Morgunblaðið - 27.11.2020, Side 84

Morgunblaðið - 27.11.2020, Side 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Ýmissa grasa gætir í bókinniBjörgunarsveitin mín semgefin er út í tilefni af 70ára afmæli Flugbjörg- unarsveitarinnar í Reykjavík. Um- fangsmikil leit að flugvélinni Geysi sem fórst á Vatnajökli í september 1950 gerði mönnum ljóst að stofna þyrfti björg- unarflokk þar sem væru menn með þjálfun og búnað til þess að geta brugðist sér- staklega við flug- slysum, sem voru tíð á þessum ár- um. Frá stofnun flugbjörgunarsveitarinnar segir ein- mitt í grein eftir Þorstein E. Jóns- son heitinn flugstjóra. Á eftir koma svo um fjörutíu greinar eða frásagn- ir, mislangar, yfirleitt sögur af ferð- um eða verkefnum þar sem giftu- samlega tókst til með leit og björgunaraðferðir. Þessar pistlar eru birtir í tímaröð, svo sem þegar liðsmenn björgunarsveitarinnar klifu á Hraundranga árið 1955, gengu 1973 í vætutíð á Vatnajökul, frá árinu 1986 segir af leitaraðgerð vegna flugslyss á Snæfellsnesi og 2010 af æfingaferð að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi á útmánuðum það ár. Svo mætti áfram telja kaflana, sem eru skráðir af fólkinu sem í þessar ferðir eða verkefni fóru. Höf- undarnir eru misjafnlega pennafær- ir og þeir eru margir og sumum hættir til að vera um of langorðir. Skrifa jafnvel með málalengingum um atriði eða atvik sem eru auka- atriði í stóru myndinni. Sums staðar gætir líka óná- kvæmni í frásögn og orðanotkun. „Við vöknuðum um kl. 03:00 og fór- um allir út til að pissa,“ segir einn greinarhöfundurinn; þetta og fleira í svipuðum dúr eru leiðinlegir hortitt- ir í stíl bókarinnar. Efnið hefði klár- lega þurft að stytta og skerpa til bóta, því oft glittir í góð söguefni í annars þokukenndum stílbrögðum. Bók þessi er í raun ekki eiginleg saga Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, hana er frekar að finna í bók Friðriks G. Olgeirssonar Mann- líf í húfi II sem út kom 2017. Lítið er sömuleiðis sagt frá stórum björg- unarverkefnum, svo sem leit að flug- vélum sem týndust og var jafnvel leitað að svo vikum skipti undir þjóð- arathygli. Björgunarsveitin mín er því einkum safnrit ferðasagna björg- unarsveitarmanna, pistlar sem eru misjafnir að stíl og gæðum. Fjölskrúðugar ferðasögur Björgunar- og ferðasögur Björgunarsveitin mín bbmnn Eftir Arngrím Hermannsson. BF útgáfa, 2020. 308 bls. innb. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆKUR Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Hjá mér fæðast myndirnar og text- inn eiginlega samhliða og kallast sterklega á í sköpunarferlinu. Eitt orð getur þannig breytt öllu flæðinu og kallað á alveg nýjar myndir,“ seg- ir Birta Þrastardóttir sem sent hef- ur frá sér myndabókina Nóru sem Angústúra gefur út. Þetta er önnur myndabók hennar, en árið 2015 kom bókin Skínandi út hjá Crymogeu. „Í raun má segja að bókin fjalli einmitt um flæði. Stundum þarf svo lítið til að slá okkur út af laginu. Hún fjallar líka um það hvað orð skipta miklu máli og hversu mikilvægt það er að vanda orð sín í samskiptum við aðra. Ég held við þekkjum öll, bæði börn og fullorðnir, þá tilfinningu að vera slegin út af laginu út af ein- hverju sem við heyrum,“ segir Birta og rifjar upp að í fyrstu drögum að bókinni hafi titillinn verið Nei og aft- ur nei. Nóra er birta á arabísku „Þá var Nóra miklu neikvæðari í allri afstöðu, þar sem hræðsla og feimni varð til þess að hún svaraði öllu neitandi,“ segir Birta og bendir á að nafnið Nóra kallist á við enska orðið „no“. „Fyrir tilviljun komst ég hins vegar að því að Nóra þýðir birta á arabísku, sem mér þótti mjög skemmtilegt.