Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 28
1901
26
»
4. Mataræði.
Skipaskagahérað: Mataræðið er mjög mismunandi, og er matur bæði lítill og
óhentugur á sumum fátækum heimilum, en aftur annars staðar betra.
Borgarffarðarhérað: Fólk bcr um sveitir lætur nú í kaupstaðina hér um bil allt
það fé, sem það fargar árlega, en tekur iit í staðinn skemmda og lélega kornvöru og
lifir eingöngu á henni ásamt mjólkinni, sem víða er lítil að vetrinum. Skurður til
heimilis er sama sem enginn hjá bændum, og kjöt er ekki borðað hjá flestum nema
á hátíðum og' tyllidögum. Fiskmeti er nú minna keypt en áður og fremur lítið notað,
helzt að sumrinu.
Ólafsvíkurhérað: Mjólkurráð eru víðast í héraðinu mjög lítit og í Ólafsvík á
vetrum jafnvel svo litil, að til vandræða horfir oft.
Dalahérað: Fyrir 11 árum síðan var ekki í héraði þessu nema eitt einasta heimili,
þar sem hrossakjöt var etið, að því er ég frekast lil vissi eða heyrði getið um, og það
í svo stórum stíl, að það var nærri því einmeti fólksins að vetrinum, svo að sumt af
þvi fékk skyrbjúg. Þó eru nú nokkur heimili, þar sem hrossakjöt er notað til mann-
eldis við og við með þrifnaði og í öllu hófi, svo að auðvitað engum verður meint af.
Selakjöt er og' notað og' etið á Fellsströnd og Skarðsströnd.
Reykdælahérað: Híbýlin eru víða slæm, rök og köld, og fæða manna ekki sein
hentugust, bæði af því að matvælin vilja víða skemmast sökum vankunnáttu i að
geyma þau, og svo er matreiðslan sums staðar ekki í svo góðu lagi sem skyldi.
Seyðisffarðarhérað: Hafragrjón og haframjöl, sem aðeins var þekkt hér fyrir
4 árum, er nú notað mjög svo mikið, og' fer notkun þess til manneldis sífellt í vöxt.
Áður voru hrísgrjón brúkuð í staðinn.
Mýrdalshérað: Annar algengasti sjúkdómur hér er kroniskur magakatarrh, og
þarf engum getgátum til að dreifa um það, að cpusa morbi er ,,garðamaturinn“; á
meðan hann endist, sení sums staðar er mest allt árið, er hann etinn af stjórnlausri
ógengd, svo að fáir munu trúa, nema sem séð hafa, hvílík ósköp af kartöflum geta
rúmast í einum mannsmaga við hverja máltíð, og það víða af þeim eingöngu og við-
bitslaust. Dilatatio ventric.uli er því allt annað en fágætur sjúkdómur í þessu héraði
— helzt undir Eyjafjöllum. Með dilatationinni, eða réttara sem afleiðing af henni,
kemur hjartsláttur, hræðsla, titringur, neurasthenia, og svo endar allt í hysteri, sem
ekki læknast nema sjúklingurinn komist á skynsamlega diæt.
Eyrarbakkahérað: Lifnaðarhættir eru hér ár eftir ár hinir sömu, nema hvað
íleira og' fleira fólk færist árlega úr sveitum í sjávarþorpin, en eftir því, sem þar
fjölgar, verður atvinnan minni á hvern, og því fátækt mikil og viðurværi illt, eink-
um ef vertíð bregzt.
5. Bólusetningar.
Þær fórust víða fyrir, sums staðar vegna skarlatssóttarinnar, sums staðar (t. d.
í Vopnafjarðarhéraði) vegna þess, að enginn kom til bólusetningar, þótt auglj'st væri
í tæka tíð og ekki kunnugt um forföll. Sumum læknum reyndist bóluefnið ónýtt. Hér-
aðslæknirinn í Akureyrarhéraði segir, að það reynist ónýtt ár eftir ár. Héraðslækn-
irinn í Reykjavík segir, að sér hafi reynzt það vel og ætlar, að kvartanir um gagns-