Morgunblaðið - 27.11.2020, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 27.11.2020, Qupperneq 80
80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Kápa nýrrar bókar bandaríska myndlistarmannsins Roni Horn er baksíða Lesbókar Morgunblaðsins 31. ágúst árið 2002 og ofan í hana er þrykktur titillinn, Island Zombie og undirtitillinn er Iceland Writings. Lesbókarsíðan er ein 23 verka henn- ar sem voru birt í jafn mörgum tölu- blöðum um vor og haust það ár en röðina nefndi hún Iceland’s Diffe- rence (Sérkenni Íslands). Roni Horn kom fyrst til Íslands árið 1975, þá 19 ára gömul, og ferð- aðist um landið. Hún hefur komið reglulega síðan og dvalist hér lang- dvölum, í allt að hálft ár, og hefur unnið hér mörg og fjölbreytileg verk. Þar má telja bókaröðina sem hefur yfirskriftina „To Place“ en bindin eru orðin tíu; hið viðamikla verk „You Are the Weather“, og meira að segja bókverk um málverk Stórvals af Herðubreið sem finna má svo víða á íslenskum heimilum. Svo er Vatnasafn, með innsetningu Roni í Stykkishólmi, kostað af breskri menningarstofnun. (Ég kýs að kalla hana skírnarnafninu eins og væri hún íslensk eða búsett hér, þar sem hún hefur starfað svo lengi að listsköpun sinni hér á landi). Um þessar mundir er í i8 galleríi við Tryggvagötu sýning á verkum Roni, þar má bæði sjá nokkur hinna þekktu ljósmyndapara hennar, sem sum voru gerð hér á landi, og nýjan tilkomumikinn skúlptúr en fyrir slíka er hún kunn víða. Og óhætt er að segja að Roni sé í hópi kunnustu alþjóðlegra myndlistarmanna sinnar kynslóðar; einkasýningar á verkum hennar hafa meðal annars verið sett- ar upp í Fondation Beyeler við Ba- sel, Whitney Museum of American Art í New York, Tate Modern í London, Centre Pompidou í París, The Art Institute of Chicago – og Listasafni Reykjavíkur. Ferðaðist fyrst um hér 1975 Hin nýja bók Roni Horn, Iceland Zombie, er gefin út af Princeton University Press og kemur formlega út í næstu viku. Þetta er athyglisvert og margbrotið verk en hér safnar Roni saman fjölbreytilegum skrifum sínum og hugleiðingum um Ísland frá meira en fjórum áratugum. Þá eru í bókinni myndir af verkum sem hún hefur gert hér og röðin Ice- land’s Difference úr Lesbókinni birtist í fyrsta skipti í heild; síðurnar eru birtar eins og þær voru í blaðinu og ensk þýðing textans á næstu síðu. Í inngangi Island Zombie rifjar Roni upp að minningar sínar frá fyrstu Íslandsferðinni sumarið 1975 séu undirlagðar af veðri en himinn- inn, vindurinn og ljósið hafi haft mikil áhrif á hana. Fram að því hafi hún, uppalin í New York-borg, ekki leitt hugann að veðri. Árið 1978 fékk hún námsstyrk sem hún nýtti til nær sex mánaða langrar Íslandsferðar; hún fór um landið vítt og breitt á fjallabifhjóli, áður en slíkur ferðamáti komst í tísku hér, og svaf í tjaldi. Roni skrif- ar að það hafi verið einsemdarflakk og hafi hún komist um allt á hjólinu. Þá hafi nær engin mörk verið hér á almenningi og einkalandi og engar hömlur; hún fór hægt yfir á ómalbik- uðum vegunum og þetta var eitt kaldasta og blautasta vor og sumar á skrá. Eftir þetta segist hún hafa komið reglulega til landsins, það varð henni nauðsyn: „Ísland varð eini staðurinn sem ég sótti heim án ástæðu, bara til að vera þar,“ skrifar