“ Í bókinni upplifir Nóra bæði sorg og depurð þegar henni er strítt fyrir vestið sem hún klæðist sem er í neonlit og því mjög áberandi á síðum bókarinnar. Að sögn Birtu var það auðsótt mál að fá að bæta fimmta litnum, sem er neon, við. „Þetta hljómar kannski sem lítið atriði, en skiptir miklu fyrir upplifun lesenda,“ segir Birta og hrósar stjórnendum hjá Angústúru fyrir frábært sam- starf. „Ég hef verið ótrúlega heppin með útgefendur, því þegar ég gaf út hjá Crymogeu vildi ég hafa síðurnar rúnnaðar, kjölinn gylltan og gat á bókinni og fékk allt sem ég bað um, sem er alls ekki sjálfgefið.“ Aðspurð segist Birta meðvitað nota fá orð í bókum sínum og styðj- ast frekar við samspil mynda og texta til að koma merkingunni til skila. „Það þýðir að ungir lesendur sem eru að byrja að læra að lesa geta lesið bókina upp á eigin spýtur og fyrir vikið upplifað sig sem sigur- vegara,“ segir Birta og tekur fram að bókin henti einnig afar vel til upp- lestrar þar sem samspil texta og mynda kveiki auðveldlega samræð- ur og samtal hjá lesendum. „Mér finnst gaman að opna á samræður við börn um svona viðkvæma tilfinn- ingalega hluti. Nýverið fékk ég þau skilaboð frá foreldrum fjögurra ára stráks að upplestur á bókinni hefði kveikt góðar og skemmtilegar um- ræður um það að vera í fýlu, um stríðni og vináttu og annað mikil- vægt í lífinu. Mér þótti afar vænt um að heyra það.“ Gott að vera flutt heim Aðspurð segist Birta ekki reikna með að það líði fimm ár þar til hún sendi frá sér sína næstu bók. „Bókin virkar kannski einföld á yfirborðinu, en hún krafðist mikillar vinnu enda handteikna ég allar myndirnar og geri tilraunir þar til útkoman verður rétt. Þetta snýst allt um að ná rétta flæðinu og stundum þarf maður að láta hlutina meltast. Auk þess spilar líka inn í að ég var að vinna bókina meðfram fullri vinnu og fluttist milli landa í miðju sköðunarferlinu,“ segir Birta sem sumarið 2019 flutti ásamt fjölskyldu heim frá Englandi eftir tuttugu ára búsetu þar í landi. „Við tókum þá ákvörðun í miðju Brexit- ferli að þetta væri komið gott og fínt að snúa aftur heim. Um leið og við fluttum heim fékk ég frábært starf sem kynningarstjóri Borgar- bókasafnsins og hef því bara blómstrað frá heimkomu.“ Bók sem fjallar um flæði  Birta Þrastardóttir sendir frá sér myndabókina Nóru  Gaman að geta rætt um viðkvæma tilfinningalega hluti Morgunblaðið/Eggert Samtal Birta Þrastardóttir vonar að bókin kveiki samræður lesenda. Áhyggjufull Nóra hugsi í rólunni. Það er svo sannarlega feng-ur að því að fá loksins áíslensku þessa kunnuskáldsögu austurríska Nóbelsverðlaunahafans Peters Handke, Ótti markmannsins við vítaspyrnu, rúm- lega hálfri öld eftir að hún var skrifuð. Ugla gefur út og er þetta önnur skáldsaga Handkes sem forlagið sendir frá sér á árinu; hin er annað þekkt verk frá fyrsta tímabili höf- undarins, Óskabarn ógæfunnar, sem fjallar