Morgunblaðið - 27.11.2020, Page 4

Morgunblaðið - 27.11.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Kaupmenn á Akureyri bera sig ágæt- lega enda hefur verslun almennt ver- ið með ágætum á árinu, landsmenn lítið verið á faraldsfæti til útlanda og beint viðskiptum sínum í heima- byggð. Það virðist ágætis gróska í verslun í höfuðstað Norðurlands, unnið er við nýjan verslunarkjarna í norðanverðum bænum þar sem Sjafnarhúsið stóð áður og þangað flytur m.a. Rúmfatalagerinn af Gler- ártorgi næsta haust. „Það er ánægjulegt að upplifa hversu mikill áhugi er fyrir Glerár- torgi, það er töluvert um fyrirspurnir hjá áhugasömum sem vilja endilega koma með sína verslun eða rekstur þar inn,“ segir Davíð Rúnar Gunn- arsson, markaðsstjóri Glerártorgs. Eins og gengur séu alltaf breytingar í gangi á svo stórum stað. Rúmfata- lagerinn flytur sína verslun næsta haust og segir hann marga hafa sýnt plássinu áhuga. Heilsuhúsið flytur sína starfsemi af Glerártorgi, þá hefur Subway verið lokað þar og Kaffi Torg hætt rekstri. Nýr pítsustaður, Pizzan.is, verður opnaður á Glerártorgi innan skamms, en fyrir rekur félagið sjö samskonar staði á höfuðborgarsvæðinu. Nýtt kaffihús verður einnig opnað á Gler- ártorgi í mars á næsta ári. Þeir sem reka það kaffihús ætla þó að taka æf- ingu og hafa opið í desember í plássi Kaffi Torgs. Jöfn og góð umferð „Kaupmenn bera sig vel, verslun innanlands hefur verið með mesta móti í ár enda fáir sem leggja leið sína til útlanda á tímum kórónuveirunnar. Við beinum því til gesta okkar að velja sér tíma til að versla utan helsta álagstíma en heilt yfir hefur gengið vel að uppfylla takmarkanir vegna samkomutakmarkana. Við bíðum eins og aðrir eftir því hvort nýjar reglur líti dagsins ljós eftir helgi og þá hvort hægt verði að hleypa fleirum inn í einu,“ segir Davíð Rúnar, en um helgina verður svonefndur „svartur föstudagur“ í gangi á Glerártorgi og í boði verður ókeypis heimsending fram á mánudag fyrir þá sem versla gegnum netið. Hafa aukið úrval og þjónustu Þórhallur Jónsson, formaður Mið- bæjarsamtaka Akureyrar og kaup- maður í Pedro, segir flesta kaupmenn hafa orðið vara við aukna netverslun í því ástandi sem ríkt hefur undanfarið með 10 manna takmörkum vegna kórónuveirufaraldurs. Flestir hafi brugðist við því og aukið úrval og þjónustu í tengslum við netverslun. „Menn eru fljótir að laga sig að nýju umhverfi, þetta er veruleikinn sem við búum við og þá er að finna lausnir. Það dró verulega úr umferð eftir að hámarkið var sett á 10 manns, en nú auðvitað vonum við að ein- hverjar tilslakanir verði þannig að jólaverslun verði aðeins eðlilegri á ný og fólk sjáist aðeins á ferðinni,“ segir Þórhallur. Miðbæjarsamtökin hafi gert sitt til að auka á stemninguna, skreytt snemma og aukið heldur í þannig að miðbær Akureyrar skarti sínu fegursta. Hann segir samtökin hafa unnið í því að styrkja miðbæinn og hafi til að mynda vel tekist upp á liðnu sumri þegar fjöldi innlendra ferðamanna lagði leið sína í höfuðstað Norður- lands. „Landsmenn náðu að vega að- eins upp í gapið sem brotthvarf er- lendra ferðamanna skildi eftir sig, en þeir hafa undanfarin ár verið fyrir- ferðarmiklir í verslunum bæjarins,“ segir Þórhallur. Hann nefnir einnig að fólk sé meira heima við en áður og harla fáir fari til útlanda þannig að meira sé fyrir vikið verslað innanlands. „Fólk er mikið að endurnýja, það er fínasta sala í stórum húsgögnum eins og rúmum og sófum og öðru álíka. Hjá okkur sést aukin tiltekt heima við í meiri rammasölu en áður, það er augljóst að fólk er að gera fínt heima hjá sér og það hefur áhrif á verslun.