Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 93
91
1004
ár. A þessu ári fengu 55 manneskjur veikina (1903 ekki nema 35). Síðari hluta ársins
var veikin talsvert þyngri en hún hefur verið hér að undanförnu. Eins og áður hefur
langmest borið á veikinni í austurbænum (Skuggahverfinu).
tsafiarðarhérad: Það er merkilegt, að taugaveiki stingur sér niður í Álftafirði og
Bolungarvík á hverju ári síðan taugaveikisárið mikla. Sjúkdómurinn virðist liggja
l>ar í landi, þótt ekki verði bent á upprunann.
Akureyrarhérað: Undanfarin ár hefur taugaveiki hér verið mjög óregluleg og að-
eins typisk á einstaka sjúkling. Á þessu ári hefur brugðið svo við, að 3 sjúklingar liafa
lagzt allþungt og fengið svo ákafar roseolae, að mest hefur líkzt typhus exanthe-
inaticus. Á 2 sjúklingunum varaði veikin stutt (tæpan mánuð) en á 3. sjúklingn-
um yfir mánuð. Enginn sjúklinganna fékk hálsbólgu samfara þessu og ekki heldur
nokkurn vott af hreistrun eða skinnflagningi. Ég áleit því, að skarlatssótt væri úti-
lokuð, og með því mælti og hin langa lega eins sjúklingsins, sem einnig fékk niður-
gang og var mjög þungt haldinn. Allir þessir sjúklingar hafa verið hér í bænum, en
ekki hef ég getað rakið uppruna veikinnar. 2 voru í sama húsi úti á Oddeyri, hinn
þriðji var hjúkrunarstúlkan á spítalanum. Eftir áramótin hefur 1 stúlka lagzt á sama
hátt, og þykir mér þetta kynlegt. Eftir 2 fyrstu sjúklingunum að dæma, skyldi maður
halda, að um væri að ræða typhus exanthematicus, en á 2 síðari sjúklingunum hafa
sjúkdómseinkenni líkzt frekar typhus abdominalis, að því undanteknu, að fág'ætt mun
vera, að exanthemið sé svo ákaft. Hörund sjúklinganna var ekki óáþekkt og í miklu
mislingaútþoti, og' fór útþot þetta um allan líkamann.
Fráleitt hefur þetta verið typhus exanthematicus fremur en lúsasóttin í ísafjarð-
arhéraði 1901, sjá aths. um hana í Heilbrigðisskýrslum 1901.
Husavikurhérað: Það hefur borið á taugaveiki á Húsavík á hverju ári, síðan ég
kom hingað (1896), en aldrei svo mikið sem þetta ár. Það má geta þess hér, að vatns-
ból eru nærri eingöngu opnir lækir, og standa hús og bæir fram með þeim.
Eijrarbakkahérað: Af febris typhoidea hafa komið fyrir 21 tilfelli, þar af 14 í
Ölfusi, þessari dæmalausu gróðrarstíu fyrir taugaveiki. Þess skal getið, að fleiri hafa
veikzt af taugaveiki í Ölfusi en skýrslur mínar sýna, því að þar er alsiða, þegar veikin
er væg, að leita engrar hjálpar eða þá skottulækna, því að margir reyna að leyna veik-
inni, svo að eigi verði varað við samgöngum. Taugaveiki kom og upp í einu húsi hér
á Eyrarbakka, sem 2 fjölskyldur búa í, og tók hvor við af annarri. Loks barst veik-
in frá Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi á heimili barnakennarans hér í þorpi með dreng
kennarans, sem hafði sumarvist á Kirkjuferjuhjáleigu.
9.—10. Blóðsótt og iðrakvef
Sjúklingafiöldi 1901—1904:
Sjúklingar..............
(dysenteria, cholerine & cat. intest. acut.).
1901 1902 1903 1904
.......... 1460 1245 713 875
Nokkuð mun blóðsótt og' iðrakvefi enn hafa verið blandað saman sums staðar, og
á um það svipað við og frá hefur verið greint í fyrri skýrslum. Læknar láta þessa
getið:
Mýrahérað: Flest tilfellin komu fyrir i mánuðunum marz—júlí. Sóttin lagðist
talsvert þyngra á fólk en undanfarin ár og hagaði sér að ýmsu leyti öðru vísi, tók full-