hún. Árið 1982 fékk Roni leyfi til að dveljast í sex vikur í vitanum í Dyr- hólaey. Hún mætti snemma í maí og líkir dvölinni við viðburðaríkt ferða- lag enda gekk mikið á í eynni og börðust hafið, birtan, fuglasöngur, klettarnir og veðrið um athyglina. Það var svo um miðjan níunda áratuginn sem Roni byrjaði að vinna að ritröðinni To Place. Í fyrstu bók- inni voru teikningar sem hún gerði í Dyrhólaey, í annarri voru ljós- myndir af ólíkum fjárréttum víða um land, í þeirri þriðju myndir af hrauni og í fjórðu velti hún ímynduðu ferða- lagi rithöfundarins Jules Verne um landið fyrir sér. Og þannig varð hver bókin af annarri til. Roni segir í inn- ganginum að Island Zombie að um miðjan tíunda áratuginn hafi landið verið orðið sér „bæði náma og upp- spretta“. Stundum hafi ferðalögin hér verið líkust veiðum eða upp- greftri. Teikningarnar, skúlptúr- arnir og ljósmyndirnar sem hún hafi skapað á sama tíma hafi henni fund- ist innihalda nálægð eyjunnar og upplifananna sem henni buðust hér. En Roni segist í formála bókarinnar nú sjá, þegar hún hugsi til þeirrar sköpunardeiglu, að Ísland hafi í raun verið kraftur sem hafi heltekið hana. Og þegar hún sé í dag spurð hvers vegna hún hafi valið að fara til Ís- lands, fyrst landa, og hvers vegna hún komi enn hingað, þá hafi hún ekki annað svar en að hún telji að Ís- land hafi valið sig. „Þessi eyja er þörf hjá mér“ Við Roni Horn hittumst fyrst síð- sumars 1991, fyrir 29 árum. Hún hafði þá verið á hálendinu í nokkra daga og var komin í stutta heimsókn til Reykjavíkur áður en hún héldi ferðinni áfram. Hún sagði mér frá To Place-bókinni sem hún vann þá að, út frá Jules Verne og Snæfells- jökli, eins og ég sé í samtali okkar sem ég birti hér í blaðinu vorið eftir, þegar sýning á verkum hennar var opnuð í Nýlistasafninu. Og Roni var líka mikið að velta fyrir sér íslensk- um arkitektúr og nálgun okkar Ís- lendinga við náttúru landsins, eins og sést líka vel í verkaröðinni sem hún birti í Lesbókinni áratug síðar en þar fjallaði Roni til að mynda um arkitektúr Guðjóns Samúelssonar sem hún dáist að. Hún sagðist vera að hugsa um að láta einn kafla vænt- anlegs bókverks fjalla um það sem hún kallaði nútímaleg og verk- smiðjuleg híbýli fólks í bæjum lands- ins en þau væru með öllu aðskilin frá náttúrulegum aðstæðum hér. „Tengslin eru alls engin,“ sagði hún með þungri áherslu. Og hún velti fyrir sér að „vinna eitthvað út frá Bláa lóninu og orkuverunum sem maður rekst á hér og þar í landslag- inu. Sköpunarkraftur þessa lands er gríðarlegur og maður finnur fyrir honum þegar maður sér jarðýtur ryðja jarðveginum upp. Hér er ég ekki að tala af neinni tilfinninga- semi. Það er bara sjokkerandi. Ég reyni að safna slíkum ljósmyndum. Ég er ekki að segja að það sé eitt- hvað rangt við virkjanirnar, en ég segi: Lítið á þetta! Þegar virkjun er komin í landslagið fer maður fyrst að taka eftir því fyrir alvöru. Ég hef svo gríðarlega sterkar tilfinningar, sem ég get alls ekki tjáð með orðum, fyrir þessu landslagi, fyrir þessari eyju og fólkinu hér.