fyrsta sinn lagt til opinberlega að bændur sem ættu hentug lönd fengju styrki til skógræktar. Sem fyrr komst lítil hreyfing á málið enda átti skógrækt- arhugsjónin undir högg að sækja þar sem ræktun norsku skógarfurunnar brást vonum og miklar kalskemmd- ir urðu á trjám á Suðurlandi í apríl 1963. Skóggræðsla með búskap kynnt á Atlavíkursamkomu Austur á Fljótsdalshéraði sýndu lerki- teigar góðan vöxt á sama tíma. Jónas Pétursson, þingmaður Austurlands, lagði fram þingsályktunar tillögu 1965 um að Skógrækt ríkisins á Hallormsstað yrði falið að rækta lerki til framleiðslu girðingar staura til að fullnægja þörf landsmanna. Sama ár boðaði stjórn Skógræktar- félags Íslands Sigurð Blöndal, skógarvörð á Hallormsstað, og Þórarin Þórarinsson, formann Skógræktar félags Austurlands, á sinn fund til að ræða hugsanlega Fljóts dalsáætlun. Um vorið kann- aði Sigurður undirtektir bænda í Fljótsdal við skipulagðri skóg- rækt og á Atlavíkursamkomu Skógræktarfélags Austurlands sumarið 1965 kynnti Einar G.E. Sæmundsen, gjaldkeri Skógræktar- félags Íslands, hugmyndina um að á 25 árum yrðu 1500 hektarar í Fljótsdalshreppi teknir undir skóg- rækt. Fjárveiting til girðingarfram- kvæmda fékkst ekki fyrr en á fjár- lögum 1969. Í apríl það ár fengu allir bændur í Fljótsdal bréf um skóggræðslu með búskap sam- kvæmt Fljótsdalsáætlun, undirritað af skógræktarstjóra og formönn- um Skógræktarfélags Íslands og Austurlands, þar sem boðað var til fundar í maí. Á þann fund, sem haldinn var í Végarði, var vel mætt. Í júlí fóru Baldur Þorsteinsson og Sigurður Blöndal í heimsókn til þeirra bænda sem voru reiðubúnir að taka þátt í verkefninu til að skoða fyrirhuguð skógræktarlönd. Í kjölfar þess var ákveðið að hefja girðingar- framkvæmdir í landi Víðivalla ytri þá um haustið. Girðingunni var lokað sama dag og gróðursetning hófst, 25. júní 1970. Nytjaskógrækt hluti af auðlindum landsins Samningar Fljótsdalsáætlunar kváðu á um að Skógrækt ríkisins greiddi allan stofnkostnað, þ.e. girðingar, plöntur og gróðursetningu. Bændur legðu hins vegar til landið, héldu við girðingum og hefðu forgangsrétt að vinnu við skógræktina. Skógræktin átti að fá 10% af brúttóverðmæti af- urða skógarins þegar farið yrði að nýta hann. Fljótsdalsáætlun var hluti af fjárlagalið Skógræktarinnar frá 1969 til 1989. Framkvæmdir urðu minni en upphaflega var gert ráð fyrir en verkefnið teygði sig fljótlega út fyrir hreppamörk Fljótsdals. Þær jarðir sem tóku þátt í Fljótsdalsáætluninni voru: Víðivellir ytri I og II, Brekka, Geitagerði, Hjarðarból, Víðivallagerði, Vall- holt, Skriðuklaustur, Melar og Droplaugarstaðir auk fjögurra jarða í Vallahreppi: Gunnlaugsstaða, Mjóaness, Strandar og Vallaness. Tíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett á Víðivöllum var farinn að sjást árangur og á Hallormsstað var hægt að sýna fólki hvernig þess- ir skógarlundir yrðu í framtíðinni. Tiltrú manna á nytjaskógrækt jókst jafnt og þétt og í landgræðslu- og landverndaráætlun 1982–1986 var gert ráð fyrir fjármagni í héraðs- skógræktaráætlanir. Nýjum kafla var bætt inn í skógræktarlögin árið 1984 um nytjaskóga á bújörðum. Þar með var heimilað að ríkið greiddi allt að 80% af stofnkostnaði við slíka skógrækta að uppfylltum vissum skilyrðum. Í skýrslunni Auðlindir um aldamót, sem tekin var saman