Morgunblaðið - 27.11.2020, Síða 67

Morgunblaðið - 27.11.2020, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 dag, úti á morgun. Elsa hélt bók- haldið og frekari samningaviðræð- ur hentuðu henni ekki. Föst fyrir og ekkert fyrir að víkja frá því sem ákveðið hafði verið. Leikirnir voru af ýmsum toga, en yfirleitt fékk ímyndunaraflið að njóta sín. Oft þurfti ekki annað en hugmynd að einhverjum leik eða uppátæki og þá þegar var Elsa farin að útfæra framkvæmdina af útsjónarsemi og atorku. Við stofnuðum leynifélög, fórum í hjólreiðatúra, bjuggum til borgir úr hestasandinum hans Sveins frænda, söfnuðum servíett- um og skautuðum með rauðar eplakinnar í norðlenskri frost- stillu. Við vorum heimagangar hvor hjá annarri, alla daga, alltaf. Ég minnist með hlýju heimilisins að Skógargötu 22. Rjúpurnar á snúrustaurunum norðan við húsið koma í hugann, sem og raðir af uppstoppuðum fuglum í stofunni. Þá rifjast upp ilmur af rauðri sætsúpu og lykt af sjófugli og rjúpu í eldhúsinu hjá Mæsu. Tengslin við náttúruna voru Elsu í blóð borin og hún var ekki gömul þegar hún fór á sjó- fuglaveiðar og gekk til rjúpna með Finna föður sínum. Að afloknum veiðiferðunum birtist hún svo úti- tekin, kát og glöð og við nutum þess að drekka kókómalt og borða ristað brauð. Síðan tóku unglingsárin við og við keyptum okkur eins föt og krullujárn, lásum ástarsögur, hlustuðum á ABBA og veltum framtíðinni fyrir okkur. Sú framtíð hefur nú breyst í fortíð, sem geymir góðar minning- ar um litríka, skemmtilega og ákveðna vinkonu, sem sárt er að sjá á bak. Ég votta fjölskyldunni mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Hjördís Stefánsdóttir. „Mundu mig, ég man þig“ skrif- aði Elsa í minningabók mína níu ára. Við fráfall kærrar vinkonu er margs að minnast, frá skólagöng- unni á Króknum, félagslífinu og svo frá fullorðinsárunum. Ég sat fyrir aftan hana í skólastofunni og horfði á sterklegan baksvipinn, dökka, þykka og fallega hárið sem náði langt niður bak. Maður fann strax þá þennan andlega styrk sem hún bjó yfir. Hún lét engan vaða yfir sig. Þegar Elsa flutti á Öldustíginn þrettán ára smullum við endan- lega saman sem bestu vinkonur. Við áttum alltaf gott samband í skóla og vorum báðar námfúsar og metnaðargjarnar. Við fundum hvatningu hvor í annarri en aldrei neina samkeppni. Við vorum sam- rýndar vinkonur, samferða í skól- ann, saman eftir skóla, ræddum lífið og tilveruna og skemmtum okkur. Keyptum okkur oft eins föt, ég rauðan Adidas-jakka og hún bláan, eins fermingarkjóla; minn var brúnn og hennar rauður. Fórum í skátana, sungum í kór og eignuðumst báðar kærasta á sama tíma. Tókum þátt í að reka Opið hús fyrir unglingana á Króknum í Safnaðarheimilinu og þar áttum við okkar bestu stundir í skemmti- legum félagsskap, sáum um sjopp- una, ryksuguðum og héldum öllu fínu og fífluðumst hæfilega mikið. Hlustuðum á Eagles, Supertramp og Fleetwood Mac og líka The Lónlí Blú Boys og Villa Vill. Þetta var sko lífið. Nýr kafli hófst í vinskapnum þegar við eignuðumst stelpurnar okkar með mánaðar millibili 1984. Þær urðu vinkonur líka sem okkur þótti virkilega vænt um. Vinátta styrktist með árunum. Við áttum líka skemmtilegar stundir í saumaklúbbnum með æskuvin- konunum. Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá elsku Elsu minni. Hún lét mann þó aldrei finna hve erfið lífsbaráttan var oft hjá henni. Hún lagði mikið á sig fyrir stelpurnar sínar, inn- rætti þeim góð gildi, seiglu og dugnað. Hún kvartaði aldrei. Hvessti sig stundum en var alltaf hjartahlý og strangheiðarleg. Hún var svo heppin að kynnast honum Rúnari sínum og nutu þau sín vel í dansinum. Elsa var einhver traustasta vin- kona sem hægt er að hugsa sér. Umhyggjusöm og dugleg að rækta vinskapinn alla tíð. Hún var heiðarleg og hófsöm, félagslynd og glaðlynd og sýndi mikla þraut- seigju. Þegar hún veiktist tókst hún á við það verkefni eins og öll önnur, af æðruleysi og metnaði fyrir að ná árangri. Hún lagði sig alla fram og gerði allt rétt. Fékk dýrmætan stuðning hjá stelpunum sínum og öllu sínu fólki. Ranglætið sigraði þó að lok- um sem er svo óendanlega sárt. Við áttum dýrmætar samveru- stundir hin síðari ár. Studdum hvor aðra. Hinn 10. október fórum við í okkar síðasta göngutúr við Elliðavatn, en Elsa hafði unun af útivist. Áttum yndislega stund saman og gott spjall sem ég er svo þakk- lát fyrir. Fjórum vikum síðar var hún kölluð frá okkur, frá yndis- legu stelpunum sínum, dætrum og ömmustelpunum sem voru gim- steinarnir hennar. Elsku Dagný og Sóley: missir ykkar er mikill en minningin um umhyggjusama móður ykkar mildar vonandi sorgina. Ég votta ykkur í fjölskyldunni og öllum að- standendum innilega samúð. Ég mun alltaf muna þig mín kæra vinkona. Megir þú hvíla í friði. Þín vinkona, Guðný. Þegar ég kveð góða vinkonu mína, hana Elsu, þá rifjast upp margar góðar minningar og þakk- læti. Ég þekkti Elsu frá grunn- skóla á Sauðárkróki, en leiðir okk- ar lágu svo aftur saman þegar við vorum báðar fluttar til Reykjar- víkur og vorum saman í sauma- klúbbi. Elsa passaði alltaf upp á að við í saumaklúbbinum hittumst mánaðarlega og minnti okkur á það ef einhver var að gleyma sér. Það var alltaf gott að heimsækja Elsu, hún var gamaldags húsmóð- ir og átti alltaf til bakkelsi og lagði fallega á borð. Hún var hvöss en sanngjörn, góð og alltaf stutt í hláturinn. Hún setti dætur sínar alltaf í forgang í lífi sínu og lifði líf- inu í núinu. Elsa var algjör jaxl og upplifði maður hana aldrei veika, sama hvað hún gekk í gegnum á þessum síðustu árum. Það var svo í apríl 2004 að Elsa hélt Herbalife-kynningu fyrir saumaklúbbinn, og var ég sú eina sem beit á agnið. Varð Elsa því „Herbalife-mamma“ mín. Það gjörbreytti lífi mínu, ég var á þeim stað í lífi mínu að ég þurfti á breyt- ingu að halda, ég þurfti björgun, heilsulega, andlega og líkamlega. Elsa og Herbalife björguðu mér og gerðu mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Elsa er stór áhrifavaldur í mínu lífi, og mikið er ég þakklát að hafa kynnst þessu tækifæri, en þökk sé henni hef ég ferðast til fjölda landa og notið lystisemda lífsins. Minnisstæð er ferðin 2005 sem við Elsa fórum með Herbalife til Atlanta í Bandaríkjunum, þar versluðum við og nutum lífsins. Eftir að Elsa var „Herbalife- mamma“ mín kom hún alltaf á að- fangadag færandi hendi, eins og jólasveinn með pakka fyrir mig, það verður skrítið að fá engan jólasvein til mín þetta árið. Kæra vinkona, þakka þér fyrir vináttuna, tækifærin og ógleym- anlegu samverustundirnar sem við áttum. Ég sendi foreldrum, unnusta, dætrum, barnabörnum, systur, mági