Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 102
1904
100
ekki minnkandi, þá fæ ég ekki séð, að hundalækningarnar geri minnsta gagn —
hundarnir eru þá jafnbandormaveikir eftir sem áður.
6. Kláði (scabies).
Sjúklingafiöldi 1901—1904: li)01
Sjúklingar......................... 299
1902
317
1903 1904
379 241
Öll árin telja læknar, sem á kláða minnast, að mjög margir kláðasjúklingar leiti
ekki læknis né séu skráðir. Ekki er líklegt, að meiri brögð hafi verið að því seinasta
árið en hin. Má því ætla, að fækkunin það ár hafi stafað af því, að kláðafaraldurinn,
sem undanfarið hafði árlega farið í vöxt, eftir tölunum að dæma, hafi nú tekið að
þverra. Bendir það og til þess, að kláðasjúklinguin hélt áfram að fækka næstu árin.
7. Krabbamein (cancer, sarcoma).
Engin sérstök skýrsla er um krabbamein fremur en áður, en í aðalskýrslum
lækna er getið um 32 sjúklinga með krabbamein (ca. labii 2, ca. oesophagi 3, ca.
ventriculi 13, ca. intestini 1, ca. recti 1, ca. hepatis 1, ca. pancreatis 1, ca. mammae 4,
ca. ovarii 2, ca. prostatae 1, ca. vesicae 1, ca. i ótilgreindum líffærum 2) og 2 sarkmein
(sarcoma maxillae sup. 1 og' lymphosarcoma colli 1).
8. Drykkjuæði (delirium tremens).
Sjúklingafiöldi 1901 4904: 1001 í902 1003 1904
i Sjúklingar........................ 6 7 6 7
Hinir 7 skráðu sjúklingar þessa árs voru allir í Reykjavíkurhéraði og þeirra ekki
að öðru leyti getið.
C. Ýmsir sjúkdómar.
1. Algengustu kvillar.
Söniu sjúkdómar eru þar efstir á blaði og áður: Meltingarsjúkdómar, gigt og
tannsjúkdómar. í Borgarfjarðarhéraði leituðu læknis 180 með ýmsa meltingarsjúk-
dóma, í Mýrahéraði 28, Dalahéraði 47, Strandahéraði 25, Akureyrarhéraði 69, Húsa-
víkurhéraði 54, Seyðisfjarðarhéraði 32, Fáskrúðsfjarðarhéraði 28 og' Vestmannaeyja-
héraði 35. Svo segir í aðalskýrslu úr Blönduóshéraði: „Ég skal geta þess hér, að gast-
ritis chronica kemur hér í umdæminu mjög oft fyrir og á þessu ári auk þess 3—4
tilfelli af greinilegu ulcus ventriculi. Sjúklingar með gastrit. chron. hafa mjög margir
leitað til mín á þessu ári, og finnst mér þessi veiki heldur ágerast, án þess ég geti bent
á ástæðurnar.“
Gigt er talin „algeng að vanda“ í Skipaskagahéraði. í Borgarfjarðarhéraði eru
taldir 104 sjúklingar með gigt í vöðvum eða taugum, í Mýrahéraði 27, Dalahéraði 40,
Strandahéraði 42, Húsavíkurhéraði 55, Seyðisfjarðarhéraði 24, Vestmannaeyja-
héraði 32.
Tannsjúkdómar eru taldir mjög algengir í Skipaskagahéraði. 26 leituðu læknis