Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 97
05
1904
dæini, að á sumum sjúklingunum hér hefur hvorki sést útþot eða nokkur skinn-
fla gningur, þó að um áreiðanlega skarlatssótt hafi verið að ræða.“
17. Magakvef með sótthita (febris gastrica s. continua).
Sjúklingafíöldi 1901 1904: 1901 lí)02 1903 1904
Sjúklingar......................... 61 62 35 38
Héraðslæknirinn í Hofsóshéraði getur um dálítinn sóttarfaraldur í Fljótum og
Viðvíkursveit, er hann kveðst ekki geta skírt. Er því enginn þeirra 11 sjúklinga, er
hann getur um þarna, skráður nema 1, en hann sá héraðslæknir í Siglufjarðarhéraði
og taldi, að hefði febris gastrica. Varla er vafi á því, eftir lvsingu læknisins að dæma,
að þarna hefur verið um meira og minna „atypiska“ taugaveiki að ræða, eins og yfir
höfuð flest eða allt það, sem kallað var febris gastrica. Enginn skyldi lá sveitalækn-
um þá og fyrr, þótt þeir færu stundum villt í þessu. Taugaveilci er vanalega tor-
þekkt framan af, einkum ef flest tæki vantar til sjúkdómsgreiningar, eins og þá var,
og svo voru sjúklingarnir einatt langar leiðir í burtu, svo að enginn vegur var að
fvlgjast daglega með sjúkdómnum. Og úr því að sjúkdómsheitið febris continua var
á sjúkraskránum, var ekki óeðlilegt, að læknirinn notaði það, þegar hann gat ekk-
ert fundið nema sótthita, slen, höfuðverk o. þ. h. til að liyggja sjúlcdómsgreiningu á.
Ef sjúklingnum batnaði, án þess að hann ju-ði áður verulega þungt haldinn, eða ef
læknir fékk ekkert um afdrif hans að vita, var væntanlega látið við þessa sjúkdóms-
greiningu sitja, en ef sjúklingnum hélt áfram að versna og greinileg taugaveikisein-
kenni komu í ljós, hefur sjálfsagt oftast sjúkdómsgreiningunni verið breytt í
rétta átt.1)
18. Heilasótt (meningitis cerebro-spinalis epidemica).
í 3 héruðum eru skráðir 4 sjúklingar (Miðfjarðar 1, Vopnafjarðar 1, dó, Gríms-
oes 2, annar dó). 1901 voru líka skráðir 4 með þessa sótt, dóu 2. 1902 voru skráðir
5, dóu allir. 1903 var enginn skráður. Sjúkdómsgreiningin væntanlega a. m. k. stund-
oin vafasöm, sbr. Heilbrigðisskýrslur 1901.
19. Mænusótt (poliomyelitis anterior).
Svo segir í aðalskýrslu héraðslæknisins i Reykjavíkurhéraði: Mér finnst vert
oð geta þess, að síðari hluta ársins bar hér talsvert á sjúkdómi, sem annars er hér
mjög sjaldgæfur. Það var j)oliomyelitis anterior. Börn og unglingar fengu veikina,
og er mér kunnugt um, að sjúklingarnir urðu hér í bænum alls eitthvað 20. Margir af
þeim eru nú (marz 1905) komnir til fullrar heilsu, en margir hafa líka enn lamanir
í útlimum, handlegg'jum eða fótum, og munu aldrei verða jafngóðir. Enginn hefur
dáið. Ég hef séð þess getið, að sjúkdómur þessi gangi stundum sem farsótt í öðr-
um löndum, en veit ekki til, að það hafi komið fyrir hér á landi fyrr en nú.
1) Ekki er ósennilegt, að sjúklingur, sem er skráður i mánaðarskrá fyrir október úr Fljótsdals-
úéraði með febris intermittens, hafi lent þar fyrir misritun i staðinn fyrir í næstu linu fyrir neðan
(febris gastr. s. cont.) eða ofan (febris rheumatica). A. m. k. kemur ekki tii mála, að sjúklingurinn
hafi haft mýraköldu, eins og sjúkdómsheitið bendir til. og hvorki cr hann skráður i skýrslunni um
landfarsóttir eftir mánuðum né hans getið að neinu í aðalskýrslunni.