Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 65
Í903
I. Fólksfjöldi, barnkoma og‘ manndauði.
Fólksfföldinn á öllu landinu í árslok var 78539 menn (77494 í árslok 1902).
Lifandi fæddust 2244 (2220) börn, eða 28,8%0 (28,5&>).
Andvana fæddust 87 (70) börn, eða 37,3%0 30,6%«) fæddra. Tvíburafæðingar
voru 36.
Manndauði á öllu landinu var 1324 (1262) manns, eða 17,0%« (16,2%«).
Á í. ári dóu 273 (267) börn, eða 121,7%« (120,3%«) lifandi fæddra.
Hækkun dánartölu þetta ár stafar nálega eingöngu af slysförum og sjálfsmorð-
um, sem voru miklu tíðari en árið áður. Létust alls 88 af slysförum (drukknuðu 76,
urðu úti 8, dóu af öðrum slysförum 4), en aðeins 33 árið áður. Sjálfsmorðingjar voru 9
(árið áður 4).
II. Sóttarfar og sjúkdómar.
í skýrslum úr 27 héruðum er getið um heilsufarið yfirleitt, og' er það talið gott
eða með bezta móti í 18 héruðurn, en í 9 héruðum er jrað talið slæmt eða í lakara
lagi.i) Skarlatssóttar gætti nú lítið, en kighóstafaraldurinn, er hófst árið áður, færðist
nú mjög í aukana, og voru skráðir fleiri sjúklingar með kíghósta en nokkra aðra
farsótt.
A. Bráðar farsóttir.
1. Hlaupabóla (varicellae).
Nálega helmingi fleiri sjúldingar voru skráðir en árið áður, 82 nú, en 44 þá, en
í aðalskýrslum er hennar elcki teljandi getið. Varð hennar eitthvað vart í 12 hér-
uðum, langoftast í Stykkishólmshéraði. Þar voru skráðir 23, eða meir en (4 hluti
allra skráðra.
2. Mislingar (morbilli).
Þeir bárust til Önundarfjarðar með norsku hvalveiðaskipi. Komu þeir aðeins á
1 heimili, Sólbakka, en bárust ekki þaðan, og aðeins 3 voru skráðir, en þó má ráða af
aðalskýrslunni úr Þingeyrarhéraði, að 4 hafi sýkzt.
1) Skýrslur bárust ekki úr Þistilfjarðarhéraði, scm var læknislaust allt árið. Auk bess vantar
aðalskýrslur úr Blönduós- og Keflavíkurhéruðum.