og systursyni inni- legar samúðarkveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem) Bergrún Ingimarsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Elsu Ester Sigurfinns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Smáauglýsingar 569 1100 Bækur Bækur til sölu Ljóðabók Jóns Þorlákssonar, Bægisá. Alfreð Flóki, teikningar, Um Grænland að fornu og nýju, Árbækur Espolíns 1. - 12. útg. Ævisaga Árna Þórarinssonar 1 - 6, Aldafar og örnefni í Önundarfirði, Gestur Vest- firðingur 1 - 5, Stjórnartíðindi 1885 til 2000, 130. bindi, Mann- talið 1703. Kollsvíkurætt, Ponzi 18. og 19. öldin, Fjallamenn, Hæstaréttardómar 1920 - 1960, 40. bindi, Þjóðsögur Jóns Árna- sonar. Kvennablaðið 1. - 4. ár, Bríet 1895, Ódáðahraun 1 - 3, Fritzner orðabók 1 - 4, Flateyjar- bók 1 - 4, Ferðabók Eggerts og Bjarna 1981, Íslenskir Sjávar- hættir 1 - 5, Sýslumannaævir 1 - 5, Tímrit Verkfræðinga Íslands 1 - 20 ár, Tímarit hins íslenska Bókmenntafélags 1 - 25, Ársskýrsla sambands íslenskra Rafveitnaa 1942 - 1963. Hín 1. - 44. árg., Skýrsla um Lands- hagi á Íslandi 1 - 5, Töllatungu- ætt 1 - 4, Síðasti musterisridd- arinn Parceval, Austantórur 1 - 3, Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn, Nína, Ferðabók Þ. TH., 1- 4, önnur útgáfa. Fólkð í firði- num 1 - 3, Ættir Austfirðinga 1 - 9, Heimsmeistaraeinvígið í skák 1972, Landfræðisaga Íslands 1 - 4, Lýsing Íslands 1 - 4, plús minn-ingarbók Þ. HT., Almanak hins Íslenska Bók- menntafélags 1875 - 2006, 33. bindi, Inn til fjalla 1 - 3, Fremra Hálsætt 1- 2, Kirkjuritið 1. - 23. árg., Bergsætt 1 - 3, V-Skafeftell- ingar 1 - 4. Uppl. í síma 898 9475 Hljóðfæri Gítarinn ehf. Stórhöfði 27 Sími 552 2125 www.gitarinn.is     Mikið úrval Hljómborð á tilboði Gítarinn ehf. Stórhöfði 27 Sími 552 2125 www.gitarinn.is Gítarar og hljómborð í miklu úrvali erð við allra h Kassagítarar á tilboði Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi St. 36 - 48 Verð 8.900 Verð 9500 netverslun gina.is Sími 588 8050. - vertu vinur Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi netverslun gina.is Sími 588 8050. - vertu vinur Bílar Black Friday LAND ROVER Range Rover Sport Hse Black Pack. Árgerð 2015, ekinn 114 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 8 gírar. Verð 7.850.000. Rnr.224768. Black Friday VOLVO Xc40 T5 plug in hybrid. Árgerð 2020, ekinn -1 KM, bensín rafmagn, sjálfskiptur 7 gírar. Verð 7.490.000. Rnr.225855. Black Friday LAND ROVER Range Rover Evoque R-Dynamic. Árgerð 2020, ekinn 11 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 9 gírar. Verð 8.990.000. Rnr.120716. Black Friday VOLVO S90 T8 Twin Engine R-Design. Árgerð 2020, ekinn 0 Þ.KM, bensín-rafmagn, sjálfskiptur 8 gírar. Verð 10.490.000. Rnr.214967. Nánari upplýsingar veita Höfðabílar ehf. í síma 577-4747 Black Friday tilboð á nýum 2020 Mitsubishi Outlander Í svörtum lit. Vetrardekk og mottusett fylgir. Langt undir tilboðsverði umboðsins á 5.690.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Til sölu Mercedes Benz S320 árg. 2000 ekinn aðeins 168 þús. Innfluttur nýr af Ræsi. Þjónustubók frá upphafi. Nýsmurður og skoðaður án athuga- semda. Góð vetrardekk fylgja á felgum. Verð 790 þús. Skoða skipti. Uppl. Í síma 696-1000. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.