Morgunblaðið - 27.11.2020, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 27.11.2020, Qupperneq 68
68 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Atvinnuauglýsingar 569 1100 Óska eftir að ráða til starfa YFIRMATRÁÐ Hjúkrunarheimilið Sæborg á Skagaströnd óskar eftir að ráða yfirmatráð í 70-100% starf. Um er að ræða vaktavinnu en hægt er að semja um vaktatilhögun og lengd vakta. Reynsla af starfi með öldruðum er kostur. Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga, frumkvæði, samstarfsvilja, sveiganleika og hæfni í mannlegum samskiptum. Yfirmatráður hefur yfirumsjón með eldhúsi, sér um matseld (heitan mat) og bakstur, skipuleggur matseðla allt að mánuð fram í tímann og annast innkaup á mat- vörum, áhöldum og tækjum. Hefur umsjón með þrifum. Gerð er krafa um reynslu á þessu sviði. Laun samkvæmt kjarasamningum Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Kjalar (BSRB) Umsóknarfrestur er til 10.12.2020. Allar upplýsingar veitir Jökulrós Grímsdóttir hjúkrunar- forstjóri í síma 848-1801 eða Eydís Inga Sigurjónsdóttir afleysing hjúkrunarforstjóra í síma 867-1088 eða í tölvupósti á saeborg@simnet.is VERKEFNA- STJÓRI SKINNEY ÞINGANES Krossey / 780 Hornafjörður / 470 8100 / www.sth.is Verkefnastjóri á skrifstofu Skinney-Þinganes hf Skinney – Þinganes óskar eftir að ráða verkefnastjóra í fullt starf á Höfn í Hornafirði. Leitað er eftir skipu- lögðum einstaklingi sem á auðvelt með að vinna sjálf- stætt en jafnframt eiga auðvelt með að vinna í hóp. Reynsla og þekking í mannauðsmálum er æskileg og háskólapróf áskilið. Lögfræðimenntun er kostur. Helstu verkefnin eru: – Samningamál – Mannauðsmál – Öryggismál – Staðlamál – Ýmis tilfallandi verkefni Umsóknun skal skilað til Aðalsteins Ingólfssonar, forstjóra, á adalsteinn@sth.is fyrir 11. desember nk. Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 892 3432 (Aðalsteinn) eða 699 6103 (Guðrún). Skinney-Þinganes hf. rekur fjölbreytta útgerð og vinnslu á sjávarafurðum á Höfn og í Þorlákshöfn. Félagið flytur mest af afurðum sínum út sjálft, ýmist beint frá fyrirtækinu sjálfu eða í gegnum dótturfélag þess. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 300 manns. Skip og vinnslur eru vel tækjum búnar og fyrirtækið býr að stórum hópi góðra starfsmanna.Hæfniskröfur: • Háskólamenntun. Gerð er krafa um meistaragráðu en doktorsgráða er kostur • Reynsla og þekking á háskólaumhverfinu á Íslandi æskileg • Kennslufræðileg menntun æskileg • Reynsla af verkefnastjórn • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Gott vald á íslensku og ensku • Þekking á upplýsingatækni vegna kennslu kostur • Góð samskiptahæfni • Reynsla af styrktarumsóknum kostur Umsóknarferli Gert er ráð fyrir að starfið hefjist 1. janúar 2021. Skal fylgja kynningarbréf, ferilskrá (CV) og staðfest afrit af prófskírteinum. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests. Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/ haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2. Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_is- lands. Nánari upplýsingar veitir Róbert H. Haraldsson - robhar@hi.is - 525 4277 Stofnun rannsóknasetra HÍ Laust er til umsóknar 50% starf verkefnastjóra kennsluakademíu opinberu háskólanna hjá kennslusviði Háskóla Íslands. Kennsluakademía opinberu háskólanna er vettvangur að norrænni fyrirmynd sem ætlað er að stuðla að kennsluþróun í íslensku háskólasamfélagi (sjá www.kennsluakademia.hi.is). Verkefnastjóri er tengiliður við opinberu háskólanna og sinnir stefnumótun og daglegum störfum kennslu- akademíunnar í samráði við stjórn kennsluakademíunnar. Störfin felast meðal annars í skipulagi funda, námskeiða og annarra viðburða á vegum kennsluakademíunnar. Þá hefur verkefnastjóri það hlutverk að halda utan um umsóknir og inntöku í kennsluakademíuna og sinna almennri kynningu og útgáfu efnis um kennsluþróun á vegum akademíunnar. Einnig mun verkefnastjórinn vinna í öflun styrkja og taka þátt í inn- lendu og erlendu samstarfi um kennsluþróun. Verkefnastjóri hefur aðstöðu í Setbergi Húsi kennslunnar. VERKEFNASTJÓRI kennsluakademíu opinberu háskólanna Forsetaritari stýrir embætti forseta Íslands undir yfirstjórn forseta. Hann stýrir fjármálum, mannauði og daglegum störfum á skrifstofu forseta og Bessastöðum. Forseta- ritari annast fyrir hönd embættisins samskipti við Alþingi, ráðuneyti, fjölmiðla og sendiherra erlendra ríkja. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólamenntun sem nýtist í starfi, búi yfir fjölþættri reynslu af stjórnun, störfum á alþjóðavettvangi, mannauðsstjórnun og stefnumótun, leiðtogahæfni og færni í mannlegum samskiptum. Staðgóð þekking á íslenskri stjórnskipun og stjórnsýslu er einnig æskileg. Þá skulu umsækjendur hafa afar gott vald á íslenskri og enskri tungu í ræðu og riti, auk færni í a.m.k. einu öðru Norðurlandamáli. Um er að ræða fullt starf. Um laun forsetaritara fer eftir 39. gr. í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkis- ins, nr. 70/1996. Skipað verður í embættið til fimm ára, sbr. 23. gr. sömu laga. Með umsókn skal fylgja starfs- ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og því hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur. Við það er miðað að nýr forsetaritari hefji störf 1. mars 2021. Umsóknum skal skila til embættis forseta Íslands, Sóleyjargötu 1, 101 Reykjavík, merktum „Forsetaritari“, ekki síðar en 15. desember 2020. Einnig má senda þær rafrænt á netfangið umsokn@forseti.is. Nánari upplýsingar um embætti forseta Íslands má finna á vefsetri þess, www.forseti.is. Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Örnólfur Thorsson forsetaritari í síma 540-4400. FORSETARITARI Laust er til umsóknar embætti forsetaritara intellecta.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.