Morgunblaðið - 27.11.2020, Page 10

Morgunblaðið - 27.11.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjármálaráðherra óskar eftir heim- ild í fjáraukalögum til að kaupa húsnæði Hótels Gígs á Skútustöð- um við Mývatn fyrir opinbera starf- semi. Þar er einkum verið að ræða um gestastofu Vatnajökulsþjóð- garðs en einnig aðra opinbera starf- semi og þekkingar- og nýsköpunar- garða á vegum Skútustaðahrepps. Gert er ráð fyrir því í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð að megin- starfsstöðvar þjóðgarðsins skuli staðsettar í Ásbyrgi, Mývatnssveit, Skriðuklaustri, Hornafirði, Skafta- felli og Kirkjubæjarklaustri. Fram- kvæmdir eru hafnar við gestastofu á Kirkjubæjarklaustri og er Mý- vatnssveit þá eini staðurinn sem eftir er að sinna. Einstök staðsetning Umhverfisráðuneytið hefur haft augastað á Hótel Gíg á Skútustöð- um. Það er í eigu KEA-hótela og hefur verið til sölu. Upphaflega er húsnæðið gamall grunnskóli, Skútustaðaskóli, en þar hefur verið rekið hótel undir ýmsum nöfnum í rúma tvo áratugi. Ráðuneytið óskar eftir að fá að hefja viðræður um kaup á húsinu vegna þess að hagkvæmara og fljót- legra er að kaupa notað húsnæði en byggja frá grunni og ekki síst vegna staðsetningar hússins á bakka Mývatns. Ljóst er að aldrei fengist leyfi til að byggja nýtt hús á slíkum stað við Mývatn. Auk vatns- ins eru Skútustaðagígar í næsta ná- grenni hótelsins. Húsið er 1.300 fermetrar að stærð og fyrir liggur að leggja þarf í verulegan kostnað við umhverfis- væna fráveitu, samkvæmt því kerfi sem nú er notað í Mývatnssveit. Þá þarf vitaskuld að laga húsnæðið að nýrri notkun. Auk gestastofu fyrir Vatnajök- ulsþjóðgarð er hugsað til Miðhá- lendisþjóðgarðs, að hann geti feng- ið aðstöðu þar ef lög um stofnun hans verða samþykkt. Til viðbótar væri hægt að nýta eignina undir aðra starfsemi hins opinbera á svæðinu. Vilja leigja húsnæði Skútustaðahreppur hefur áhuga á að taka þátt í verkefninu, ef af kaupum ríkisins verður, leigja hluta húsnæðisins. Sveinn Margeirsson sveitarstjóri segir að í fjárhags- áætlun sveitarfélagsins séu teknar til hliðar 25 milljónir kr. til að fjár- festa í þróun húsnæðisins. Tekur hann fram að frekari fjárfestingar muni þurfa að byggjast á lántökum. Hreppurinn hefur áhuga á koma þar upp þekkingar- og nýsköpunar- görðum. Segir Sveinn að töluvert sé af hugmyndum í samfélaginu og hjá utanaðkomandi og þurfi húspláss til að vinna að þeim. Telur hann að þetta geti skapað sóknarfæri fyrir svæðið til framtíðar. Einnig bindur hann vonir við að ýmsar stofnanir ríkisins sem þjóna samfélaginu geti fengið þar að- stöðu. Slíkt klasasamstarf geti skapað samlegðarmöguleika og bú- ið til meiri verðmæti á svæðinu. Morgunblaðið/Einar Falur Skútustaðagígar Gervigígarnir á Skútustöðum eru vinsæll áningarstaður ferðafólks, skammt frá Hótel Gíg. Á bakka Mývatns  Ríkið vill kaupa Hótel Gíg á Skútustöðum fyrir gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs  Hreppurinn áformar þekkingargarða Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkti á fundi sínum í vikunni hug- myndir sem fyrir liggja um að flytja starfsemi Bókasafns Hafnarfjarðar í nýtt hús, sem reist verður á lóð- inni Strandgötu 26-30. Skrifað verður undir sam- komulag milli 220 Fjarðar og Hafnarfjarðar- bæjar sem bygg- ist á hugmyndum 220 Fjarðar um að reisa allt að 6.000 m² nýbygg- ingu sem tengist húsnæði versl- unarmiðstöðvarinnar Fjarðar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við ný- bygginguna hefjist strax á nýju ári og Hafnarfjarðarbær fái afhent 1.200-1.500 fermetra húsnæði fyrir bókasafnið eftir um þrjú ár. „Bókasafn Hafnarfjarðar hefur þróast í það að vera menningarhús sem býður upp á fjölbreytta viðburði og þjónustu samhliða útlánum á safnkosti. Núverandi húsnæði stend- ur frekari þróun og eflingu fyrir þrif- um og því mikilvægt og á sama tíma afar spennandi skref sem sveitarfé- lagið er að taka með þessari ákvörð- un,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Kaffihús og saumavélar Að sögn Árdísar Ármannsdóttur, samskiptastjóra Hafnarfjarðar- bæjar, hefur lengi legið fyrir að breytinga væri þörf í húsnæðis- málum bókasafnsins. Nú er safnið á horni Strandgötu og Reykjavíkur- vegar, á fjórum hæðum og sjö pöllum og þykir óhentugt. Árlega koma á bókasafnið allt að 125.000 gestir á öll- um aldri en húsakosturinn þykir ekki bjóða upp á svigrúm til að breyta miklu. Í þjónustukönnun sem gerð var nýlega komu fram óskir um til dæm- is kaffihús, leiksvæði, þægilegar setustofur og lengri afgreiðslutíma. Slíkt ætti hins vegar að vera hægt í nýju safnhúsi sem verður á einni hæð. Þar verður meðal annars fjöl- notasalur – og sé horft til safna ann- ars staðar á Norðurlöndunum bjóðist gestum þar afnot af tækjum og tólum og aðstaða eins og þrívíddarprent- arar og vínilskerar, saumavélar og upptökuaðstaða, svo eitthvað sé nefnt, segir Árdís. sbs@mbl.is Hafnarfjarðarsafn fer senn í ný húsakynni  Mikilvægt menningarhús í miðbænum Sviðsmynd Skissa að framhlið nýs bókasafnshúss sem verður reist við Strandgötuna í Hafnarfirði á lóð sem nú stendur auð. Fleira verður í húsinu. Rósa Guðbjartsdóttir ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA? Höfðabakka 9, 110 Rvk | www.runehf.is • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar – Laugavegi 34 og Ármúli 11 • Hagkaup – Reykjavík, Garðabær, Selfoss og Akureyri • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Herrahúsið – Ármúli 27 • Karlmenn – Laugavegi 87 • Vinnufatabúðin – Laugavegi 76 • JMJ – Akureyri • Bjarg – Akranesi • Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstangi • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands – Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Haraldar Júlíussonar – Sauðárkróki • Efnalaug Vopnafjarðar • Sigló Sport – Siglufirði • Blossi – Grundarfirði • Verslun Bjarna Eiríkssonar – Bolungarvík • Verslun Grétars Þórarinssonar – Vestmannaeyjum • Sentrum - Egilsstöðum Útsölustaðir: Tilvalin jólagjöf Falleg, hlý og kærleiksrík Dýrmætar minningar um dýrmætar manneskjur www.salka.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.