Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 104
1904
102
IV. Yfirsetukonur.
Laus umdæmi eru nú ekki talin nema 8. Flestir læknarnir láta vel af yfirsetu-
konum i sínum héruðum, eða sæmilega, en þó er þess sums staðar gelið, að sumar
þeirra séu lítt færar fyrir aldurs sakir eða vankunnáttu. Einkum er héraðslæknir-
inn í Akureyrarhéraði óánægður með kunnáttu yfirsetukvenna í sínu héraði eins
og árin á undan, og segir svo í aðalskýrslu úr Akureyrarhéraði: Eina verulega breyt-
ingin á yfirsetukvennaskipun héraðsins er sú, að yfirsetukonan í Öngulstaðahreppi
dó á þessu ári, og' kom önnur ung í hennar stað. Áður en hiin tók við embættinu, átti
ég tal við hana, og kom þá í ljós, að: 1) hafði hún aldrei séð konu fæða, hvað þá
heldur haft nokkra æfingu í starfi sínu við það, 2) hafði hún nærfellt enga hug-
ínynd um orsakir eða varúðarráðstafanir geg'n barnsfararsótt, 3) kunni hún ekki
að sótthreinsa hendur sinar, 4) kunni hún ekki að setja blóðkoppa eða fara með
bíldinn. Ég' reyndi að kenna henni hið allra nauðsynlegasta. Eigi að siður þarf ekki
að orðlengja það, að með slíkum undirbúningi er yfirsetukonan nærfellt verri en
ólærð kona.
V. Siysfarir.
Ekki er getið uin nein slys í skýrslum héraðslækna þetta ár, er að hana hafi
orðið. Eitt mesta slysið vildi til í Skipaskagahéraði: 7 ára stúlka fékk svo mikil
brunasár, að tvísýnt var um líf hennar um tíma, en komst þó til heilsu. Varanleg-
um örkumlum ollu 2 slys önnur: Járnflís fór í aug'a manns á Sig'lufirði, og þurfti að
taka augað. Skot hljóp í hönd á manni á ísafirði og' muldi, svo að taka varð hana af
manninum. Getið er um 107 beinbrot (og „nokkur smá beinbrot“, eins og' komizt er
að orði í skýrslunni úr Rangárhéraði) og 32 liðhlaup (og „nokkur siná liðhlaup“,
segir í sömu skýrslu). Enn er getið allmargra minni háttar marsára, skurðsára, skot-
sára og brunasára. — í aðalskýrslu úr Skipaskagahéraði er sagt frá manni, er fyrir-
fór sér á eitri, drakk kreólín svo mikið, að bani hlauzt af. Þótt undalegt sé, er þetta
sjálfsmorð ekki talið í Landhagsskýrslunum meðal sjálfsmorða og ekki heldur
meðal slysa (engin sjálfsmorð með eitri talin þar og ekki heldur nein slys af eitur-
nautn, er leitt hafi til dauða). v
VI. Ýmislegt.
1. Skottulæknar.
Ekki verður tala skottulækna séð nákvæmlega af aðalskýrslum héraðslæknanna,
fremur en áður, því að í sumum skýrslum, er geta þeirra, er ekki sagt, hverjir þeir eru
né hve margir í héraðinu. Þannig er sag't í aðalskýrslu úr Sauðárkrókshéraði, að þeir
séu margir, en lítið leitað, og í aðalskýrslu úr Hofsósshéraði er þetta: „Ekki hefur þeim
fækkað, skottulæknunum, víst er um það, en ekki ætla ég að eyða orðum um þá frek-
ar“. Að öðru leyti láta læknar þessa getið;