af hópi sem forsætisráðherra skipaði árið 1986, fékk skógrækt sérkafla og þar kemur fram að nytjaskógrækt sé raunhæfur kostur og geti „haft mikilvæg þjóðhagsleg áhrif og farið vel saman við önnur landnot, m.a. útivist, sumarbyggð og ýmsar grein- ar landbúnaðar“. Fljótsdalsáætlun fullkomnuð með Héraðsskógum Vaxandi áhugi var á Héraði fyrir aukinni skógrækt, ekki síst sam- hliða samdrætti í sauðfjárrækt og niðurskurði vegna riðuveiki. Vorið 1989 samþykkti Alþingi þings- ályktun þingmanna Austurlands um að landbúnaðarráðherra yrði falið að láta semja 10 ára áætlun um eflingu skógræktar á Fljótsdalshéraði. Tæpu ári síðar var skipuð verkefnisstjórn til að vinna að framgangi þingsálykt- unarinnar og 27. maí 1989 samþykkti ríkisstjórn Íslands „að klæða skyldi skógi allt nýtanlegt skógræktarland á Fljótsdalshéraði á næstu 40 árum“. Haldnir voru fundir með íbúum í Eiðahreppi, Egilsstaðahreppi, Vallahreppi, Skriðdalshreppi, Fljótsdalshreppi og Fellahreppi til að kanna hug bænda. Viðtökur voru jákvæðar og þeir sem höfðu tekið þátt í Fljótsdalsáætlun vildu flestir ganga beint inn í nýtt verkefni. Um haustið var kynnt greinargerð um Héraðsskóga á Fljótsdalshéraði og unnin fjárhagsáætlun til tíu ára fyrir verkefnið. Fjárveitingar urðu hins vegar minni en vonir stóðu til og enn dró ríkisvaldið lappirnar. Árið 1990 var gerð 40 ára kostnaðar- og fram- kvæmdaáætlun fyrir 15.000 hektara undirlendis, samin drög að lögum um Héraðsskóga og samningum við bændur. Þá lá fyrir að allt að 90 land- eigendur væru reiðubúnir til þátttöku í verkefninu. Lög um Héraðsskóga voru að lokum samþykkt 11. mars 1991 frá Alþingi. Þar með var burð- ugt afkvæmi Fljótsdalsáætlunar fætt og næsta áratuginn urðu til lands- hlutabundin skógræktarverkefni víðar um land. Með skipulags- og lagabreytingum árið 2016 voru þessi verkefni öll felld undir nýja stofnun, Skógræktina. Tvöföldun skóglendis á 60 árum Á 6. áratugnum dreymdi frumherj- ana íslensku um að hægt yrði að full- nægja 80% af viðarþörf Íslendinga með ræktun barrskóga. Íslenskur viður vegur enn lítið á móti inn- flutningi en skógarnir hafa stækkað og nytjar eru að aukast. Íslenskur iðnviður, sem er nýttur t.d. við fram- leiðslu kísilmálms, hefur á síðustu árum verið á pari við innfluttan. En skógar landsins eiga enn langt í land með að anna eftirspurn eftir söguðum trjáviði. Árangurinn er samt sýnilegur. Fyrir 60 árum var skógarþekja landsins innan við 1%. Rögnvaldur Erlingsson og Hallgrímur Þórarinsson, bændur á Víðivöllum ytri I og II, við gróðursetningu á berróta lerki með bjúgskóflu 1970. Mynd / Halldór Sigurðsson/Myndasafn Skógræktarinnar Plöntunarflokkur Skógræktarinnar á Hallormsstað tók við af þeim landeigendum og settu niður þennan dag og þann næsta 8.100 lerkiplöntur í landi Víðivalla ytri. Mynd / Halldór Sigurðsson/Myndasafn Skógræktarinnar Þorsteinn Sigurðsson, læknir og formaður Skógræktarfélags Austurlands, horfði bjartsýnn til framtíðar 25. júní 1970 áður en gróðursetningin hófst á Víðivöllum. Mynd / Halldór Sigurðsson/Myndasafn Skógræktarinnar Jónas Pétursson, fyrrum þingmaður og einn af hvatamönnum nytjaskóg- ræktar, talar á 10 ára afmæli bændaskógræktar í Víðivallaskógi árið 1980. Mynd / Sigurður Blöndal/Myndasafn Skógræktarinnar

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.