“ Verslun heima Þórhallur segir að öllum sé ljóst að verslun í heimabyggð styrki nær- umhverfið og skipti verulegu máli. „Verslun heima skapar störf og eyk- ur tekjur í okkar nánasta umhverfi,“ segir hann og bætir við að betri sam- göngur hafi líka jákvæð áhrif, hreyf- anleiki fólks í allar áttir verði meiri þegar samgöngur séu ekki fyrirstaða. „Við tókum eftir aukinni umferð til okkar að austan eftir að Vaðlaheið- argöng voru tekin í notkun og al- mennt er fólk líka í auknum mæli að sækja Akureyri heim vestan að, úr Skagafirði og Húnavatnssýslum,“ segir Þórhallur. Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir Glerártorg Kaupmenn á Akureyri segja jólaverslun almennt ganga mjög vel en hún hafi mikið færst út á netið. Kaupmenn fljótir að aðlag- ast breyttum aðstæðum  Akureyri komin í jólabúning  Netverslun hefur aukist Verslun Ný starfsstétt teljara hefur rutt sér til rúms. Þessi vann verk sitt við Rúmfatalagerinn. Alls greindust 11 kórónuveirusmit innanlands í fyrradag. Einungis þrír voru í sóttkví við greiningu eða 27,27%. Þá fjölgaði einstaklingum í sóttkví mikið milli daga, fóru úr 291 í 446 milli daga. Ekki hafa eins margir greinst ut- an sóttkvíar í nokkrar vikur. Að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er það áhyggjuefni. Þá séu vísbend- ingar um að faraldurinn kunni að vera á uppleið að nýju eftir mikla fjölgun illrekjanlegra samfélags- smita síðustu daga. Bendir hann á að gögn vísindamanna Háskóla Íslands sýni að smitstuðullinn, sem gefur vísbendingar um smit í samfélaginu, gæti farið upp á við. Í gærkvöldi skilaði sóttvarna- læknir nýjum tillögum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framhald sóttvarnaaðgerða frá og með 2. desember. Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir rennur út þriðjudaginn 1. desember en fyrir þann tíma þarf heilbrigðis- ráðherra að gefa út nýja reglugerð. Óljóst hvað felst í tillögum Aðspurður kvaðst Þórólfur ekki geta gefið upp í hverju tillögur hans fólust. Þá sé ekki tímabært að gefa neinar vísbendingar um hvort létt verði á takmörkunum. Sagði hann mikið ákall um afléttingu á sama tíma og merki væri um að farald- urinn væri aftur í vexti. Að sögn Þórólfs kemur jafnframt vel til greina að endurskoða um- ræddar tillögur fari svo að útbreiðsla veirunnar haldi áfram af sama krafti um samfélagið. Nýgengi innanlands: 32,5 nýtt smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 11 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring 100 80 60 40 20 0 166 eru með virkt smit og í einangrun júlí ágúst september október nóvember Fjöldi inn an lands- smita frá 30. júní H ei m ild : c ov id .is 75 1116 99 86 Faraldur í vexti  Sóttvarnalæknir skilaði inn tillögum SVARTUR FÖSTUDAGUR 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM ALLA HELGINA KÓÐI Í VEFVERSLUN: SVARTUR SMÁRATORGI KRINGLAN GLERÁRTORGI LINDESIGN.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.