Morgunblaðið - 27.11.2020, Page 1

Morgunblaðið - 27.11.2020, Page 1
F Ö S T U D A G U R 2 7. N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  280. tölublað  108. árgangur  FÉKK TÆKIFÆRI OG SKORAÐI GEGN SLÓVAKÍUÞJÓÐGARÐARNIR NÝTTIR SEÐLABANKA- STJÓRI OG JÓN ARASON BISKUP KÆRKOMNAR HEIMSÓKNIR 34ÍSLANDS ÆÐSTI NÖRD 30 3-1 ENDURKOMUSIGUR 76 Kalkúnaleggir Lausfrystir – 3 í pakka 399KR/KG ÁÐUR: 887 KR/KG KRÆSILEG TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ Hamborgarhryggur 999KR/KG ÁÐUR: 1.784 KR/KG Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 26.—29. nóvember Ananas Gold Del Monte 220KR/KG ÁÐUR: 439 KR/KG -50%-44% SVARTUR FÖSTUDAGUR Í NETTÓ SVARTU FÖSTUDAGUR Í NETTÓ -55% velvirk.is Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Starfshópur sem heilbrigðisráðherra skipaði til þess að móta tillögur um „aðgerðaáætlun um beitingu efna- hagslegra hvata til eflingar lýðheilsu“ hefur skilað umfangsmiklum tillögum til ráðherra. Þar er lagt til að ráðist verði í breytingar á skattkerfinu í því augnamiði að sætindi af flestum toga hækki um 20% í verði. Þannig leggur hópurinn til að vöru- göld verði lögð á gos- og svaladrykki, íþrótta- og orkudrykki og vatns- drykki sem innihalda sítrónusýru, sælgæti, orku- og próteinstykki, kex, kökur og sætabrauð. Þá telur hópur- inn að skattleggja eigi „óhollar vörur á borð við gosdrykki“ þannig að þær falli í 24% þrep virðisaukaskattskerf- isins en ekki 11% eins og nú er. Ekki samstaða í hópnum Ekki reyndist full samstaða í starfshópnum um tillögur í átt að breytingum á vsk-kerfinu. Þannig skilaði fulltrúi fjármála- og efnahags- ráðherra séráliti þar sem mælt var gegn breytingum sem leiði til aukins flækjustigs og ójafnræðis í skattkerf- inu sem markvisst hafi verið unnið að einföldun á á síðustu árum. Í viðauka við skýrslu stafshópsins kemur fram að Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin telji að 20% skattur á óhollustu geti minnkað neyslu á henni um 20%. Segir hópurinn að rannsókn sem gerð var hér á landi sýni að verð- teygni gosdrykkja sé 1% sem þýði „að fyrir hverja prósentuhækkun á gosi minnkar neyslan um 1%.“ Í erindi sem Félag atvinnurekenda hefur sent heilbrigðisráðherra í kjöl- far þess að niðurstöður starfshópsins voru gerðar opinberar er bent á að neysla á sykruðum gosdrykkjum hafi minnkað gríðarlega síðasta áratug- inn, þótt ekki hafi verið gripið til sér- stakrar neyslustýringar. Gerir félagið fjölmargar aðrar athugasemdir við tillögurnar. Vilja vörugjöld á sætindi  Starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra leggur til skattkerfisbreytingar  Markmiðið að sætindi af flestum toga hækki um 20% í verði frá því sem nú er Neyslustýring » Hópurinn vill færa grænmeti og ávexti í lægsta þrep vsk- kerfisins, þ.e. 0%. » Þá vill hópurinn koma upp styrkjakerfi fyrir grænmetis- og ávaxtastundir í leik- og grunnskólum. MVörugjöld gegn sykurneyslu »44 Lars Måsøval, stjórnarformaður norska fyrirtækisins Måsøval fiske- oppdrett, segir kaup félagsins á meirihluta í eignarhaldsfélagi Fisk- eldis Austfjarða hafa verið gerð í þeim tilgangi að verða leiðandi í þró- un fiskeldisgreinarinnar á Austur- landi, en norska félagið átti fyrir meirihluta í Löxum fiskeldi ehf. Fyrirtækin eru bæði með þeim stærri á Íslandi og útilokar stjórn- arformaðurinn ekki samruna þeirra, en bendir á að fiskeldið á Aust- fjörðum þurfi verulega bætta innviði til að verða arðbært til framtíðar. Hann hefur fulla trú á að hægt sé að ná því markmiði og boðar töluverðar fjárfestingar og fjölgun starfa. »40 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eldi Norskir fjárfestar telja mikil tækifæri í laxeldi á Austfjörðum. Boða upp- byggingu á Austfjörðum Veturinn hefur gert hressilega vart við sig eftir langt haust, eins og þessi vegfarandi framan við Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti fann fyrir. Það fennti og skóf víðast um landið í veðrinu sem gerði í gær, en áfram má búast við allhvassri suðvestanátt í dag með dimmum éljahryðjum. Veðrið lægir aftur snemma á morgun, en hiti verður víðast um frostmark, svo gæta þarf að hálku. Morgunblaðið/Eggert Vetur konungur knýr að dyrum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.