um lát móður hans. Handke, sem er 78 ára, hefur verið áhrifamikill skáldsagna-, leikrita- og greinahöfundur nánast síðan hann var á ung- lingsaldri. Hann hlaut Nóbels- verðlaunin í fyrra og hefur styr staðið um þá veitingu, einkum vegna afstöðu rithöfundarins til ófrið- arins á Balkanskaga. En hvað sem fólki kann að þykja um óheppileg skrif og gerðir Handkes þá er hann óumdeilanlega afar snjall höfundur. Og það birtist vel í Ótta markmannsins við vítaspyrnu, þeirri fyrstu eftir hann sem sló í gegn. Sagan fjallar um fyrrverandi markvörð, Josef Bloch, sem starf- ar við byggingavinnu en les það úr viðbrögðum samstarfsmanna þeg- ar hann mætir til vinnu að sér hafi verið sagt upp. Og hann sígur upp í næsta leigubíl og hverfur á braut. Þannig hefst bókin og rót- laust ferðalag Blochs inn í sífellt myrkari sturlunarmóðu. Franz Gíslason (1935-2006) þýddi söguna lipurlega en féll frá áður en honum auðnaðist að búa þýðingunni endanlegan búning. Jón Bjarni Atlason magister yfir- fór þýðinguna og bjó til prent- unar. Hann skrifar líka ítarlegan og fróðlegan eftirmála um feril Handkes og söguna. Þar kemur meðal annars fram að við ritun hennar hafi Handke stuðst við þekkt verk um geðklofa. Frásögn- in er í þriðju persónu en lesandinn fær að sjá í hug Blochs og öll skynjun miðast við það hvernig hann sér heiminn og túlkar gjörð- ir og viðbrögð annarra. Það er listavel gert af hálfu höfundar. Við lesendur sjáum smám saman hvernig Bloch er að missa tökin á lífinu þar sem hann vafrar um borgina, sem Jón Bjarni segir okkur að sé Vín, og eftir að hafa sofið hjá afgreiðslukonu úr kvik- myndahúsi myrðir hann hana og heldur að því búnu suður að landamærunum, þar sem fyrrver- andi unnusta rekur gistihús. Höf- undurinn beitir ákveðnum tækjum sakamálasögunnar, án þess að glæpurinn verði nokkurt aðal- atriði, og lesandinn sér að Bloch er leitað. Hann gengur fram á lík unglings, sem einnig er leitað. Það hefur engin áhrif á hann en þar verða hvörf í sögunni og það þrengir sífellt meira að honum, eins og síversnandi andlegt ástand hans og ofskynjanir sýna svo vel með táknrænum hætti. Þar sem heimurinn leysist sífellt meira upp í listilega mótuðum textanum sem réttilega er sagður bæði ljóðrænn og harmrænn. Harmræn sturlunarmóða Skáldsaga Ótti markmannsins við vítaspyrnu bbbbb Eftir Peter Handke. Franz Gíslason þýddi. Jón Bjarni Atlason sá um útgáfuna og ritaði eftirmála. Ugla, 2020. Kilja, 152 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Peter Handke Danski leikarinn Mads Mikkelsen mun taka við hlutverk töframanns- ins Gellerts Grindelwalds í Fantastic Beasts-kvikmyndaröðinni, en þriðja myndin er væntanleg sumarið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu sem kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros sendi frá sér fyrr í vikunni. Bandaríski leikarinn Johnny Depp fór með hlutverkið í fyrstu tveimur myndum seríunnar, en var gert að taka pokann sinn fyrr í mánuðinum eftir sneypuför fyr- ir breska dómstóla. Þar freistaði hann þess að fá breska blaðið Sun dæmt fyrir meiðyrði fyrir að segja hann hafa barið konu sína, Amber Heard. Á það féllst dómarinn ekki. Mads Mikkelsen Mikkelsen tekur við sem Grindelwald

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.