“ Skiljanlega spurði ég Roni í þessu samtali okkar 1991 um hvernig stæði á þessum tilfinningum til landsins. „Ég hef bara enga hugmynd um hvernig stendur á því. Þetta er lík- lega bara heppni,“ svaraði hún. „Heppni í þeirri merkingu að þú finnur eitthvað sem kemur til með að skipta þig miklu, og þú heldur þig við það. Kannski hef ég einhvers konar farfuglseðli í mér og sný þess- vegna alltaf aftur. Þessi eyja er þörf hjá mér, ég verð að koma reglulega og dveljast um hríð.“ „Fegurðin er sú sama en …“ Roni fjallar í innganginum að Isl- and Zombie um þessa þörf sína fyrir landið, þörf sem við ræddum þarna um árið. Þá sagði hún líka: „Frá því ég kom hingað fyrst, árið 1975, hafa greinilega orðið róttækar breytingar á íslensku samfélagi; jafnt á félagslegan sem menningar- legan hátt, en útsýnið tekur þó eng- um breytingum. Með bættu vega- kerfi held ég að viðhorf Íslendinga gagnvart landinu séu að verða ab- strakt, tilfínningarnar gagnvart um- hverfinu breytast og snertingin minnkar. Nú bruna menn á 120 km hraða yfir Mýrdalssand á malbiki og þykir ekkert eðlilegra, en áður gengu menn þetta eftir vörðum eða fóru á hestum og bar þá hægar yfir. Með fjarlægðinni breytist útsýnið mikið og tilfinningin hlýtur að minnka – eða breytast að minnsta kosti. Fegurðin er sú sama en lands- lagið er orðið þess háttar að því má koma fyrir í ramma, rétt eins og við höfum í Bandaríkjunum. Þar er Miklagljúfur og Yellowstone-garður, og hvað vilja menn meira? Tíu pró- sent er meira en nóg af óspilltri nátt- úru, og menn geta gert það sem þeim sýnist annars staðar. Á Íslandi er sama peningaviðhorfið gagnvart landinu að ryðja sér mjög til rúms, en landið hér þolir bara miklu minni átroðning. Í Bandaríkjunum er land- ið miklu eldra, margfalt stærra og þolir miklu meira.“ Þetta samtal átti sér stað áður en umræðan um virkjanir og inngrip manna í náttúruna með óaftur- kræfum hætti sprakk út hér á landi með átökunum um Eyjabakka- og Kárahnjúkavirkjanir. Roni átti með sínum verkum og orðum þátt í að vekja fólk hér til umhugsunar um gildi lands og náttúru, svo mikið er víst. Og hefur unnið úr henni á margvíslegan hátt, hvort sem hún hefur gert grafíkverk með heitum allra íslenskra hrauna eða safnað vatni úr jöklum í vatnasafn sitt. Ísland gaf vídd í tungumálið Roni Horn gat vegna ferðahaml- anna af völdum kórónuveirufarald- ursins ekki verið við opnun sýning- arinnar á verkum hennar í i8 gallerínu á dögunum. Þegar ég slæ á þráðinn til hennar í New York segist hún hafa varið lunga síðustu mánaða í vinnustofu sinni fyrir utan borgina, sem er mikil breyting því vegna Telur Ísland hafa valið sig Ljósmynd/i8 gallerí Sýningin Horft yfir sýninguna á verkum Roni Horn sem stendur nú yfir í i8 galleríi við Tryggvagötu. Þar má sjá stóran glerskúlptúr og ljósmyndapör, sum gerð hér á landi. Roni Horn hefur lengi starfað með galleríinu. Ljósmynd/Mary Ellen Mark fyrir Morgunblaðið Á Kaffivagninum Hinn þekkti ljósmyndari Mary Ellen Mark myndaði árið 2005 listamenn fyrir Morgunblaðið, þar á meðal landa sinn Roni Horn. Island Zombie Kápa nýrrar bókar Roni Horn með skrifum um Ísland.  Í nýrri bók bandarísku myndlistarkonunnar Roni Horn, Island Zombie, er úrval skrifa og verka hennar um Ísland  Birtir allar 23 síðurnar úr Lesbók Morgunblaðsins sem hún gerði árið 2002 Lifandi lausnir Nýir tímar í viðburðahaldi harpa.is/lifandilausnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.