Morgunblaðið - 27.11.2020, Síða 58

Morgunblaðið - 27.11.2020, Síða 58
Frá því að við opnuðum Sumac hef- ur blundað í mér sú hugmynd að gera matreiðslubók með öllum bestu uppskriftunum okkar í gegnum tíð- ina. Ég hef alltaf séð fyrir mér mjög aðgengilega bók, lausa við tilgerð, bók sem fangar grófleikann í mat- argerðinni og sýnir á sama tíma fín- ar hliðar hennar. Ég vona að okkur hafi tekist að koma því til skila í þessari bók. Ég er gríðarlega stoltur af Sumac og öllu því sem við höfum áorkað frá opnun veitingastaðarins. Ég varð heillaður af miðaustur- lenskri og norðurafrískri matargerð fyrir mörgum árum en Sumac, sem sækir innblástur sinn í þá matar- gerð, varð ekki að veruleika fyrr en ég var búinn að ganga með hug- myndina í kollinum í sex ár. Ég vann á sínum tíma sem yfirkokkur á Kolabrautinni í Hörpu, tónlistarhúsi Íslendinga. Þar var lögð áhersla á matargerð frá Miðjarðarhafinu. Hugur minn fór í auknum mæli að reika frá klassískri matargerð í anda Ítala, Spánverja og Frakka suður og austur yfir hafið, alla leið til Marokkós og Líbanons. Þar kviknaði neisti sem breyttist í mikið bál og varð kveikjan að veit- ingastaðnum Sumac. Hugmyndin var í upphafi að opna marokkóskan stað þar sem gætti áhrifa frá lönd- unum í kringum Marokkó. Hug- myndin þróaðist áfram og þá einnig í áttina að líbanskri matargerð með áhrifum frá nágrannalöndum Líb- anons. En þá að matreiðslunni sjálfri sem ég varð svo hrifinn af. Kryddin og meðhöndlun þeirra er grunnurinn að réttunum. Mikið og djúpt bragð – ekki sterkt í flestum tilfellum – en þó með nokkrum und- antekningum. Í stað smjörs og rjóma eru jógúrt og ólífuolía undir- staðan í sósunum sem gerir matinn heilsusamlegri. Í burðarhlutverki eru svo krydd á borð við sumac, kummín, kóríanderfræ, paprikuduft, túrmerik og aleppo-pipar. Hráefni sem við notum mikið eru til dæmis granateplasíróp, döðlur, tahini, hvít- laukur og saltaðar sítrónur. Við á Sumac viljum hafa elda- mennskuna einfalda og það er meg- instefið okkar. Við erum í raun alltaf að elda eitt aðalhráefni, hvort sem það er kjöt, grænmeti eða fiskur. Allt annað, meðlæti og sósur, er tilbúið og hægt að bera strax fram. Einnig hugsum við alla rétti þannig að auðvelt sé að breyta þeim í glút- ínlausa, laktósalausa eða vegan ef þess er óskað. Við státum af hollum og léttum réttum með mikla áherslu á gott grænmeti. Ég hef ferðast mikið og skipulegg öll mín ferðalög með hliðsjón af veitingastöðum, mat og víni. Ég hef farið oft til Norður-Afríku og ann- arra svæða sem mér þykja spenn- andi til að sækja mér innblástur fyr- ir Sumac. Þessi leit að hugmyndum og nýjum bragðtegundum hefur meðal annars leitt mig til Marokk- ós, Marentínu, Ísraels, Georgíu, Alsírs, Líbanons og Djabútís. Á öll- um þessum stöðum leita ég uppi spennandi og virta veitingastaði sem eru að gera eitthvað í líkingu við Sumac því að þannig fæ ég mestan innblástur og góðar hug- myndir að girnilegum nýjungum. Grillaður lambabógur Lambaframpartur er einn af bragð- mestu bitunum af lambinu og hentar mjög vel í hægeldun. Við á Sumac Sumac í hnotskurn Út er komin matreiðslubókin Sumac eftir Þráin Frey Vigfús- son, sem er með glæsilegri matreiðslubókum sem komið hafa út hérlendis. Bókin er veigamikið yfirlitsrit yfir mat- argerðina á Sumac sem er í senn aðgengileg og laus við alla tilgerð. Þráinn Freyr segir í inngangi sínum í bókinni að það hafi einmitt verið markmiðið þegar haldið var af stað. Útkoman er einstaklega vel heppnuð og mjög viðamikil bók sem inniheldur allar bestu upp- skriftir staðarins. Bókin er skyldueign fyrir alla matgæðinga enda í senn falleg og fróðleg. Þráni hefur tekist einstaklega vel að fanga stemninguna í miðausturlenskri matargerð enda hafa vinsældir staðarins verið miklar. Ljósmyndir/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Mikið verk Þráinn Freyr Vigfússon er maðurinn á bak við Sumac. 58 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is 30% AFSLÁTTU R AF VÖLDUM VÖ RUM FASTUS.IS/SVA RTURFOSTUDA GUR Ath! Tilboðin gilda út sunnudag í vefverslun Fastus.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.