Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 17
15
1901
Með því að gera má ráð fyrir, að víða annars staðar hafi barnsfararsóttarsjúklingar
ekki síður verið vantaldir í skránum, þótt gögn vanti til að ganga úr skugga um það,
þykir ekki taka því að leiðrétta skráningu þeirra í þessu eina héraði, sem þess væri
kostur.
9. Heimakoma (erysipelas).
Hennar varð eitthvað vart í 24 héruðum, en mun hafa verið væg, því að svo má
heita, að héraðslæknarnir geti hennar ekki að neinn í aðalskýrslum sinum. Þó dó
1 (í Reykjavíkurhéraði), en samtals voru skráðir 80 á öllu landinu.
10. Gigtsótt (fel)ris rheumatica)
gerði eitthvað vart við sig í 24 héruðum, en var alls staðar fálið nema i Húsavíkur-
héraði. Þar eru 12 skráðir, en a. m. k. G af þeim fengu veikina upp úr kverkabólgu,
sem grunsamlegt er, að hafi verið skarlatssótt (sjá hér síðar í kaflanum um
kverkabólgu).
11. Lungnabólga (pneumonia crouposa)
var talin óvenjulega fátíð. Eru 172 taldir í skránum, en 320 árið áður og 558 árið 1899.
1 aðalskýrslum héraðslæknanna er hennar litið getið. Þetta er það helzta:
Reykjavíkurhérað: Lungnabólga hefur verið venju fremur sjaldgæf, 11 sýkzt,
og er það talsvert minna en vant er að vera, en álíka þung hefur hún verið og áður.
Borgarfjarðarhérað: Lungnabólga hefur verið með langminnsta móti í héraðinu
þetta árið.
Siglufjarðarhérað: Lungnabólga kom fyrir 6 sinnuin á árinu, þar af voru 4 til-
felli hjá litlendum fiskimönnum, en 2 í Hvanneyrarhreppi.
Síðuhérað: Af lungnabólgu komu fyrir 3 tilfelli, og dóu 2 miðaldra lcarlmenn
úr henni.
Eyrarbakkahérað: Einkennilegt er að sjá aðeins eitt einasta tilfelli af pnenmonia
crouposa á öllu árinu.
12. Kvefsótt (bronehitis inrl. pneumonia catarrlialis).
Hún virðist hafa verið mjög fátíð, þvi að ekki eru skráðir nema 904 kvel'sóttar-
sjúklingar á öllu landinu. En gæta ber þess, að langfæstir þeirra, er sýktust af kvef-
sótt, hafa leitað læknis. Svo er víða enn, að læknar sjá ekki nema þyngri tilfellin, en
þó voru miklu meiri brögð að því þá, er læknar voru færri og þeir fleiri, er áttu til
þeirra um langan veg að sækja. Á þetta að vísu heima um flestar sóttir. — Kvef-
lungnabólga er hér talin með kvefsóttinni, og eru því fleiri taldir dánir úr henni en
ef hún væri skráð út af fyrir sig. — Hér er ágrip af því helzta, sem um hana er sag't
í aðalskýrslum héraðslæknanna:
Reykjavíkurhérað: Kvefsóttir hafa gengið, gerðu að vanda mest vart við sig vor
og haust, en Voru vægar.
Skipaskagahérað: Kvefsótt hefur stungið sér niður við og við. Mest kvað að
henni í nóvember og desember. Nokkrir fengu lungnabólgu upp úr henni (4 tilf.). Á
nokkrum varð ég’ var við eyrnabólgu, sem afleiðingu af sóttinni. í desemberlok var
sóttin á enda.