Bændablaðið - 22.10.2020, Page 34

Bændablaðið - 22.10.2020, Page 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202034 Gísli Matthías Auðunsson mat­ reiðslu meistari hefur nóg að gera. Hann rekur þrjá veitingastaði, Skál! í Mathöll Hlemmi og Slippinn og nýopnaða hamborgarastað­ inn ÉTA sem báðir eru staðsettir í Vest mannaeyjum. Hann er að leggja loka hönd á matreiðslubók og aðstoðar nú sauðfjár­ og græn­ metisbændur við að halda kjöt­ súpudaginn hátíðlegan. Síðastliðin ár hefur íslensku kjötsúpunni verið gert hátt undir höfði með sérstökum kjötsúpudegi sem haldinn hefur verið hátíðlegur fyrsta vetrardag á Skólavörðustíg. Þar hafa veitingamenn boðið gestum og gangandi upp á kjötsúpur í hinum ýmsu útgáfum. Samkomubann hefur þó sett strik í reikninginn í ár en Landssamtök sauðfjárbænda og Sölufélag garðyrkjumanna hafa nú tekið höndum saman og með dyggri aðstoð frumkvöðlanna á Skólavörðustíg verður kjötsúpu- dagurinn haldinn með breyttu sniði í ár. Á Facebook-síðu Lambakjöts voru kynntar fjórar ólíkar upp- skriftir að kjötsúpu, en Gísli tók saman uppskriftirnar. Þjóðin kaus sína uppáhaldssúpu á Facebook- síðunni lambakjöt en kosningin stóð til og með 21. október. Kom það ekki mörgum á óvart að gamla góða ömmusúpan varð fyrir valinu. Gísli mun kenna áhorfendum að elda súpuna í beinni útsendingu á Facebook-síðunni Lambakjöt þann 24. október klukkan 13.00. Hann ætlar að fara yfir hvað þarf að hafa í huga við val á kjöti, hvaða græn- meti er nú í árstíð og fara yfir sögu kjötsúpunnar. Gísli er spenntur fyrir þessu verkefni, enda gaman að takast á við áskoranirnar sem fylgja kór- ónuveirufaraldursins. „Þetta hefur verið sérstaklega erfitt fyrir okkur veitingamenn. Það er mikil óvissa í greininni og það er gott að fá tæki- færi til þess að taka þátt í verk efnum eins og þessum þar sem viðburðum er ekki frestað heldur haldnir með breyttu sniði.“ Hann segir mikilvægt að reyna að bregðast við breyttum aðstæðum, en veitingastaðirnir Skál! og ÉTA hafa brugðist fljótt við og boðið upp á heimsendingu en um helgina var boðið upp á ÉTA pop up-viðburð á Skál! þar sem borgarbúar fengu tækifæri til þess að smakka hamborgarana sem slógu í gegn í Vestmannaeyjum í sumar. „Við verðum bara að reyna að gera okkar besta og halda í jákvæðnina. Veitingastaðir og matar- menning er mikilvægur þáttur í menningu okkar Íslendinga. Kjötsúpudagurinn minnir okkur á matarmenningararfinn okkar, en mér fannst magnað að sjá viðtök- ur almennings. Flestir telja sína súpu besta og var þessi klassíska súpa vinsælust meðal þeirra sem kusu. Ég leitaði til áhugamanna um íslenskan mat þegar ég vann að uppskriftunum. Ég fékk svör frá 50 einstaklingum og var ekkert svar eins. Fjölbreytileikinn sem einkenn- ir þennan þjóðarrétt er einstakur.“ Gísli hlakkar til að elda í beinni útsetningu og óskar sérstaklega eftir spurningum frá áhorfendum eða athugasemdum. „Markmiðið er að hafa gaman og fagna íslensku kjötsúpunni. Ég vona að sem flestir læri eitthvað nýtt og eldi síðan sína eigin súpu á laugardagskvöld og haldi kjötsúpudaginn hátíðlegan heima.“ Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á Facebook- síðununum Lambakjöt, Íslenskt.is og á Facebook-síðu Bændablaðsins. ICELANDIC LAMB Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðar- dekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur — hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Hagkvæm dekk fyrir alvöru kröfur Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari: Ætlar að elda kjötsúpu í beinni útsendingu – Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á Facebook-síðununum Lambakjöt, Íslenskt.is og á Facebook-síðu Bændablaðsins Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari. Þjóðin kaus sína uppáhaldssúpu á Facebook-síðunni lambakjöt en kosningin stóð til og með 21. október. Kom það ekki mörgum á óvart að gamla góða ömmusúpan varð fyrir valinu. LÍF&STARF Bænda 5. nóvember Helga hlaut samfélagsverðlaun Skagafjarðar: Ötult starf í félags- og framfaramálum Helga Sigurbjörnsdóttir hlaut sam f élags verðlaun Skagafjarðar fyrir árið 2020 og tók hún við verð­ laununum á heimili sínu á Sauðár­ króki. Samfélagsverðlaun Skaga­ fjarðar voru nú veitt í fimmta sinn. Helga Sigurbjörnsdóttir hefur lagt drjúgan skerf til félags- og framfara- mála á Sauðárkróki í marga áratugi. Starfaði hún hjá Sveitarfélaginu Skagafirði í rúmlega 40 ár, lengst af sem leikskólastjóri og lagði grunninn að því faglega og umhyggjusama starfi sem leikskólarnir sinna í Skagafirði. Auk langs og farsæls starfsfer- ils í þágu barna á Sauðárkróki hefur Helga verið mikilsvirt og öflug kven- félagskona og formaður Kvenfélags Sauðárkróks um árabil. Sem slík hefur hún verið í forystu margra brýnna og mikilvægra samfélags- mála, bæði vegna ýmissa félagslegra verkefna, eins og t.d. söfnun fjármuna til kaupa á lækningatækjum o.þ.h., en ekki síður verkefna sem snúa að velferð einstaklinga og fjölskyldna í gegnum sjúkrasjóð Kvenfélagsins. Þau verkefni fara ekki alltaf hátt. Þá hefur Helga verið ötul við að kenna þjóðbúningasaum og verið óþreytandi við að hvetja konur til að bera búninginn við ýmis tækifæri. Helga er núverandi formaður Félags eldri borgara í Skagafirði. Þar eins og annars staðar er hún óþreytandi í störfum í þágu eldri borgara. Helga hefur lagt hönd á plóg í fjölmörgum forystu- og framfaraverkefnum um tíðina. „Helga er vel að verðlaununum komin enda hefur hún sannarlega borið samfélag sitt sér fyrir brjósti og lagt á sig ómælt starf öðrum til hags- bóta“, segir á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar. /MÞÞ Helga Sigurbjörnsdóttir ásamt Gunnsteini Björnssyni, formanni atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.